Hvað er innifalið í sköttum landsmanna?

Það gleymist alveg að geta þess í fréttinni hvað er innifalið í dönskum sköttum..T.d frí heilbrigðisþjónusta fyrir alla, frí tannlæknaþjónusta og tannréttingar fyrir börn upp að 18 ára aldri og 18-25 ára ungmenni fá niðurgreidda tannlæknaþjónustu. Leikskóla og skólagæslu gjöld eru tekjutengd þannig að námsfólk og þeir ...lægst launuðu fá frípláss fyrir börnin sín...Get haldið lengi áfram og svo gleymist alltaf að geta þess, þegar talað er um þessa blessuðu matarkörfu, að verkamannalaun í danmörku eru 128 dkr á tímann sem eru 2688 ísl, svo hlutfall launa sem nota þarf í heimilis innkaup er mikið lægra í Danmörku enn á Íslandi!!!
mbl.is Danir borga mestu skattana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jól, áramót, aðgerð og stóra prófið ;)

Jæja þá gef ég mér loksins tíma í smá færslu hér á síðuna Wink

En svo ég byrji á jólunum  þá voru þau ósköp ljúf og notaleg. Við höfðum alla krakkana okkar hjá okkur, Sigurrós kom frá Íslandi 18. des, svo hvað er hægt að biðja um meira??? Michelle borðaði með mömmu sinni, en kom svo til okkar um 9 leytið. Við nutum svo bara kvöldsins saman. Við settumst við matarborðið, þegar jólabjöllurnar á Ruv klingdu inn hátíðina, svo eftir matinn sáu öll börnin saman um frágang meðan við Jonni bara slöppuðum af Kissing svo var farið að dansa í kringum jólatréð að dönskum sið og sungum nokkur ísl jólalög. Þetta finnst okkur vera orðin alveg ómissandi hluti af kvöldinu, og ég verð alltaf svo viðkvæm og þakklát fyrir fjölskylduna mína InLove svo eftir söng og dans sá Pétur um að lesa og deila út gjöfunum, og aldrei og ég meina aldrei, hefur pakkalestur verið svona hraður á mínu heimili fyrr Whistling hann sló öll met í hraðlestri og tók frekar 2 en 1 pakka í ferð Grin en kvöldið varð semsagt yndislegt.

Við vorum svo bara í slökun dagana á milli jóla og nýárs, fórum í alveg hreint frábært matarboð hjá Eydísi minni og Hilmari mínum, alltaf svo gott að koma til þeirra InLove borðuðum þar frábæra gæs og yndislega góðan kjúklingarétt. Svo var spilað Trivial langt fram á nótt...Takk elsku Eydís og Hilmar fyrir yndislegt kvöld Kissing

Svo um áramótin borðuðum við öll samen aftur og þá borðaði Michelle með okkur, en svo fóru strákarnir og Michelle út að hitta vini. Við Jonni, Sigurrós, Pétur og Kara Mist sátum svo og spiluðum þangað til kominn var tími á flugeldana. Svo eftir flugeldana var spilað meira og svo skoðuðum við gamlar video upptökur til kl.5 um morgunin og þá var loksins farið að sofa...róleg og góð áramót hjá okkur hér á Rådmandsvej Wizard

Sigurrós flaug svo til íslands 2. jan og Jonni fór í vinnu 5. jan. en kom svo sem betur fer heim aftur eftir 4 daga, því morguninn eftir að hann kom heim veiktist Kara Mist. Við fórum svo með hana til læknis sem greindi hana með botnlangabólgu, og við til Randers með sjúkrabíl Frown það var svo ákveðið á sjúkrahúsinu að skera litlu dúlluna. En þegar þeir opnuðu hana kom í ljós að botlanginn var frískur sem aldrei fyrr, vírus herjaði á alla þarma og magann...þeir fjarlægðu nú botlangann samt, sem betur fer, því það gékk illa að finna kauða sem hafði falið sig bak við þykkþarminn Angry en allt fór þetta vel að lokum og litla mýslan kom með okkur heim daginn eftir...er enn pínu bogin í baki, en allt á réttri leið Smile

Ég fór svo í stóra prófið mitt í morgun, sem ég er búin að vera undirbúa mig fyrir það sem af er janúarmánuði....hef aldrei tekið svona stórt og mikið próf fyrr. Er búin að vera mikil verkefnavinna í 7 verkefnum, um kaup og sölu á fjarskiptafyrirtækinu TDC sem er eins og Síminn á Íslandi...allskyns skipulagsvinna í kringum þetta og þar sem ég hef aldrei haft áhuga fyrir fjarskiptum og tækni leist mér ekkert sérstaklega vel á þetta, og varð enn kvíðnari þegar ég missti svo 3 daga úr undirbúningi vegna veikinda Köru Mistar...GetLost svaf svo litla 2 tíma í nótt og æfði mig svo frá 5-9 í morgun....og hvað haldiði.....gékk svona rosa vel og fékk heila 12 í einkunn....hæðsta sem hægt er að fá!!!!!! Wizard er svo stolt af sjálfri mér...hafði sett markið á 7 þar sem prófið var svona stórt og umfangsmikið...er ekki enn að ná þessu Wizard Wizard Wizard ræð mér bara ekki fyrir fögnuði Smile varð að fá að deila þessu með ykkur Smile þar sem Jonni minn er ekki heima til að fagna þessu með mér, en kemur heim eftir 8 daga og þá verður sko haldið uppá þetta Wizard

 

Hafið það sem allra best kæru vinir og verið góð hvert við annað....hamingjukveðja Kolla


Litla mýslan 11 ára

Já gott fólk, nú er litla mýslan okkar hún Kara Mist orðin 11 ára...

1631   1128  1563  308

Til hamingju með daginn þinn litla prinsessa Wizard Wizard Wizard

Jonni hringdi kl 6.15 í morgun, ég vakti strákana og við vöktum svo Köru Mist með afmælissöngnum og Jonni söng með í símanum Smile Ida svaf hjá henni í nótt og söng fullum hálsi með okkur og er bara orðin góð í að syngja á íslensku. Svo fórum við öll frammí eldhús þar sem hún opnaði nokkrar gjafir og var mjög ánægð með allt sem hún fékk...bestu þakkir elsku ömmur, afar, frænkur og frændur...Svo er planið að fara á Mc´arann í kvöld og bjóða Ídu og Stine með. Hún fór með stóran nammipoka með í skólann handa bekkjarfélugunum og fær danska afmælissöngin sungin þar. Wizard

Læt þetta duga í bili gott fólk, verið góð hvert við annað...

knúsiknús


Dong Energi.....Berlín

Já gott fólk...þá er loksins atvinnuleitinni hjá Jonna lokið Wizard Wizard Wizard og við auðvitað alveg í skýunum með það....enn hann er búinn að sækja um yfir 60 störf síðan í sumar og við farinn að verða pínu áhyggjufull með þetta allt saman...Svo kom kippur í atvinnuleitina og hann var boðaður í nokkur viðtöl, og var á miðvikudaginn í viðtali hjá Dong Energi á Sjálandi...átti svo að fá svar þaðan í lok næstu viku. En svo morguninn eftir hringdu þeir og buðu honum vinnu og hann mætti byrja á mánudag Smile Svo besta jólagjöfin í ár er komin í hús hjá okkur Grin 

1939

Dong Energi er orkuver svipað og Landsvirkjun á Íslandi....sem sér Sjálandsbúum fyrir rafmagni og er með einhverjar 70 vindmyllur á hafi úti...Jonni kemur til með að vera í burtu frá 3 og uppí 8 daga í einu en svo eru frá 3 til 8 daga frí á milli og helgarfrí aðra hverja helgi...okkur líst öllum voða vel á þetta og hann mjög spenntur að byrja Wink

En svo ég segi ykkur aðeins frá öðru að þá var Berlínarferðin okkar alveg frábær !!! full af rómantík InLove og yndislegum upplifunum í Austur- Berlín. Að labba meðfram múrnum og horfa yfir borgina frá þaki Kaþólsku Dómkirkjunnar er alveg meiriháttar upplifun. Fallegasta kirkja sem við höfum komið inn í. Allar fallegu byggingarnar sem verið er að endurbyggja eftir seinni heimstyrjöldina, duttum óvart inná mjög skemmtilegt vaxmyndasafn í Austur Berlín þegar við vorum að rölta þarna um....Ótrúleg saga þessarar fallegu borgar og alveg á hreinu að þangað ætlum við aftur Smile 

2078  2077  1978  1977   2011  2014  2015  2022

Annars er allt gott að frétta af okkur öllum hér...Ævar hætti í Menntaskólanum um miðjan nóv, var ekki alveg að finna sig þar, svo hann byrjaði í Verknámsskóla daginn eftir og er mjög ánægður. Hann er þar á trésmíðaverkstæðinu og svo fékk hann vinnu við að þrífa banka 2 tíma á dag eftir skóla og er bara alsæll með lífið Cool hjá Pétri og Köru mist gengur allt vel og þau mjög dugleg í skólanum, fótbolta og handbolta....

Ég er búin að vera heima þessa viku með vírus í hálsinum segja doksarnir, ekki mjög heppilegt rétt fyrir prófin en lítið við því að gera...er ekkert farin að baka eða gera neitt fyrir jólin, fyrir utan jólagjafakaup...dembi mér í baksturinn meðan Jonni verður á sjálandinu í næstu viku Whistling

Já,, og svo auðvitað til hamingju með 27 ára afmælið Hafdís mín Kissing stóra systir í Norge er afmælisbarn dagsins í dag Smile eldist samt ekki neitt þessi elska......

Og nú eru bara 13 dagar í að Sigurrósin okkar komi í 2 vikna heimsókn Wizard erum löngu farin að telja niður og hlökkum öll svo til komu hennar InLove

Kveð að sinni í sæluástandi....fer alveg að gefa mér tíma í að setja inn ný albúm Halo 

Muna kvitta takk Happy

 

 


Holland,Berlín og máske Köben ;)

Já, það er víst löngu tímabært að skrifa nokkur orð hér inn Wink

Svo ég byrji nú á Hollandsferðinni hjá Pétri, þá gat ferðin ekki lukkast betur. Þegar við fórum að ná í hann, myndaðist hópur af foreldrum pínu frá rútunni. Foreldrum, sem skildum ekkert í því hvað þeir voru lengi að koma sér út. Svo allt í einu opnaðist hurðin og þeir komu allir í halarófu út, Þjálfarinn fyrstur með fyrirliðann ,,Pétur,, sem hélt á Bikar og svo allir strákarnir á eftir, þeir hlupu svo syngjandi stórann hring á svæðinu og héldu bikarnum hátt á lofti Wizard svo glaðir allir, að maður bara klökknaði. Það höfðu nefnilega engar fréttir borist til okkar foreldranna um hvernig gengið hafði á mótinu, þeir komust í 2. sæti sem er alveg frábær árangur, þar sem mörg lið frá nokkrum löndum voru að keppa Grin svo þetta var nottlega bara æði LoL og Pétur alveg ákveðinn í að vera með á næsta móti, því svona upplifun,, að vera bara með strákunum,, fær maður ekki í fjölskylduferðalagi Whistling

Svo að okkur Jonna InLove en við ætlum að skella okkur í langþráða hjónaferð til BERLÍNAR 14.-16. nóv. Fljúgum frá Kastrup og verðum lent í Berlín um hádegi. Eigum svo flug heim seinnipart á sunnudeginum. Ætlum að búa á fínu 4ra stjörnu hóteli, skoða Múrinn og eitthvað fleira merkilegt. Njóta þess að vera bara tvö, fara huggulegt út að borða og bara hafa það kósý saman Heart

Erum svo að skoða hvort við förum í Jólatívolíið í Köben, 21.-23. nóv með krakkana, en ekkert ákveðið ennþá Happy

Það gengur ekki alveg nógu vel með hendina á mér þessa dagana, er búin að þurfa fara heim úr skólanum vegna verkja í öxlinni, og fæ þvílíka hausverkinn í kjölfarið Frown það á eitthvað að endurskoða á fundi 20. nóv hvort þetta nám er of mikið álag á hendina, eða hvort ég geti fengið einhverja aðstoð til að komast í gegnum skólann, sem ég vil auðvitað helst ef ég fæ einhverju ráðið Pouty svo ég er þessa dagana í mjög miklu sambandi við ,,Pollýönnu,, sem er alveg frábær, þegar hún nær sambandi við mig Tounge

Annars er lítið að frétta, Jonni enn atvinnulaus, en er búinn að sækja um aðstoð frá Maskinmesterfélaginu, með að finna vinnu. Það er reyndar ekkert sérstakt að vera ,,íslendingur,, í atvinnuleit erlendis í dag Pinch en að öðru leiti er allt gott að frétta og við höfum það GOTT Smile

Verið dugleg að knúsast og hlúið hvert að öðru InLove Kærleiksknús

Muna svo að kvitta takk!!!

Hef sett upp skoðanakönnun hér til vinstri á síðunni, endilega takið þátt Wizard 

 

 

 

 

 

 


Haustfrí og Hollandsferð

Sælt veri fólkið Kissing

Nú er langþráð haustfrí loksins byrjað Cool enginn skóli fyrrenn 20. okt, bara æði að fá svona gott frí.

Er samt eitthvað hálfandlaus þessa dagana, er sjálfsagt enn í sjokki eftir allar ömurlegu fréttirnar frá Íslandinu. Finn mikið til með löndum mínum, þessu venjulega fólki sem vinnur og vinnur en getur samt varla náð endum saman. Þetta er bara svo sorglegt allt saman, allt sem maður les í fjölmiðlum um eldra fólkið sem er að tapa ævisparnaðinum fyrir óráðssíu stjórnendanna. Svo eiga börnin okkar og barnabörn að greiða fyrir græðgi þessara hálfvita Angry

En svo ég snúi mér að léttara efni, þá er hann Pétur okkar á leiðinni til Hollands á miðvikudagsmorguninn kl. 6. stundvíslega Tounge hann er voða spenntur, er að fara á fótboltamót fimmtudag og föstudag og svo á laugardeginum á að fara á leik Ajax - Groningen á Amsterdam Arena leikvanginum, sem tekur rétt tæplega 60.000 áhorfendur Whistling svo á bara leika sér í Amsterdam frammá kvöld, en svo verður lagt af stað heim um kl.23.00 um kvöldið og við reiknum með kappanum heim um hádegi á sunnudag. Ætla ekki að neita því að ég er pínu kvíðin að hann sé að fara þetta Blush hann hefur aldrei farið svona langt frá mér áður, svo þetta er pínu erfitt, en við höfum sjálfsagt bæði gott af þessu.

Á laugardaginn vorum við í Hrekkjarvöku afmæli hjá Eyþóri Atla og Val Snæ Wizard Eydís litla alltaf svo dugleg að skreyta og gera fínt. Það var útskorið Grasker og svo voru alskyns draugar, kóngulær og allt mögulegt skraut út um allt, bara svo flott hjá þeim. Svo voru náttúrulega þvílíku kræsingarnar að við átum öll á okkur stór göt Wink takk fyrir frábæra veislu elsku litla fjölskylda Kissing

Við erum að spá í að skipta út brenniofninum hjá okkur, og leita svo eftir tilboðum í nýja glugga og útihurðir. Þetta er orðið ansi lúið bæði gluggar og hurðir enda orðið 30 ára gamalt. Ætlum að heyra í tengdasyninum í kvöld, þar sem hann er nú húsasmiður og fá einhver ráð um hvað sé best að gera Smile 

Ætla svo að skella mér í klippingu og litun á morgun, er orðin voða mikið mikið þreytt á hárinu á mér, svo það er aldrei að vita hvernig ég kem út. Ævar segist ekki labba með mér á götu ef ég læt klippa mig stutt Tounge en auðvitað geri ég bara það sem mér dettur í hug, algjörlega einfær um að ákveða það W00t

Það er allt gott að frétta af öllum hér, fyrir utan að Jonni er enn atvinnulaus, en vonandi fer eitthvað að gerast í því fljótlega.

Hafið það gott og verið góð hvert við annað, kærleiksknús Kolla InLove 

MUNA SVO AÐ KVITTA ELSKURNAR Happy

p.s

Búin í klippingu Wink aftur til fortíðar Tounge hvað finnst ykkur svo ?????

IMG_1793  IMG_1794  IMG_1795

 


Góður gestur á íþróttahelgi

Sælt veri fólkið Kissing

Jæja þá er enn ein helgin búin og við komin í skólan í ískulda brbrrr.

En á föstudaginn kom Ásbjörn Tryggvi ( Steinu systirson ) í heimsókn til okkar og var yfir helgina. Okkur þótti öllum voða gaman að fá kappan í heimsókn Smile Hann var bara í rólegheitum hér heima með okkur gamla settinu á föstudagskvöldinu, en svo djömmuðu þeir frændur allir þrír saman á laugardagskvöldinu Sideways þó þeir væru allir að fara spila fótboltaleik á sunnudagsmorgninum. Ævar fékk Ása með, þar sem vantaði leikmann í liðið hans, og viti menn, auðvitað skoraði Ási gullfallegt mark fyrir frænda sinn Whistling þeir spiluðu kl. 10 og svo spilaði Gunnar kl. 12 og skoraði líka fyrir sitt lið Wink En það var þreyttur ungur maður, sem fór með lestinni til Arhus í gærkveldi, en vonandi ánægður með helgina. Takk fyrir samveruna Ási minn og vonandi kemurðu aftur til okkar.

Á laugardaginn vorum við á handboltamóti með Köru Mist, það gékk ágætlega, þær spiluðu 3 leiki. Unnu 2 og eitt jafntefli LoL strákarnir komu allir að horfa á litlu systir og litlu frænku spila, og Gunnar vildi helst taka að sér að þjálfa þær, fannst þjálfarinn alls ekki nógu góður GetLost svona eru þessir stóru bræður Tounge

Annars eru bæði Pétur og Ævar veikir núna með hausverk og uppköst Sick 

Við Jonni vorum að koma heim af enn einum fótboltaleiknum, þar sem Kara Mist var að keppa sinn 1. leik, þær fengu heldur betur burst þar sem þær töpuðu 9-0 Crying gengur bara betur næst.

Af okkur gamla settinu er lítið að frétta, Jonni ekki búinn að fá neina vinnu, en á slatta af útistandandi umsóknum. Danir taka yfirleitt minnst einn mánuð í að yfirfara umsóknir, svo þetta getur tekið tíma allt saman Crying og ég reyni eftir bestu getu að fylgjast með í skólanum. Var að fá út úr verkefnavinnu í ensku, þýsku og dönsku í dag, fékk 2 sjöur og 1 níu, svo þetta er ekki alveg vonlaust, sem betur fer. En mikið verður gott að fá haustfrí Grin

 

Hér er kuldabolinn heldur betur farinn að bíta og blása Errm orðið ískalt að hjóla á morgnana, brrbrrr svo er bara eintóm rigning í kortunum út vikuna. Notum líklega næstu helgi í að setja inn útihúsgögnin. Ákvað að klæða síðuna mína í haustliti, það er víst komið haust í Danaveldi Pouty 

 


Bílpróf og afmæli

Jæja þá er ég búin að fá tölvuna mína heim eftir erfið veikindi svo nú er engin afsökun að blogga ekki Wink

Svo ég byrji nú á Gunnari InLove að þá átti hann afmæli 29. ágúst og er orðinn 21 árs... alveg hreint ótrúlegt að vera svona ung og eiga svona fullorðin börn. En á afmælisdaginn komu þau í mat til mömmu eftir að hafa eytt deginum á Arhus í verslunarferð Gunnar, Michelle og Árný vinkona Gunnars frá íslandi sem var í heimsókn hjá þeim. Eftir matinn fóru þau svo öll í keilu ásamt Sigurrós og Ævari. Held hann hafi bara verið ánægður með daginn sinn þessi elska Kissing

Svo núna 3. sept fór Ævar í bílprófið og náði því með glæsibrag og er búinn að vera á rúntinum síðan. Alveg sama hvað hann er beðinn um, alltaf tilbúinn að skutlast. Skruppum til Öldu og Borgars í gær og sátum bara í aftursætinu eins og fínt fólk með einkabílstjóra, því hann bauð Pétri að sitja frammí hjá sér Smile og Pétur auðvitað mjög ánægður með stóra bróðir. Svo fer hann með Köru Mist og Ídu á eftir að ná í Pétur til Öldu, því hann varð eftir í gær.

Ég er bara á fullu í skólanum og má hafa mig alla við, mér finnst þetta með því erfiðara sem ég hef gert. Að læra ensku og Þýsku á dönsku og svo auðvitað er ég í dönsku og samfélagsfræði líka. Það eru 2 dagar í viku þar sem ég er með öll tungumálin sama daginn Pinch og kem svo heim með allt í graut í hausnum á mér Sick stundum finnst mér ég sé að takast á við fullmikið, að vera 35 tíma á viku + heimaverkefni, en svo eftir smá hausverk og vangaveltur kemur þrjóskan uppí mér og ég hugsa ég skal geta þetta Whistling  vona bara að hendin klári þetta.

Af Jonna er það að frétta að hann er að fara í starfsviðtal í næstu viku hjá Tannhjólaverksmiðju í Randers, hann sótti um starf sem gæðastjóri hjá þeim svo það verður spennandi hvort eitthvað kemur útúr því, en annars á hann 4 aðrar umsóknir úti sem hann er að bíða eftir svörum með.

Læt þetta duga í bili knúsi knús á ykkur öll og ekki gleyma kvitta Kissing

 


****** Pétur 12 ára ******

Já nú er Pétur litli orðinn 12 ára Wizard til hamingju með daginn elsku strákurinn okkar InLove 

Alveg er það ótrúlegt að liðin séu 12 ár frá því hann kom í heiminn, stuttur og vel bústinn með ótrúlega mikið dökkt hár, alveg eins og lítið lukkutröll, svo svipsterkur og fallegur. Í morgun vöktum við hann með afmælissöng og svo fór Jonni í bakaríið og keypti rúnstykki í morgunmatinn. Eftir morgunmat fórum við öll í skólann, Pétur með nammiskál fyrir bekkjarfélagana og svo vorum við að tínast heim um 3 leytið, þá fórum við aðeins að versla og svo var farið að baka afmæliskökuna Tounge afmælisbarnið vildi Lasagnette í matinn og að sjálfsögðu fékk hann það. Gunnar kom svo og borðaði með okkur en Michelle komst ekki, svo er Sigurrós líka hjá okkur svo það var ósköp notalegt að hafa þau öll og mikið spjallað og hlegið yfir kvöldmatnum Grin eins og reyndar alltaf þegar þau eru öll saman Heart en nú erum við að fara gæða okkur á kökunni svona áður enn kemur að háttatíma Sleeping en held að litli unglingurinn okkar hafi bara átt góðann dag og sofni sáttur þrátt fyrir alla rigninguna sem hann fékk í afmælisgjöf Cool

p.s

Svo á auðvitað Arnór Ísak 17 ára afmæli í dag. Þessi elska sagði þegar Pétur fæddist að Pétur væri besta afmælisgjöf sem hann hefði fengið InLove algjört æði, 5 ára lítill drengur með svo stórt hjarta. Til hamingju með afmælið elsku Arnór Ísak okkar Kissing 


Íslandsferð og danskt sumar

Jæja komst loksins í tölvu og ákvað að skrifa nokkrar línur Wink

En þannig er að tölvan mín veiktist við heimkomu frá Íslandi og er í aðgerð hjá Dr. Borgari Tölvulækni Tounge

Íslandsferðin var frábær fyrir utan kuldann brrr fyrri vikuna.  Við lentum í þessu frábæra beina flugi til Akureyrar með Iceland Express, sem átti bara að taka 3 tíma en þar sem við þurftum að millilenda í Keflavík v/bilunar og bíða þar í 3 tíma, fljúga svo á Egilsstaði og fara þaðan með rútu,, sem var að hruni komin,, til Akureyrar þá tók ferðin ekki nema litla 12 tíma W00t og allir orðnir frekar pirraðir, en loksins tók þetta dásamlega ferðalag enda og vorum við fljót að detta útaf eftir að hafa skroppið í síðbúið afmæliskaffi til mömmu og rétt komið við og knúsað tengdó.

Fyrri vikan fór að mestu í að hitta vini og ættingja, frábær matarboð og skemmtilegar samverustundir InLove

Seinni vikuna vorum við aðeins heppnari með veðrið svo við vorum mikið útivið með dönsku vinunum okkar sem voru með okkur. Fórum dagsferð í Mývatnssveit og fórum að sjálfsögðu í jarðböðin, Dimmuborgir og Námaskarðið, svo var komið við á heimleiðinni og keyptur reyktur Silungur  Wink Sveinbjörn mágur var svo elskulegur að gefa okkur fullt af Soðibrauði og Flatbrauði og svo bakaði Tengda mín Kleinur og Soðibrauð svo við erum enn að borða ísl brauð með reyktum Silungi FootinMouth Hedda og Gummi voru svo yndisleg að lána okkur fallega húsið sitt meðan þau voru á Tenerife, en svo vorum við líka í bústaðnum þeirra tengdó sem er bara æðislegt að vera í, ástarþakkir öll fyrir lánið á húsnæði og allt brauðið sem við erum enn að njóta InLove Helga og Helgi buðu svo Köru Mist og Pétri í útilegu/ættarmót sem þeim fannst alveg frábært að fá að fara í Kissing takk fyrir það.

Guðný og Arnór komu svo með okkur heim með öll sín börn og tengdason + vinkonu Báru Sifjar hana Töru, þau voru í bústað hér í Grenaa í 2 vikur, Arnar Snær kom líka með okkur og var alveg yndislegt að hafa þau öll. Brölluðum margt saman, fórum í Legoland og allavega 4sinnum í Djurs-Sommerland, svo var farið í dýragarð og nokkrum sinnum á ströndina, veðrið lék við okkur með 30 st hita og sól allann tímann Cool en mikið sakna ég þess að hafa ekki Arnar minn lengur, því geðbetra barni hef ég ekki kynnst. Hann kom blístrandi fram á morgnana og fór Whistling í rúmið á kvöldin og glaður og brosandi allan tímann. Hann bræddi mig alveg InLove 

En svo átti hún Guðný mín stór afmæli hér hjá okkur, orðin FERTUG sú gamla, við fórum öll saman á Steikhús Huset í tilefni dagsins, vorum bara 18 stk. Við vinkonurnar með sætu kallana okkar + börn, tengdabörn og 2 aukabörn, bara æði og svo enduðum við kvöldið á Mc'Donalds í ís Tounge

En nú er skólinn byrjaðu hjá okkur öllum og Jonni byrjaður á fullu í atvinnuleit sem vonandi kemur eitthvað út úr fljótlega Wink

Svo er Sigurrós að koma til okkar á föstudagskvöldið og við öll að springa úr spenningi að fá hana, þar sem lítill tími gafst í samverustundir í Íslandsheimsókninni. Hún ætlar að vera hjá okkur í 9 daga og meiningin að fara í smá túristaleik með hana InLove getum ekki beðið.

Þetta er orðin algjör langloka hjá mér og örugglega gleymt einhverju merkilegu en það verður bara að hafa það.

Knúsi knús Kolla

p.s

Verð að segja ykkur að Helga og Helgi urðu amma og afi 11. ágúst þegar Hrönn og Steini eignuðust litla gullfallega prinsessu sem hefur fengið það fallega nafn Sonja, bestu hamingjuóskir með litlu dúlluna InLove  

 

   

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband