5.9.2007 | 19:05
Frumraun
Jæja þá er meiningin að við hjónin í sameiningu reynum að halda úti síðu um okkur og okkar fólk hér í Grenaa. Fyrir þá sem ekki vita þá, keyptum við okkur hús í mars, sem við erum mjög ánægð með og okkur líður öllum vel í. 150 fm á einni hæð og svo eru útihús með hjólageymslu ,verkstæði , geymslum, 30 fm hobbyherbergi og bílageymsla. Jonni réðst svo í það í sumar að gera verönd sem er litlir 86 fm og tókst bara vel hjá kalli Annars er bara allt gott að frétta, haustið komið segja danirnir þó okkur finnist nú sumarveður ennþá meðan hitinn hangir í 20 st. annars finnst Pétri hafa verið mikill mótvindur síðan skólinn byrjaði en Kara Mist verður lítið vör við þennan blástur, hjólar af stað og finnst það bara gaman. Gunnar er búinn að vera í atvinnuleit og fékk loksins vinnu í dag á sama stað og ég var á og má byrja á morgun. Ævar syndir bara í gegnum lífið, rólegur eins og alltaf, en er að skipuleggja skíðaferð til Austurríkis í febrúar og aðra til Svíþjóðar í mars svo er sennilega Ítalíuferð hjá honum í haustfríinu, þetta eru allt 6-8 daga ferðir svo hann verður mikið að heiman, sokkurinn okkar sæti. Læt þetta duga núna þarf að læra aðeins betur á þetta með myndirnar en þetta kemur vonandi allt.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 7.10.2007 kl. 18:45 | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ jæja það er komið fyrsta bloggið hjá ykkur til lukku með það:) ég kem til með að vera tíður gestur hér og kvitta hehe kossar og knús til ykkar og Steinunn biður að heilsa kveðja Alda Frænka...
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:05
Til lukku með nýju síðuna sæta mín :) Bestu kveðjur frá Studstrup, Eydís frænka
Eydís Hauksdóttir, 6.9.2007 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.