Jól, áramót, aðgerð og stóra prófið ;)

Jæja þá gef ég mér loksins tíma í smá færslu hér á síðuna Wink

En svo ég byrji á jólunum  þá voru þau ósköp ljúf og notaleg. Við höfðum alla krakkana okkar hjá okkur, Sigurrós kom frá Íslandi 18. des, svo hvað er hægt að biðja um meira??? Michelle borðaði með mömmu sinni, en kom svo til okkar um 9 leytið. Við nutum svo bara kvöldsins saman. Við settumst við matarborðið, þegar jólabjöllurnar á Ruv klingdu inn hátíðina, svo eftir matinn sáu öll börnin saman um frágang meðan við Jonni bara slöppuðum af Kissing svo var farið að dansa í kringum jólatréð að dönskum sið og sungum nokkur ísl jólalög. Þetta finnst okkur vera orðin alveg ómissandi hluti af kvöldinu, og ég verð alltaf svo viðkvæm og þakklát fyrir fjölskylduna mína InLove svo eftir söng og dans sá Pétur um að lesa og deila út gjöfunum, og aldrei og ég meina aldrei, hefur pakkalestur verið svona hraður á mínu heimili fyrr Whistling hann sló öll met í hraðlestri og tók frekar 2 en 1 pakka í ferð Grin en kvöldið varð semsagt yndislegt.

Við vorum svo bara í slökun dagana á milli jóla og nýárs, fórum í alveg hreint frábært matarboð hjá Eydísi minni og Hilmari mínum, alltaf svo gott að koma til þeirra InLove borðuðum þar frábæra gæs og yndislega góðan kjúklingarétt. Svo var spilað Trivial langt fram á nótt...Takk elsku Eydís og Hilmar fyrir yndislegt kvöld Kissing

Svo um áramótin borðuðum við öll samen aftur og þá borðaði Michelle með okkur, en svo fóru strákarnir og Michelle út að hitta vini. Við Jonni, Sigurrós, Pétur og Kara Mist sátum svo og spiluðum þangað til kominn var tími á flugeldana. Svo eftir flugeldana var spilað meira og svo skoðuðum við gamlar video upptökur til kl.5 um morgunin og þá var loksins farið að sofa...róleg og góð áramót hjá okkur hér á Rådmandsvej Wizard

Sigurrós flaug svo til íslands 2. jan og Jonni fór í vinnu 5. jan. en kom svo sem betur fer heim aftur eftir 4 daga, því morguninn eftir að hann kom heim veiktist Kara Mist. Við fórum svo með hana til læknis sem greindi hana með botnlangabólgu, og við til Randers með sjúkrabíl Frown það var svo ákveðið á sjúkrahúsinu að skera litlu dúlluna. En þegar þeir opnuðu hana kom í ljós að botlanginn var frískur sem aldrei fyrr, vírus herjaði á alla þarma og magann...þeir fjarlægðu nú botlangann samt, sem betur fer, því það gékk illa að finna kauða sem hafði falið sig bak við þykkþarminn Angry en allt fór þetta vel að lokum og litla mýslan kom með okkur heim daginn eftir...er enn pínu bogin í baki, en allt á réttri leið Smile

Ég fór svo í stóra prófið mitt í morgun, sem ég er búin að vera undirbúa mig fyrir það sem af er janúarmánuði....hef aldrei tekið svona stórt og mikið próf fyrr. Er búin að vera mikil verkefnavinna í 7 verkefnum, um kaup og sölu á fjarskiptafyrirtækinu TDC sem er eins og Síminn á Íslandi...allskyns skipulagsvinna í kringum þetta og þar sem ég hef aldrei haft áhuga fyrir fjarskiptum og tækni leist mér ekkert sérstaklega vel á þetta, og varð enn kvíðnari þegar ég missti svo 3 daga úr undirbúningi vegna veikinda Köru Mistar...GetLost svaf svo litla 2 tíma í nótt og æfði mig svo frá 5-9 í morgun....og hvað haldiði.....gékk svona rosa vel og fékk heila 12 í einkunn....hæðsta sem hægt er að fá!!!!!! Wizard er svo stolt af sjálfri mér...hafði sett markið á 7 þar sem prófið var svona stórt og umfangsmikið...er ekki enn að ná þessu Wizard Wizard Wizard ræð mér bara ekki fyrir fögnuði Smile varð að fá að deila þessu með ykkur Smile þar sem Jonni minn er ekki heima til að fagna þessu með mér, en kemur heim eftir 8 daga og þá verður sko haldið uppá þetta Wizard

 

Hafið það sem allra best kæru vinir og verið góð hvert við annað....hamingjukveðja Kolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ mamman mín 2 :) til hamingju með þessa frábæru einkun! auðvitað tókstu þetta með trompi enda ertu sko klár :)
gott að heyra að köru mist sé að batna :) litla músin :)
kossar og knús frá kalda íslandi sem er að snjóa í kaf þessa dagana :)
Hildur og karles

Hildur Þóra og karles (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Hæ, hæ! Og til hamingju með þennan frábæra árangur Þetta er bara alveg æðislegt hjá þér stelpa! Ég vissi þetta, þú ert svo dugleg

Bið að heilsa prinsessunni og óska henni góðan bata

Vonandi komist þið í heimsókn til okkar fljótlega

Knús frá mér/okkur í Noregi

Hafdís Gunnarsdóttir, 17.1.2009 kl. 12:06

3 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Frábært hvað þú stóðst þig vel í þessu prófi Kolla. Allgjör snilld hjá þér  Það var gott að sjá í gær hvað Kara Mist er dugleg að ná sér eftir veikindin, bara farin að dansa og allt þrátt fyrir skurði á maganum Hún er algjör hetja þessi dúlla.

Takk fyrir okkur í gær, knús og kossar, Eydís frænka

Eydís Hauksdóttir, 19.1.2009 kl. 08:37

4 identicon

Til hamingju með árangurinn Kolla mín. Það viðist alltaf vera þannig því stressaðari því betur gengur...Allavega hjá mér;) Ég er viss um að þetta verður ekki síðasta tólfan;)

Bið kærlega að heilsa Köru Mist og vonandi gengur allt vel hjá henni.

Kveðja Eva Rut og co

Eva Rut (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:40

5 identicon

Bara að láta vita af mér.

Annars sá ég á facebook að Kara Mist er enn veik, vona að þessi vírus sé ekki enn að hrjá litlu prinsessuna sendi ykkur góðar batakveðjur og knús á línuna
Helga

Helga Eym. (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 45421

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband