19.9.2007 | 13:36
Nýtt albúm
Hæ hæ
Jæja þá er fyrsta albúmið komið og vonandi hægt að skoða það. Er ekki mjög klár í þessu ennþá en reyni samt. Það er af okkur að frétta að Kara Mist fór í útilegu í síðustu viku með bekknum sínum, þau hjóluðu ca 25 km og gistu svo í skógi niður við Mols, Jonni hjólaði með bekknum ásamt fleiri foreldrum og kennurum og þótti kalli alveg nóg um að leggja þetta á börnin, en allt gékk vel þó þau lentu í þrumum og eldingum þau sváfu í skýlum sem Kara Mist sagði að væru ca hálf hús og svo voru þau sótt á bílum daginn eftir, enn ekki fyrr enn þau voru búin að gera að fasana sem veiðimaður kom með og svo voru þau látin smakka líka, mín ekki mjög hrifin af þessari villimennsku...
Ævar fór líka í síðustu viku í 2ja daga hjóltúr með sínum skóla, ekki mjög ánægður með það en svo var bara gaman og allt í lagi að sofa úti í náttúrunni...
Pétur var í gær á skotæfingasvæði lögreglunnar og var kennt að skjóta með riffli, kom eitt heim en annars er hann hálflasinn greyjið, fullur af kvefi og frekar slappur.
Af okkur hjónunum er það að frétta að við vorum í innfluttningspartýi á laugardagskvöldið hjá Sillu og Simma, skemmtum okkur alveg konunglega, mikið sungið, dansað og hlegið..Jonni og Wotjek fóru alveg á kostum með dansatriðið sitt annars er nóg að gera hjá okkur öllum í skólanum, ég á að vera með fyrirlestur um miðnætursól á morgun, spennandi hvernig það gengur...og svo má ég nú til með að monta mig aðeins,,,var í dönskuprófi og var hæðst í bekknum meira að segja hærri en danirnir læt þetta duga núna...knúskveðja frá öllum hér....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl skvísa til hamingju með prófið koss koss kveðja Alda Frænka:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 22:00
Greinilega nóg að gera á stóru heimili :-) Sé Jonna og Wotjek alveg fyrir mér með dansatriði tíhí....
Efast ekki um að fyrirlesturinn þinn um miðnætursólina hafi tekist vel því þú ert nú einu sinni FRÁBÆR í dönsku :-)
Eydís Hauksdóttir, 21.9.2007 kl. 12:05
Hæhæ flott síða hjá ykkur Vonandi verður meira um fréttir hér en á barnalandi...hehe smá skot
Gaman að heyra að allt gengur vel
Arna Ýr (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 17:51
Hæ hæ flott síða;)
Til hamingju með prófið;)
Kveðja úr Tjarnó
Eva Rut (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 18:25
Sæl Kæra fjölskylda!
Gaman að geta fylgst með ykkur - við eigum eftir að vera tíðir gestir á þessari síðu.
kv. Ágústa og co
Ágústa, Ægir og kristinn Örn (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 12:26
Sæl kolla ertu ekki með netfang til að ég geti skifað þér tölvupóst og rætt aðeins við þig kella:)
Kveðja Alda Frænka..
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.