7.10.2007 | 14:34
Íslandsferð
Hæ hæ
Orðið langt síðan við skrifuðum síðast, en ég er búin að vera í tölvubanni útaf hendinni og er það reyndar enn svo ég er aðeins að stelast núna....
Annars er allt gott að frétta, við á leiðinni til Akureyrar 12. okt með Ævar, Pétur og Köru Mist og erum öll orðin mjög spennt að hitta fólkið okkar. Við lendum í Keflavík seint á fimmtudagskvöld og ætlum að gista hjá Unni Huld minni og Þórði en við höfum ekki hist með kallana okkar og börn í meira en 3 ár svo það verða miklir fagnaðarfundir hjá okkur og svo á að keyra norður morgunin eftir. Það verður æðislegt að koma og fá að knúsa Sigurrós og alla hina á Akureyri..
Gunnar og Michelle eru á Rhodos og koma heim 14.okt svo það líða alveg 2 vikur sem við hittum þau ekki, sem mömmunni finnst mjög langur tími er að reyna venjast því að hann er ekki lítill strákur lengur
Ævar var að fá nýja vinnu á Mc'donalds svo nú getur hann boðið Heddu sinni og Pedda sínum í mat, hann er voða ánægður með þetta og hlakkar til að byrja eftir Íslandsferðina.
Pétur er allur að koma til í sambandi við að hjóla í skólann, það hefur ekki verið svo mikill mótvindur hjá honum núna og svo er hann orðin svo mikill unglingur allt í einu svo það er mikið að ske á stuttum tíma hjá honum..
Kara Mist er alltaf eins, bara glöð ef hún kemst á sínar æfingar og skátafundi og svo náttúrulega er hún komin í musík líka þar sem hún fær að prófa öll möguleg hljóðfæri og æfir svo söng líka..
Við gamla settið erum bara í okkar skólum og gengur bara ágætlega, Jonni er að fara í próf 10.okt í öryggisstöðlum í sambandi við vélar, svo nú krossum við fingur um að allt gangi vel hjá honum..læt þetta duga núna, orðið miklu lengra en það átti að vera þar sem ég er í tölvubanni hlökkum til að hitta ykkur á Íslandinu.
Er búin að setja inn ný albúm og fleiri á leiðinni eftir því sem sem hendin leyfir
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:52 | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ nú fer að styttast í að þið komið á klakann Hlökkum til að sjá ykkur öll og vonandi fer hann Heddi litli að mæta á svæðið eins og mamma kallar hann svo að þið getið nú séð hann með berum augum
Arna Ýr (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:03
Hæhæ já það er alveg að koma að því að þið komið á klakann hlakka til að hitta ykkur knús knús Alda Frænka:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 10:24
Úff, já það er víst að koma að þessari klakaferð ykkar.... tíminn líður alltof hratt. Mér finnst eiginlega ferlegt að þið verðið í burtu akkúrat þessa viku... svo þið missið af mömmu og pabba og afmælisveislu strákalinganna minna. En það verður bara að vera svoleiðis í þetta sinn, við höldum bara sérstaka veislu fyrir ykkur þegar þið komið til baka.... kannski bara 29. október, það er svo góður dagur ;-) Ég er nú búin að reyna að hringja í smartsímann þinn fjórum sinnum síðustu daga en það er alltaf einhver kerling sem segir: The call can not be completed, please try again later.... svo annað hvort hefur gleymst að skella á hjá þér eða þú ert alltaf í símanum... ;-) Ps. krúttlegar myndir af strákunum mínum, greyið Eyþór Atli að vera svona lasinn einmitt þessa helgi :-( Við snökkum saman fljótlega dúllan mín, knús og kossar frá Studstrup
Eydís Hauksdóttir, 8.10.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.