Íslandsferð

Hæ hæ

Orðið langt síðan við skrifuðum síðast, en ég er búin að vera í tölvubanni útaf hendinni og er það reyndar enn svo ég er aðeins að stelast núna....

Annars er allt gott að frétta, við á leiðinni til Akureyrar Smile 12. okt með Ævar, Pétur og Köru Mist og erum öll orðin mjög spennt að hitta fólkið okkar. Við lendum í Keflavík seint á fimmtudagskvöld og ætlum að gista hjá Unni Huld minni og Þórði en við höfum ekki hist með kallana okkar og börn í meira en 3 ár svo það verða miklir fagnaðarfundir hjá okkur Happy og svo á að keyra norður morgunin eftir. Það verður æðislegt að koma og fá að knúsa Sigurrós og alla hina á Akureyri..

Gunnar og Michelle eru á Rhodos og koma heim 14.okt svo það líða alveg 2 vikur sem við hittum þau ekki, sem mömmunni finnst mjög langur tími FootinMouth er að reyna venjast því að hann er ekki lítill strákur lengur Heart

Ævar var að fá nýja vinnu Wink á Mc'donalds svo nú getur hann boðið Heddu sinni og Pedda sínum í  mat, hann er voða ánægður með þetta og hlakkar til að byrja eftir Íslandsferðina.

Pétur er allur að koma til í sambandi við að hjóla í skólann, það hefur ekki verið svo mikill mótvindur hjá honum núna Cool og svo er hann orðin svo mikill unglingur allt í einu svo það er mikið að ske á stuttum tíma hjá honum..

Kara Mist er alltaf eins, bara glöð ef hún kemst á sínar æfingar og skátafundi og svo náttúrulega er hún komin í musík líka þar sem hún fær að prófa öll möguleg hljóðfæri og æfir svo söng líka..

Við gamla settið erum bara í okkar skólum og gengur bara ágætlega, Jonni er að fara í próf 10.okt í öryggisstöðlum í sambandi við vélar, svo nú krossum við fingur um að allt gangi vel hjá honum..læt þetta duga núna, orðið miklu lengra en það átti að vera þar sem ég er í tölvubanni Blush hlökkum til að hitta ykkur á Íslandinu.

Er búin að setja inn ný albúm og fleiri á leiðinni eftir því sem sem hendin leyfir Tounge 

 

Kara Mist og Ida, góð vinkona hennar Valur Snær og Pétur góðir frændur Eyþór Atli svo lasinn greyjið í pössun hjá Kollu frænku og Jonna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ nú fer að styttast í að þið komið á klakann Hlökkum til að sjá ykkur öll og vonandi fer hann Heddi litli að mæta á svæðið eins og mamma kallar hann svo að þið getið nú séð hann með berum augum

Arna Ýr (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:03

2 identicon

Hæhæ já það er alveg að koma að því að þið komið á klakann hlakka til að hitta ykkur knús knús Alda Frænka:)

Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Úff, já það er víst að koma að þessari klakaferð ykkar.... tíminn líður alltof hratt. Mér finnst eiginlega ferlegt að þið verðið í burtu akkúrat þessa viku... svo þið missið af mömmu og pabba og afmælisveislu strákalinganna minna. En það verður bara að vera svoleiðis í þetta sinn, við höldum bara sérstaka veislu fyrir ykkur þegar þið komið til baka.... kannski bara 29. október, það er svo góður dagur ;-) Ég er nú búin að reyna að hringja í smartsímann þinn fjórum sinnum síðustu daga en það er alltaf einhver kerling sem segir: The call can not be completed, please try again later.... svo annað hvort hefur gleymst að skella á hjá þér eða þú ert alltaf í símanum... ;-) Ps. krúttlegar myndir af strákunum mínum, greyið Eyþór Atli að vera svona lasinn einmitt þessa helgi :-( Við snökkum saman fljótlega dúllan mín, knús og kossar frá Studstrup

Eydís Hauksdóttir, 8.10.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband