Yndisleg Íslandsferð

Jæja þá er haustfríið á enda og við komin heim aftur. Við áttum frábært frí á Íslandi, með fullt af heimboðum og yndislegum stundum með góðum vinum og ættingjum..

Fengum frábært flug sem við öll nýttum aðeins í svefn, Ævar vaknaði augnablik eftir 2 tíma í loftinu, reisti sig upp og spurði,, er ég  búinn að sofa eitthvað á íslenskum tíma,, svo svaf hann þar til við vorum lent..Sleeping

Þegar við lentum á Íslandi seint á fimmtudagskvöldi tók á móti okkur alveg ekta íslenskt veður, semsagt hávaðarok og rigning. Við keyrðum beint til góðu vina okkar Unnar Huld minnar og Þórðar, þar fengum við svo hlýjar og góðar móttökur, búið að skreyta fallega diska og heitur matur á borðum....þau eru alveg ótrúlega yndisleg,,takk fyrir okkur kæru vinir Kissing Svo eftir góðan morgunmat og smá spjall keyrðum við af stað til Akureyrar.

Byrjuðum á langþráðum endurfundum með Sigurrós Yrju smástund og svo í Þórunnarstrætið þar sem er alltaf jafnyndislegt og gott að koma. Eyddum föstudagskvöldi og laugardegi í Þórunnarstrætinu, Ommi kom með litlu dúllurnar sínar Aþenu og Elenu, Björk kom svo og heilsaði uppá okkur seinna um daginn....

Á laugardagskvöld fórum við svo öll í matarboð til Guðnýar minnar og Arnórs, Báru Sifjar og Jóels Freys og skoðuðum nýja fallega heimilið þeirra, Guffi, Hafrún, Hildur Þóra og Karles voru líka boðin og áttum með þeim öllum yndislegt kvöld Kissing

Sunnudeginum eyddum við svo í bústaðnum með tengdó, Omma, Björk og börnum. Þar grillaði Ommi ofan í allt fólkið og tókst það vel eins og alltaf, enda vanur maður á grillinu...

Svo leið vikan bara alltof fljótt, við fórum í mat til Helgu, Helga og Hildu þar sem Helgi meistarakokkur stóð í stórræðum með Ala Helgi nautasteik og tilbehør bara gott....Wink

Steina og Sveinbjörn buðu okkur í hangikjöt með tilheyrandi svo maður fékk svona smá jólafíling, Eva, Jón Ævar og Embla Eir voru líka, sem var bara æðislegt að hitta og svo drifu Jón Ævar og Ásbjörn Ævar með sér á Vélsmiðjuna þar sem Bubbi Mortens var með dagskrá. Ævar svo alsæll með frændur sína Cool

Harpa og Páll Greifi buðu okkur líka í mat, Lax, Humar og meðlæti að hætti stórkokksins Páls, hann klikkaði ekki á því kallinn frekar enn fyrri daginn, bara snilld maturinn hans. Og gaman að því að æskuvinirnir Arnar Snær og Pétur smella bara alltaf þegar þeir hittast, alveg sama hvað langt líður á milli þá er eins og þeir hafi leikið síðast í gær Happy áttum með þeim notalegt kvöld með góðu spjalli og skemmtilegum gömlum sögum......

Tengdapabbi reddaði okkur svo 80 kökum af laufabrauði sem tengdamamma hjálpaði okkur svo að skera útí og steikja, Köru Mist til mikillar gleði, hún elskar að gera laufabrauð svo nú er bara bíða eftir jólunum Halo

Kíkti svo smá stund í kaffi til Öldu litlu frænku sem mér fannst voða gaman að hitta, Alda mín við heyrumst fljótt er það ekki Wink kíktum við hjá Helgu frænku og Nonna svona í mýflugumynd og það var eins með Gillu mína og Tinna en þar náðum við aðeins að hitta Robba, Karen og Almar Örn litla. Ágústu, Ægir og litla Kristinn Örn heimsóttum við í smá stund og fengum frábærar móttökur með nýbökuðu kryddbrauði og snúðum, eins og Ægir sagði er þetta svona á hverjum degi á því heimili, myndarleg húsmóðir hún Ágústa litla Joyful

Síðasta kvöldið vorum við svo hjá Omma og Björk með tengdó, Ommi galdraði fram einhverja þá bestu súpu sem ég hef smakkað og svo var að sjálfsögðu lambalæri sem Jonni gladdist mikið yfir að fá, var orðin vonlítill um að fá uppáhaldsmatinn sinn, en Ommi bróðir reddaði því með sóma...Wink 

Á laugardagsmorgninum fórum við svo í morgunmat til Heddu og Gumma, þar hittum við Örnu mína og Finn Bessa 1000 kossa kallinn minn. Þar stóðu þær mæðgur í skonsubakstri og svo var bakaríis hlaðborð með alskyns brauði sem við fáum bara á Íslandi, bara gott Kissing svo var tekinn smá kveðjuhringur sem var pínu erfiður, sérstaklega að kveðja Sigurrós mína, en við vonum bara að hún fari að koma til okkar Heart svo þegar búið var að kveðja var síðasti viðkomustaður ísbúðin Brynja þar sem allir fengu bragðaref og keyrðum svo sátt frá Akureyri eftir frábæra heimsókn....

Þegar við komum svo í borgina fórum við í matarboð til Hjartar bróður og Guðnýjar en þau höfum við ekki hitt alltof lengi svo það voru miklir fagnaðarfundir með þeim og áttum með þeim notalegt kvöld, síðan fórum við til Unnar minnar og Þórðar og gistum. Vöknuðum kl 4 og þá var Unnur mín búin að dekka borð og leggja litla fallega lesningu við hvern disk sem gjöf til okkar, ótrúlega yndisleg manneskja hún Unnur mín Heart Takk fyrir okkur.....

Semsagt ferðin var frábær, allir vildu allt fyrir okkur gera og við öll komin í yfirvigt eftir allann góða matinn, krakkarnir hittu vini sína og léku mikið með þeim, fóru í sund og ýmislegt fleira, Ævar  hitti gamla æskuvini þá Agga og Alexander og var mikið með Arnóri sínum, að ógleymdum 3 ökutímum sem Tinni frændi bauð uppá og allir dönsku vinirnir eru búnir að heyra um Whistling enda ansi fáir sem keyra um á jeppum í Danmörku...

Krakkarnir byrjuðu svo í skólanum á mánudeginum en við gömlu hjónin sváfum fram að hádegi, þreytt eftir langt en ógleymanlegt ferðalag...Elsku ættingjar og vinir, tusind tak fyrir okkur....

myndir úr ferðinni koma vonandi fljótlega...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ sæta og takk fyrir kíkkið og ráðleggingarnar ég þarf nú að fara að lifta upp tólinu og hryngja í þig ljúfan:) en flott hvað ferðin heppnaðist vel hjá ykkur:) risa knús til ykkar kveðja Alda frænka:) kiss kiss.

Alda (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Frábært að ferðin var svona góð hjá ykkur dúllan mín og allt gekk vel. Þið hafið náð að hitta ótrúlega marga á ekki lengri tíma. Við heyrumst fljótlega, bestu kveðjur frá Studstrup

Eydís Hauksdóttir, 27.10.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband