28.10.2007 | 13:13
Róleg helgi og klukkan breytist
Þetta er búin að vera ósköp róleg og nánast barnlaus helgi hjá okkur..Pétur og Kara Mist fóru til Gunnars og Michelle á föstudagskvöld eftir Vinnu hjá Gunnari og gistu þar. Hann fór með þau í keilu og svo var leigð mynd og keypt nammi svo þau áttu hygge kvöld með stóra bróðir og mágkonunni, þeir sem ekki vita , þá settu þau upp hringana meðan við vorum á Íslandi en semsagt dekurkvöld sem þau öll voru voða ánægð með og vilja endurtaka fljótlega....Ævar fór á skemmtistað fyrir unga fólkið hér í bænum og átti skemmtilegt kvöld með vinum sínum....en við gamla settið,, ekki vön að vera barnlaus ,, sátum heima yfir sjónvarpinu fram á nótt.....
Á laugardag fór Kara Mist til Idu vinkonu sinnar og er þar enn, en við fórum með Pétri á lokahóf í fótboltanum, það byrjaði kl 17 og var búið um 21.30, þetta var mjög skemmtilegt með borðhaldi, töfrabrögðum, verðlaunaafhendingu og happdrætti og fórum við heim með ekki minna en fjóra vinninga en við fengum æfingagalla frá Puma sem passar á Pétur, inneign á Star Pizza, Fótbolta ,spil og fleira í poka frá Ok. Svo eftir lokahófið fór Pétur heim með Viktori vini sínum og svaf þar svo við áttum enn eitt barnlaust kvöld....Ævar kom reyndar snemma heim en fór bara sofa þreyttur eftir föstudagskvöldið.....
Tíminn breyttist hjá okkur í nótt svo nú erum við bara 1 klst á undan ísl tímanum....
En nú er Pétur kominn heim, búin að læra en við Jonni þurfum eitthvað að kíkja í okkar bækur..
Annars er búið að vera ískalt hjá okkur, rétt hangir í 10 st og bara þónokkur vindur með, en hauslitirnir skarta sínu fegursta og við huggum okkur með kertaljós og ísl nammi á kvöldin, kveikjum upp í brenniofninum og bara njótum þess að vera saman
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ sæta en hvað þið hafið haft það kósí sem er bara frábært það er nauðsinlegt stundum að vera barnlaus:) en annars bara í kíkka og kvitta skvísa :) kveðja Alda Stuðbollti sem er að hugsa um að koma í baunalandið til ykkar hehe:) kiss kiss og risa knús til ykkar:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 13:32
Skemmtileg helgi hjá ykkur... sérstaklega börnunum, voða gott að slappa svolítið af líka. Ætla líka að hringja í ykkur til að fá uppskrift og bjóða ykkur í afmælisveislu á næsta sunnudag :-)
Eydís Hauksdóttir, 29.10.2007 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.