31.10.2007 | 19:14
Jólabakstur og blásvart hár
Já nú er ég bara byrjuð á jólabakstrinum dreif í því að baka Karolínumarengsinn og tvær Péturstertur í gær, setti á þær svo nú standa þær klárar í frystinum..en þessi dugnaður kemur svosem ekki til af góðu, ef ég ætla geta boðið uppá eitthvað heimabakað þessi jól verður allur bakstur að vera búinn 21. nóv.... 22.nóv fer ég svo í aðgerðina með olnbogann og öxlina, gott þegar það verður búið
En svo ég snúi mér nú að öðru þá var það í gær eftir baksturinn að Ævar kom heim rétt fyrir kvöldmatinn,, hafði skroppið heim með vini sínum eftir skóla,, í þessu skreppi náðu þeir félagar að lita á sér hárið alveg kolbika blásvart skelfilegt að sjá freknóttann strákinn með þennan háralit, lítur út eins og hann sé fárveikur greyjið, bað hann að gera þetta ekki aftur en hann hló bara að mömmu sinni.
Er að jafna mig á þessu og ætla reyna baka aftur á morgun ,,,vona að þetta tengist ekki bakstrinum þó ég sé löt við þetta,,, en ef þið eigið uppskriftir af góðum hrærðum ( get ekki hnoðað ) smákökum eða kökum þá endilega sendið mér þær í gestabókina....Takk
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ sæta hvað bara farin að baka hvaða dugnaður er þetta:) en gangi þér voða vel í aðgerðinni en jæja ég er búin að kaupa þessa Dönskubók sem þú sagðir mér frá þannig að nú er bara að reina að skilja eitthvað í henni hehe en það hlítur að koma eða það vona ég :):) kveðja úr kuldanum og snjónum Alda Frænka:) kiss kiss og risa knús til þín:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:10
Hahaha, sé krúttið hann Ævar frænda minn alveg fyrir mér með svart hár! Hilmar gerði þetta nefnilega líka þegar hann var unglingur.... og ég fæ hláturskast í hvert skipti sem ég sé myndir af honum frá þessu svarthærða tímabili... passar ekkert sérlega vel við freknurnar ;-)
Eydís Hauksdóttir, 1.11.2007 kl. 07:48
Já það var gaman að heyra viðbrögðin í gegnum símann þegar hann kom heim;) Þetta var svolítið fyndið. En það var gaman að heyra í þér á mánudaginn. Kveðja Eva og co
Eva Rut (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 17:53
Já Eva mín mér hefði örugglega líka þótt þetta broslegt hefði ég verið þín megin á línunni og hann venst alveg þokkalega...Eydís mín þú færð að öllum líkindum hláturskast á sunnudaginn því krúttið hann Ævar er að hugsa um að koma með í afmælið
Kolla (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 19:17
Hæhæ bara aðeins að kíkka og kvitta:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.