Matarboð og afmæli

Það er svosem ekki mikið að frétta, helgin róleg og við barnlaus á föstudagskvöld. Kara Mist og Pétur gistu hjá vinum sínum og komu svo heim seinnipart á laugardag.

Við vorum boðin í mat hjá vinum okkar Hans og Birgitte ( foreldrum Stine ) á laugardagskvöld og fengum voða flotta þrí réttaða máltíð, grískan forrétt sem ég veit ekkert hvað var en var mjög gott, nautasteik með tilheyrandi meðlæti í aðalrétt og svo var heimalöguð súkkulaðimús í eftirrétt, og með þessu var boðið uppá bjór og rauðvín sem smakkaðist aðeins of gott Sideways 

Á sunnudag keyrðum við svp í Stuðstrumpaland (studstrup ) í þrefalda afmælisveislu til Eyþórs Atla, Vals Snæs og Eydísar. Þar var boðið uppá hinar bestu kræsingar að vanda, Hilmar stórbakari sá um allan bakstur og klikkaði ekki á því frekar en vanalega, algjör snilli í bakstrinum Hilmar minn. Við komum svo heim um 6 leytið og slöppuðum bara af það sem eftir var af helginni Smile 

Í kvöld koma svo Gunnar og Michelle í mat til okkar, og meiningin er að plana smákökubakstur með þeim fram að aðgerð. Gunnar segir að það verði ekki jól ef hann fær ekki heimabakaðar loftkökur frá mömmu og Ævar er alveg sammála honum svo ég verð að standa mig í því, er það ekki....annars vorum við Unnur mín Huld vanar að baka saman smákökurnar fyrir jólin meðan við báðar bjuggum á Akureyrinni og áttum alveg yndislegar stundir saman langt fram á nætur... sakn sakn...

læt þetta duga núna, verð að þjóta, skólinn að byrja eftir 15 mín.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Ég þakka kærlega fyrir hrósið... fyrir Hilmars hönd, hahaha, ég er ekkert smá glöð að hann sé búinn að uppgötva þessa baksturshæfileika sína því ég hef ekki komið nálægt bakstri síðan. Ég fæ alveg vatn í munninn og tilhlökkunarfiðrildi í magann þegar ég les um jólabaksturinn þinn.... hlakka svvvvoooo til jólanna og það verður svo geggjað að undirbúa þau allan desember án þess að vera með ritgerðarhelv... hvílandi á mér (vonandi). Við höfum ekki bakað fyrir jólin í mörg ár þar sem ég er búin að vera í prófum og verkefnavinnu í skólanum síðustu fimm jól! Kominn tími til að breyta því og ég stefni á yndislega jólabaksturshelgi einhverntímann í desember með jólatónlist og det hele... strákarnir þurfa að fá að upplifa svoleiðis jólastemningu.

Ástarþakkir fyrir fallegar gjafir og komuna á sunnudaginn :-) Knús og kossar, Eydís

Eydís Hauksdóttir, 6.11.2007 kl. 14:16

2 identicon

Hæhæ skvís já það er alltaf gaman að fara í fín matarboð og fá gott að borða:) allavega fyrir þá sem borða allan mat hehe knús og kram Alda Frænka :) já og ég bíð eftir jólunum af því að þá er svo stutt þanagð til ég kem hehe:)

Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 20:24

3 identicon

Hæhæ bara aðeins að kíkka og auðvita kvitta hehe:) kv Alda Frænka...

Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband