9.11.2007 | 18:16
Jólabakstur, ársafmæli og lítil prinsessa
Jæja þá er jólabaksturinn langt kominn,,,Gunnar og Michelle komu í fyrradag og við Ævar, Kara Mist Pétur og Chris vinur Péturs bökuðum öll saman Piparkökur sem voru formaðar bæði með tilbúnum formum og útskornar af Ævari og Gunnari. Þetta tók alveg 5 tíma enda uppskriftin stór, svo nú á bara eftir að mála þær en það á að gerast á aðventunni
Í gær tókum við Ævar okkur svo til og bökuðum Loftkökur, sjaldan eða bara aldrei hafa þær verið svona jafnar og fínar.....já alveg ótrúlegt Unnur mín eins og við vorum búnar að föndra og dekra við þær
Svo eiga Gunnar minn og Michelle ársafmæli í dag ótrúlegt hvað tíminn líður...þau halda uppá daginn sinn, ætla út að borða og hafa huggulegt kvöld saman.
Svo verð ég bara að segja ykkur að hún Unnur mín Huld varð amma í dag, Leó minn og Pála eignuðust litla fallega prinsessu í morgun, 13 merkur og 51 cm. TIL HAMINGJU MEÐ LITLA LJÓSIÐ YKKAR..er búin að fá leyfi hjá ömmu Huld til að setja mynd af henni hér á síðuna um leið og ég fæ hana senda. Verð líka að segja ykkur að Ellen Huld nýbakaða föðursystir er 12 ára í dag svo hún fékk litlu prinsessuna í afmælisgjöf. Besta og stærsta afmælisgjöf sem hægt er að hugsa sér, sagði hún mér í símann í dag, til hamingju með daginn ykkar Ellen mín
læt þetta duga í bili, skrifa fljótlega aftur.....knús knús
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 10.11.2007 kl. 12:19 | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ frænka flott að bagsturinn hjá þér er að verða búinn:) og til mamingju með 1árs afmælið hjá guttanum þínum:) en jæja er annars bara að kíkka og kvitta...... ps: ég er ekki komin á leigulista hjá karlinum:( arrrgggggggg en jæja hafið það bara gott kveðja úr kuldanum og snjónum Burrrr Alda Frænka.
Alda (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:42
Alda mín hvað er í gangi ? af hverju er ekki búið að skrá ykkur ?Takk fyrir hamingjuóskirnar :) Hafið það gott í snjónum sólarkveðja frá Grenaa
Kolla (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 18:56
Það er greinilega svona mikið að gera hjá þeim gamla:(
Alda (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 19:04
Það er bara krúttlegt að þið séuð öll búin að vera að baka saman fjölskyldan... og áhangendur Ég hlakka alltaf meira og meira til jólanna við að lesa bloggið þitt. Knús og kossar frá Stuðstrumpunum
Eydís Hauksdóttir, 10.11.2007 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.