Sigurrós Yrja 25 ára :)

Whistling já nú eru liðin 25 ár frá því lítil prinsessa leit dagsins ljós, eftir mikið streð hjá mömmunni var ákveðið að ná litla þrjóskupúkanum út með töngum.....hafði það svo gott í hlýjunni hjá mömmu sinni EÐA vildi bara ráða ferðinni sjálf, enda lítill SPORÐDREKI mættur á svæðið Halo Já hún hefur alltaf verið afar ákveðin hún Sigurrrós mín, en yndislega hlý, blíð,auðmjúk og þakklát litla stelpan mín Heart ég hringdi í hana í morgun og vakti hana til að óska henni til hamingju með daginn og smá að stríða í leiðinni og að sjálfsögðu er hún búin að svara fyrir sig í gestabókinni dúllan litla,,,,átti ekki von á öðru....svo hringdum við öll í hana í kvöld og sungum afmælissöngin fyrir hana og hittum svo vel á að hún var í verslunarferð á Glerártorgi með tengdamömmu sinni,,ógleymanleg versunarferð það Shocking mér finnst nú samt alveg ótrúlegt að ég svona UNG eigi orðið 25 ára gamalt barn, en ótrúlega gaman samt...

Enn og aftur TIL HAMINGJU MEÐ 25 ÁRIN Yrjan okkar, við elskum þig endalaust mikið litla yndislega stelpan okkar og besta stóra systir í heimi Kissing

Skrifa meira á morgun og segi ykkur frá afrekum síðustu daga sem eru ekkert lítil Cool knúskveðja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Innilega til hamingju með hana Sigurrósu! Vá, bara orðin 25 ára... hvað er ég þá eiginlega orðin gömul... því ég man svo vel eftir sumrinu á Akureyri þegar ég passaði hana í nokkrar vikur... og hún var bara 2 ára þá :-)

Nú styttist aldeilis í aðgerðina þína elsku Kolla mín, endilega láttu mig vita ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig. Sponsin eru líka alltaf velkomin í helgarfrí til okkar ef þau vilja, þið látið okkur bara vita.

Hlakka til að heyra afreksfréttirnar í næsta bloggi ;-)

Knús og kossar frá Stuðstrumpalandi, þín Eydís

Eydís Hauksdóttir, 21.11.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband