Afrek og aðgerð

Jæja þá ætla ég aðeins að monta mig af börnunum mínum Tounge Pétur var að keppa í fótbolta um síðustu helgi þar sem þeir spiluðu 3 leiki og hann ( markmaðurinn ) var útispilari. Þeir unnu 1 leik gerðu 1 jafntefli og töpuðu einum en það sem ég ætla monta mig af er að liðið hans Péturs skoraði 6 mörk og þar af skoraði hann 4 mörk Cool 

Kara Mist var líka að keppa en í handbolta, hún náði ekki að skora en spilar orðið ansi vel, hefur tekið miklum framförum frá síðasta vetri og gefur ekkert eftir í vörninni og er dugleg að sækja líka, á eftir að verða góð en þarf að æfa gripið betur, enda handbolti og hnéhlífar efst á óskalistanum þessi jól Wink eða í afmælisgjöf....

Við vorum í foreldraviðtali í skólanum hjá bæði Pétri og Köru Mist í gær, þau fengu eintóma broskalla Smileog frábæra umsögn bæði tvö, meira að segja Pétur fékk góða umsögn í handavinnu hefur tekið miklum framförum ( hefur alltaf hatað handavinnu ) hann sagði við kennarann að hann hefði hugsað mikið um að ákveða að handavinna væri í lagi ,,þó hún væri bara fyrir stelpur,, og eftir það gengi sér betur....fékk nottlega mörg prik fyrir þessi ummæli Halo

Við borðuðum öll saman í gær, Gunnar og Michelle komu og við nutum þess bara að borða Tandori kjúkklingaréttinn sem okkur öllum þykir svo góður...Michelle gerði salatið meðan við vorum á foreldrafundunum, Gunnar og Ævar fóru svo á fótboltaæfingu meðan við tengdamæðgurnar og Jonni elduðum matinn, svo horfðu þeir á landsleikinn meðan við Michelle tókum smá rúnt og spjall sem var ósköp notalegt Happy 

Mér gékk ekki alveg nógu vel að sofna, leit síðast á klukkuna kl 03.30 og var vöknuð aftur um 05.30 ...einhver kvíði í gangi fyrir aðgerðina, var að vekja Ævar minn í skólann, ætla svo að skreppa og knúsa Gunnnar minn áður enn ég keyri af stað....á að vera komin á sjúkrahúsið í Árósum kl.10.45. mig langar að þakka ykkur öllum sem ég heyrði í gær, fyrir að óska mér góðs gengis, það virkilega yljaði og gaf mér mikið Kissing og svo voru nokkrir danskir vinir sem höfðu líka samband eða sendu kveðjur með krökkunum....bara yndislegt....en best að drífa sig af stað....knúskveðja Kolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku fjölskylda gangi ykkur allt í haginn og verið dugleg að dekra við húsmóðurina  þegar hún kemur heim, og Kolla mín gangi þér vel í aðgerðinni.
góðar kveðjur frá okkur öllum í Arnarsíðunni

Helga (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:45

2 identicon

Elsku Kolla mín vonandi gekk aðgerðin vel og láttu fólkið þitt dekra vel við þig. Gallinn minn kemur sér vel núna í frostinu og er ég mjög stolt að honum og segi öllum að Kolla frænka mín í Danmörku hafi gefið mér hann

Kærar kveðjur frá Emblu Eir jólastelpu og bestu frænku

Embla Eir og mamman (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:47

3 identicon

Hæhæ vonandi gekk aðgerðin vel hjá þér vinan og afskaðu kvitt leisið ég veiktist svo voðalega og var lögð inná sjúkrahús en var að koma heim og á að vera í rúminu um helgina og reina að ná kröftum aftur en bara kiss kiss og knús kveðja Alda Frænka:)

Alda (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:05

4 identicon

Okkur Leó, Pálu og óskýrðri prinsessuni langaði til þess að þakka ykkur fyrir gjöfina sem þið senduð okkur handa litlu prinsessuni. Hún verður sko flott í þessu og okkur vantaði einmitt svona jólakjól með húfu og sokkum :) Ætluðum að taka mynd af henni í því á jólakortin:) En þar sem að ég vissi ekki nr hjá ykkur og Leó og Unnur farin að sofa þá ákvað ég að henda smá kveðju hingað inn.. heyrum svo í ykkur seinna.
Takk fyrir okkur.
Kv Pála :)

Pála (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 00:11

5 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Ég vona að allt hafi gengið vel hjá þér elsku dúllan mín. Skilaðu til allra í fjölskyldunni þinni að þau EIGI að dekra við þig og sjá um heimilið frá A til Ö! Þú átt bara að láta þér batna. Knús og kossar frá okkur öllum í Stuðstrumpalandi, Eydís, Hilmar, Eyþór Atli og Valur Snær

Eydís Hauksdóttir, 25.11.2007 kl. 10:00

6 identicon

hæhæ

 Vonandi gekk allt vel með aðgerðina Takk kærlega fyrir kveðjuna í gær Vonandi líður þér betur og að þetta gangi vel

Ég vona að allir séu duglegir að hjálpast að með heimilið meðan gamla er að jafna sig

* Knús * og þúsund kossar*

 Kv. Arna Ýr, Finnur Bessi og Heiðar Kató

Arna Ýr (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband