Afslöppun heima :)

>
> Hann var í fríi og lá í landi
> að leysa af heima var enginn vandi,
> konan var að því komin að fæða
> og hvergi um húshjálp að ræða.
>
> En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin þó kannski sé stundum
> fyrir þau þörfin?
> Konan var heima og hafði engu að sinna nema hugsa um krakka, það er
> ekki vinna.
>
> Hún sagði: "Elskan þú þarft ekkert að gera,
> aðeins hjá börnunum heima að vera,
> ég er búin að öllu, þvo og þjóna,
> þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna.
>
> Matur er útbúinn allur í kistunni,
> það ætti að duga svona í fyrstunni,
> aðeins að líta eftir öngunum átta
> ylja upp matinn og láta þau hátta."
>
> Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
> og ná sér í ærlegan skemmtipésa.
> Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
> er vældi í krakka: "ég þarf að pissa."
>
> Vart þeirri athöfn var að ljúka
> er veinaði annar: "Ég þarf að kúka"
> Þarna var enginn einasti friður
> ef ætlaði hann að tylla sér niður.
>
> Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
> sem ei voru bjóðandi mönnum,
> þvílikt og annað eins aldrei í lífinu
> útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.
>
> Ölduna stíga í ósjó og brælum
> var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu,
> en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi
> skiljandi áflogaseggina veinandi!
>
> Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
> og engin friður í bók að líta,
> en hún sagði: "Elskan, þú þarft ekkert að gera
> aðeins hjá börnunum heima að vera."
>
> Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
> Kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
> seiddi í draumheimana angana átta
> en ekki var pabbi farinn að hátta.
>
> Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur
> yfir sig stressaður, svangur og þreyttur,
> og horfði yfir stofuna: "hamingjan sanna
> hér á að teljast bústaður manna.
>
> "Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
> í afleysingu slíkri sem þessari vera,
> þó væri í boði og á þvi væri raunin
> að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin."
>
> En þetta á konan kauplaust að vinna
> og kallað að hún hafi engu að sinna
> af daglangri reynslu hans virtist það vera
> að það væri stundum eitthvað að gera.
>
> Áfram með störfin ótt líður tíminn
> Æ" aldrei friður nú hringir síminn,
> halló, var sagt, það er sætt ég túlka,
> þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka.
>
> Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
> hvað sagði hún að krakkarnir væru orðnir tíu."
> Ég þarf að taka til öruggra varna,
> ég ákveð á stundinni að hætta að barna.*
>


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ elsku dúllan mín vonandi ertu eitthvað að skána eftir aðgerðina :) og takk fyrir alla hjálpina við að koma mér á leigulista í dk vonand fer eitthvað að ske í þeim málum en bara kiss kiss og risa knús Alda frænka

Alda (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 18:38

2 identicon

Sæl Kolla mín vonandi hefurðu það gott. Hér á bæ er nóg að gera er að fara í próf núna 7, 10 og 11. des og get ekki beðið eftir að klára þessa önn hún er búin að vera strembinn. Embla mín er líka orðin pínu þreytt á öllum þessum lærdómi í mömmu!!! En það styttist í það að við getum farið að dunda okkur við undirbúa jólin saman;) Annars er hún mjög upptekinn af jóladagatölum bæði súkkulaði, banka og sjónvarpsdagatölum og fer alveg heilmikill tími í þetta hjá dömunni. Svo bíður hún spennt eftir að fá að setja skóinn út í gluggann!

Vildi bara senda þér smá línu þar sem barnalandið verður í smá lamasessi fram yfir próftíð;)

Hafðu það gott Kolla mín

Kveðja frá Evu og co 

Eva Rut (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband