Allt að koma :)

Já nú er komin tími á smá færslu hér inni, en aðgerðin á hendinni gékk bara vel, en við fenum að vita eftir aðgerðina að þetta var ekki bara brotið og gat í liðbandinu heldur voru allar vöðvafestingar sinar og dót rifið frá líka, eins læknirinn sagði,,, öxlin var alveg laus,,, hékk bara saman á skinninu utanum,,,ekki undarlegt með verki og svefnlausar nætur síðastliðin 2ár....á að fara í tékk 4.jan ,,vonast eftir góðum fréttum þá þar sem verkirnir eru ekki alveg á því að yfirgefa mig og ég farin að taka eitthvað náttúrulegt svefnlyf sem svei mér þá er bara að virka Smile tók í 1.skipti í gærkveldi og svaf til 11 í morgun Sleeping en nóg um aðgerðina.....

Krakkarnir eru búin að vera voða dugleg að hjálpa til á heimilinu, gera bara allt sem þau eru beðin um með bros á vör, þetta eru soddan englar Halo en Ævar minn er búinn að finna það út að hann ætlar ekki að læra kokkinn,,illa ömurlega leiðinlegt,, hann sér nefnilega um matinn 2 kvöld í viku Grin Gunnar og Michelle koma svo í dag, hún ætlar að elda kvöldmat handa okkur sem okkur hlakkar mikið til að borða, orðin pínu þreytt á samlokum, súpum og jógúrti Whistling Jonni er nefnilega að fara í 6 tíma skriflegt próf í fyrramálið svo hann hefur verið í skólanum frammá kvöld síðustu vikur og krakkarnir að mestu séð um matinn Wink

Svo er meiningin hjá Jonna að skreyta um helgina, hann er búinn að setja smá upp úti en annars er allt annað eftir, svo það verður orðið fínt hjá okkur 10.des þegar Prinsessa Kara Mist verður 10 ára og Palli frændi Lóuson 55 ára, en henni finnst það mjög merkilegt og spyr alltaf mikið um hann í kringum afmælið Halo svo mikil dúlla...

Læt þetta duga núna, hafið það sem allra best....knúsi knús Kolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ kæra vinkona.   Gott að heyra að aðgerðin gekk vel.  Vonandi fer þetta nú að skána allt saman. Ég dáist að þér vegna þess að ég væri búin að missa vitið í þínum sporum    Hér eru allir farnir að hlakka til jólanna, við ætlum svona einu sinni að vera fyrir norðan hjá mömmu um jólin og það verður örugglega næs. 

Allir biðja að heilsa.

Erla

Erla (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 20:38

2 identicon

Hæhæ elsku dúllan mín það er gott að krakkarnir eru svona dugleg að hjálpa þér með húsverkin og já vonandi ferðu nú að skána í öxlini:) en annars bara kiss kiss og knús kv Alda litla jólabarn híhí 

Alda (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Úff, þetta er svo svakalegt með öxlina á þér að ég fæ sjálf verki í hvert sinn sem ég hugsa um þetta :-S Það er bara vonandi að þú fáir góðar fréttir í janúar og ástandið á þér fari að lagast dúllan mín. Skil vel að þú sért orðin þreytt á súpum og brauði og þess háttar og ég vona að Michelle hafi tekist vel upp í eldhúsinu í gær :-) Svo fer Jonni nú vonandi að komast í jólafrí líka svo hann geti tekið völdin í eldhúsinu. Svo eru bara þrír dagar í 10 ára afmælið og fjórir dagar í Stekkjastaur svo það er allt að gerast...

ps. Mamma og pabbi koma að morgni 22. desember og Eva og strákarnir á Þorláksmessukvöld svo það er allt komið á hreint í þeim málum. Við verðum svo að ræða saman um hitting þegar þau eru öll komin til okkar. Og þau eru búin að fá íbúðina sem ég sagði þér frá um daginn svo það verða stórflutningar í Reykjavík 15. desember.

Knús og klem frá Stuðstrumpalandi, þín Eydís

Eydís Hauksdóttir, 7.12.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband