Lúsía og jólatónleikar

Í gær byrjaði Kara Mist að syngja Lúsíu á heimili þroskaheftra hér í bænum, en hún er að syngja með skátunum og þau eiga eftir að syngja 3svar í viðbót á elliheimilum bæjarins..Þetta finnst henni alveg yndislegt, að fara í síðan fínan hvítan kjól með kertaljós í hendinni alveg eins í lítil englaprinsessa Halo bara svo falleg....

Í gærkveldi voru jólatónleikar í skólanum þar sem bæði Pétur og Kara Mist fóru á kostum....Pétur og 3 bekkjafélagar sungu ,,,,Stand by my,,,,og tókst ekkert smá vel, restin af strákunum í bekknum spiluðu svo undir á hin ýmsustu hljóðfæri. En það voru sérstaklega 2 strákar sem í sér létu heyra algjörlega ófeimnir með fullt af stjörnustælum eins og þeir hafi aldrei gert annað en að standa á sviði fyrir fullum sal, en þetta voru Pétur og Viktor vinur hans Cool algjörir töffarar...

Kara Mist og Katrine bekkjarsystir hennar sungu svo saman danskt jólalag, ekki nema 9 erindi sem heitir,,, Højt fra træets grønne top,,, þær sungu þetta í rappstíl, þetta var alveg frábært hjá þeim og þær báðar svo flottar og ófeimnar,,,,skil ekki hvað þau eru ófeimin systkynin eins og þau eiga feimna og hlédræga foreldra,,,, FootinMouth  þau buðu okkur, Gunnari og Michelle á tónleikana og stóri bróðir var ekkert lítið stoltur af litlu systkynum sínum og foreldrarnir ánægðir með krílin sín, en við komum ekki heim fyrr enn kl 10 í gærkveldi svo það voru þreyttir ungar sem voru vakin í morgun í skólan...held þau hafi verið hálfsofandi í skólabílnum í morgun...Ævar mátti ekkert vera að því að koma með, hann er búinn að vera heima hjá Nikolai vini sínum sem býr rétt fyrir utan Grenaa síðan á sunnudag..en kemur heim í dag Wink

Núna eru þau í barnabíói sem er einu sinni í mánuði og svo á Kara Mist að syngja Lúsíu í kvöld og aftur á morgun og svo á hún að vera mætt uppí skóla kl.18 á morgun í maraþon lestur og kemur ekki heim fyrr enn kl 8 á föstudagsmorgun, svo hún líklega sefur Sleeping  til sunnudags eftir þetta allt saman en svo er síðasti Lúsíusöngur á sunnudaginn....sem betur fer.......jólaknús Kolla

p.s

heimilisfangið okkar er

Rådmandsvej 3

8500 Grenå

Danmark

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Kara gangi þér vel að syngja og lesa. Þegar ég var 12 ára (minnir mig) þá söng ég Lúsíu fyrst með Karlakór Ak í Akureyrarkirkju og svo í skólanum. Það var ofsalega hátíðlegt og alveg frábært að hafa upplifað þetta. Ég væri svo mikið til í að komast á lúsíutónleika þetta er svo fallegt og hátíðlegt.

Ég bið að heilsa restinni af fjölskyldunni.

Jólakveðjur Eva Rut 

Eva Rut (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Vá, vá, vá, engar smá stjörnur sem þið eigið þarna í Grenaa. Og ekkert smá prógram í gangi alla vikuna, þetta mætti nú alveg vera oftar og jafnara ;-) Gangi ykkur vel að klára allt þetta út vikuna. Knús og kossar, Eydís og co.

Eydís Hauksdóttir, 13.12.2007 kl. 10:43

3 identicon

Vá frábært hjá krökkunum til hamingju með þetta vonadi gengur þetta svona vel hjá þeim út vikuna kiss kiss og kvús Alda frænka:)

Alda (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:56

4 identicon

Elsku Kolla frænka

Ég þakka kærlega fyrir pakkana sem þú sendir mér;) Ég er alveg himinlifandi með þetta allt saman og sit núna upp í rúminu hennar mömmu á nærfötunum með Bratz húfuna og Bratz vetlingana;) Nammið var náttúruleg frábært sérstaklega jólasveinanammið:) Það var alveg svakalega gaman að fá svona fyrirjólpakka þegar maður er orðinn svona spenntur. Mamma segir að hún ætli að setja myndir á síðuna mína eftir helgi;) Henni finnst svo leiðinlegt hvað þetta tekur langan tíma þannig að hún er pínu löt að sinna síðunni en þetta er alveg að koma;) Ég þarf svo að fara að hringja í þig fljótlega og segja takk fyrir;)  

Í dag er ég að fara í laufabrauð með báðum ömmunum mínum í dag svo það verður svaka stuð, kannski líka að sjá jólasveina niður í bæ;) Svo í kvöld ætla ég að gista hjá ömmu Írisi og þá tek ég skóinn bara með mér til hennar!  Þetta verður góður dagur hjá mér í dag.

Jólakveðjur frá Emblunni þinni 

Emblan þín (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 09:58

5 identicon

Hæ hæ

Frábært að þið séuð með svona heimasíðu því það er svo gaman að fá fréttir af ykkur.  Var að skoða myndirnar og börnin eru öll orðin svo STÓR!  Er búin að vera á leiðinni að hringja í ykkur síðan í sumar, það er bara búið að vera klikkað að gera en nú er ég komin í jólafrí og hef nægan tíma þannig ég ætla loksins að láta verða af því.  Það eina sem mig vantar er símanúmerið!  Kolla værir þú til í að senda mér það á ha070030@unak.is

kveðja

Auður

Auður Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:52

6 identicon

Sæl!

Fann þessa síðu og mátti til með að óska ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.

Jólakveðja.....Anna Lára

Anna Lára Akureyri (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 11:38

7 identicon

Jæja á ekkert að koma með nýtt blogg :) híhí

Alda (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband