Jól og áramót

Ætla byrja á að segja***  GLEÐILEGT NÝTT ÁR *** vonandi hafiði haft það jafngott og við hér á Rådmandsvej  yfir jól og áramót...

En þar sem langt er síðan síðasta færsla var skráð er af mörgu af taka svo nú verður bara stiklað á stóru...

13. des kom Sigurrós til okkar eftir ekki alveg átakalaust ferðalag, en þannig var að hún átti pantað flug alla leið til okkar, en vegna seinkunnar á flugi frá Íslandi missti hún af innanlandsfluginu hér svo við Jonni náðum í hana á Kastrup og vorum komin heim kl 3 um nóttina, en allt gékk þetta þó öll værum þreytt við heimkomu....krakkarnir vissu ekki af því að stóra systir væri á leiðinni en var nú farið að gruna ýmislegt þar sem okkur Jonna og Gunnari bar ekki alveg nógu vel saman um hvert við vorum að æða ( í heimsókn ) seint að kvöldi þegar Ævar var í vinnu og Gunnar kom til að passa Pétur...

Við eyddum svo dögunum fram að jólum í gjafakaup, spiluðum og borðuðum mikið íslenskt nammi og bara nutum þess að hafa öll börnin hjá okkur , Gunnar og Michelle voru mikið hjá okkur líka svo þetta var bara yndislegur tími InLove

Á aðfangadag undirbjuggum við svo kvöldið í sameiningu, ég, Jonni, Pétur og Kara Mist fórum svo í  fallega og hátíðlega Jólamessu kl 16.30 og vorum komin heim kl 17.30 og þá var klárað að matreiða jólamatinn..Hamborgarahrygg og kjúklingabrigur með öllu tilheyrandi,, bara gott,, svo eftir matinn var gengið frá og svo sungum við nokkur íslensk jólalög og dönsuðum kringum jólatréð að dönskum sið, sem okkur Köru Mist finnst alveg orðið ómissandi hluti af kvöldinu....Við fengum öll mikið af fallegum og góðum gjöfum sem ég vil þakka kærlega fyrir, fyrir hönd okkar allra Kissing

Svo þann 29. des komu Esther, Haukur, Eva, Eydís og Hilmar með strákana sína Viktor, Daníel, Eyþór Atla og Val Snæ til okkar bæði í kaffi og mat og áttum við með þeim góðar samverustundir langt fram á kvöld...Takk æðislega fyrir komuna Smile

Á Gamlársdag var Gunnar í mat hjá okkur en Michelle borðaði hjá mömmu sinni en svo sótti Gunnar hana og þau komu svo ásamt Ævari og Sten vini Ævars til að fagna nýju ári og skjóta upp með okkur. Svo spiluðum við Trivial frá kl hálftvö-fjögur, eftir að Gunnar, Michelle, Ævar og Steen voru farin....

4.jan fór ég svo í eftirlit útaf aðgerðinni sem kom alveg ágætlega út en annars á tíminn eftir að leiða í ljós hversu vel þetta gékk, við Sigurrós nýttum okkur ferðina til Árósa í útsölur og náði Sigurrós að fata sig flott upp fyrir heimferðina Cool en hún fór svo heim 6.jan Crying það var æðislegt að fá að hafa hana svona lengi og hún ofdekraði svo litlu systkyni sín að við erum enn að reyna vinna þau út úr öllu dekrinu....Pétur vandi hún á að hann fékk fótanudd öll kvöld fyrir svefninn svo nú GETUR hann  alls ekki sofnað nema fá nuddið sitt Whistling svo nú nuddar Jonni drenginn, sama hvernig á stendur, hvort það eru gestir eða eitthvað annað, hann bara GETUR ekki sofnað án þess....

Annars er allt að komast í sinn vanagang hér hjá okkur, Jonni að fara í síðustu prófin núna í vikunni, en er búinn að fá út úr 6 tíma skriflega prófinu síðan í byrjun des og fékk hvorki meira né minna en 7 samkvæmt nýju einkunna tölunum en það er ca 8-9 samkvæmt gamla kerfinu...ekkert smá flott hjá kalli....svo á föstudaginn verður stóri dagurinn, þegar hann fær út úr öllum hinum prófunum, svo við liggjum á bæn um að allt gangi vel hjá honum Halo

Ætla láta þetta duga núna, en er semsagt komin úr jólafríi með bloggið og fer að setja inn nýjar myndir frá des....

 knúskveðja Kolla

december  hópurinn okkar  SV401553

august  c_users_kolla_pictures_nov-_desember_februar.jpg  c_users_kolla_pictures_nov-_desember_marts_407992.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Svíafari vill bara óska gott 2008

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 13:06

2 identicon

Þetta eru alveg yndislegar myndir af krakkahópnum ykkar. Allir svo glaðir og sætir;) Nú fer að styttast í flutninga hjá okkur og komin er mikil spenna í mannskapinn;)

Kærar kveðjur frá fjölskyldunni í Tjarnó;)  

Eva Rut (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 18:52

3 identicon

Frábært að sjá hvað jólin og áramótin voru góð hjá ykkur, það sést líka vel á myndunum allir alltaf svo glaðir

takk fyrir hvað þið eruð dugleg að setja inn frétti svo maður geti fylgst aðeins með ykkur

kveðja Helga

Helga Eym. (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 15:00

4 identicon

Hæhæ skvís flottar myndir:) og flott að þið höfðuð það gott um jól og áramót ég heyrði nú í ykkur reglulega í síma um jólin híhí :) bið að heilsa sæta:)

Alda (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir frábært kaffi og matarboð, ég fæ ennþá vatn í munninn við tilhugsunina. Við erum byrjuð að plana matarboð fyrir ykkur í Stuðstrumpalandi fljótlega... látum ykkur við stað og stund þegar við erum búin að finna réttu uppskriftina ;-)

Knús og kossar

Eydís Hauksdóttir, 17.1.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband