18.1.2008 | 20:39
Prófin búin, eintóm gleði og hamingja :) Noregur, Þorrablót, Ísland !!!!! Austurríki, London !!!!
Jæja þá er frekar löng og erfið vika LOKSINS búin...Jonni búinn með öll prófin og náði öllu og gott betur síðasta prófið var í morgun og gékk vel eftir dálítið stress, minn vaknaður kl 03.30 í nótt til að lesa, en þetta er búið og í tilefni dagsins færði ég honum rauðar rósir og bauð honum út að borða...við fórum á ósköp notalegan veitingastað sem er á hotel Crone niður við höfnina, maturinn alveg frábær og við bara nutum þess að fara bara tvö í rólegheitum,,,,bara frábært,,,,eftir matinn komum við svo við hjá Gunnari og Michelle, hún var líka að klára sín próf í dag og gékk mjög vel líka. Jonni byrjar svo í praktik 28.jan í 10 vikur og skrifar svo lokaverkefnið eftir það og útskrifast svo seinnipartinn í júní, ekki komin dagsetning ennþá en nánar um það síðar....Við vorum að tala um það yfir matnum hvað þessi nærri 5 ár eru búin að vera ótrúlega fljót að líða, okkur fannst þegar að hann byrjaði að þetta myndi aldrei líða en svo er þetta bara verða búið og við nánast nýflutt í danska landið eða þannig í næstu viku ætlum við bara hafa það huggulegt og slappa af saman hér heima.....
Fimmtudaginn 24.-27.jan ætlum við Jonni, Pétur og Kara Mist að skreppa í heimsókn til Noregs og hlakkar okkur mikið til að hitta Hafdísi, Gunnar og Tómas. Ég var eitthvað að vafra á netinu eitt kvöldið og fann flug fyrir okkur öll á rétt um 15.000 kr ísl með Sterling svo við ákváðum bara að skella okkur, krakkarnir vonast eftir smá snjó svo þau geti komist á skíði en það verður gaman hvernig sem viðrar......
Ævar ætlar að vera heima, hefur engan tíma að ferðast með okkur lengur enda mikið að vinna með skólanum svo hann verður á Mcaranum meðan við erum í burtu,,,að vinna....Hann er svo að fara í 9 daga skíðaferð til Austurríkis 8.-17. feb og svo fer hann til London í 5 daga ferð í mars með skólanum svo við verðum öll eitthvað á ferðinni á næstu vikum
Í dag pöntuðum við okkur ferð til Íslands 6.-20. júlí og komum öll + einn vinur Ævars sem heitir Nikolaj svo við verðum átta á ferðinni,,, stórfjölskyldan,,, Gunnar hefur ekki komið til Akureyrar í 3 ár og Michelle að koma í 1.skipti svo okkur hlakkar mikið til og ætlum í túristaleik með þeim,,,,skreppa í Mývatnssveit og eitthvað meira, já og svo ætlum við á ættarmót 11.-13. júlí þar sem Bakkasellóar ( Bakkaselsættin ) ætlar skemmta sér og sínum ættleysingum ( þeim sem eru svo heppnir að hafa gifst eða komist inní okkar frábæru ætt ) alltaf gaman þar sem við komum saman...
Svo er búið að ákveða Þorrablót hjá okkur hér í Grenaa 2. febrúar, það hefur aldrei verið neitt logn í kringum okkur íslendingana í Grenaa þegar við hittumst, svo við reiknum með frábæru kvöldi í góðra vina hóp. Simmi er að skreppa á klakann og ætlar að versla þorramatinn, fæ bara vatn í muninn þegar ég hugsa um Hákarlinn mmmmmm....þetta verður frábært kvöld góður matur og mikið sungið semsagt frábærir tímar framundan
knúskveðja Kolla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá það er aldeilis brjálað að gera hjá ykkur á næstunni! Innilega til lukku með prófin elsku Jonni :-) Þú stendur þig eins og hetja. Það þýðir greinilega ekkert að bjóða ykkur í mat fyrr en einhvern tímann í febrúar... svona ef það kemur einhvern tímann dauður tími hjá ykkur ;-)
Góða ferð til Noregs og ég bið kærlega að heilsa Hafísi og co.
Knús og kossar, Eydís "litla" frænka
Eydís Hauksdóttir, 18.1.2008 kl. 21:19
Sæl öllsömul:)
Til lukku með prófin frændi:) Glæsilegt hjá þér. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar.
kv. Ágústa og Kristinn Örn jr.
Ágústa (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:07
Vá ég segi nú bara eins og Eydís brjálað að gera hjá ykkur á næstunni :)en til lukku Jonni með prófin
þetta er frábært en ég bið að heilsa í kotið ykkar kveðja Alda (litla) frænka
Alda (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 13:54
til lukku með prófin jonni flott hjá þér kv audur dagny i hafnarfirði
audur dagny (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 18:04
Blessuð. Til hamingju með prófin. Við kanski náum að hittast í sumar. Við verðum í bandi eins og sagt er. Kv Tumma
Margrét Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:11
hæhæ elsku kolla frænka
Takk kærlega fyrir pakkann frá þér ekkert smá flott föt alveg í mömmu stíl og gallin á sko eftir að koma að góðum notum í sumar en við vorum að sjá hvenær þið eigið bókað flug til Íslands og það er ekki alveg nógu gott þvi að við pöntuðum fyrir 3 vikum ferð til Tenerife 8-22 júlí Vonandi náum við að sjást eitthvað
en þúsund kossar og knús fyrir pakkann kv. þinn Heiðar Kató
Mamma biður þig að knúsa alla og kyssa frá sér, og auka kiss á bestustu bestu (Heyrumst fljótlega)
Arna Ýr og Heiðar Kató (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 23:53
Innilegar hamingjuóskir með próflokin elsku Jonni, vissum auðvitað að þú myndir klára þetta með stæl.
Hlökkum til að hitta ykkur öll í sumar, góðar kveðjur héðan úr snjónum
Helga
Helga Eym (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 15:02
Hæ elsku fjölskylda... Ég vissi að þetta væri ástæðulaust stress elsku pabbi minn og til hamingju með prófin.... En já... komst loksins í tölvu, er enn lasin en búin að vera með svo mikið samviskubit að ég varð að drífa mig í skólann og er þar núna... þetta er rugl... Ég sakna ykkar voða voða mikið og hlakka ægilega til að sjá ykkur næst... Knús í hús og litla kotið hans Gunnars... æðislegt að fá svona góðar fréttir af þér litli bróðir... Hringi fljótlega...
Elska ykkur öll alveg ægilega..... Ykkar Sigurrós Yrja....
Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:10
Hæ hæ Kolla og fjölskilda.
Til hamingju með prófin Jonni.
Það er gaman að geta fylgst með hvernig ættingjarnir hafa það.
Varð að kvitta hjá ykkur er bara ný byrjuð í bloggheimum Alda systir fékk sínu framgengt og ég gaf eftir hehe...
en annars er allt gott að frétta hjá okkur héðan úr Vestursíðuni.
Kveðja Helga Heimisdóttir og co.
Helga Heimisdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.