12.2.2008 | 10:21
Noregsferð og Þorrablót
Jæja þá loksins komst ég inná síðuna mína, eitthvað búið að vera í ólagi með tölvur hér á heimilinu og ég ekkert getað bloggað skrifaði helling í gærkveldi en gat svo ekki vistað það arrg
En við semsagt skruppum í lok jan til Noregs að heimsækja Hafdísi, Gunnar og Tómas....Fórum af stað frá Grenaa kl 2 um nóttina, Jonni og krakkarnir búin að sofa í nokkra tíma en ég var bara eitthvað að dunda og sofnaði ekkert. Svo þegar við komum til Kastrup var 1 tími í seinkun á fluginu og mín orðin ansi sybbin, svo krakkarnir fundu þessa fínu hægindastóla svo við lögðum okkur aðeins, ég sofnaði um leið en Jonni sem betur fer ekki, því þegar hann vakti mig vorum við á síðustu stundu út í vél...við fengum gott flug og Hafdís kom svo og sótti okkur út á völl, dreif okkur heim í smánæringu og Gunnar búinn að búa um rúm fyrir okkur svo við lögðum okkur þangað til Tómas vakti okkur um 4 leytið.....urðu miklir fagnaðarfundir hjá krökkunum og okkur að sjálfsögðu líka....um kvöldið vorum við bara heima og nutum endurfundanna, borðuðum yfir okkur af Taco og höfðum bara gaman.
Á föstudeginum fór svo K.M með T í skólan og fannst voða gaman að hitta alla vini hans og bekkjarfélaga, en P var heima í rólegheitunum með okkur. Svo um kvöldið fórum við á góðan Pizzastað og svo í Strömmenstorsenter á eftir og versluðum smá og fengum okkur ís áður en við keyrðum heim.
Svo á laugardeginum fóru Gunnar og Jonni með krakkalakkana í baðland rétt hjá Gardemoen flugvellinum og við Hafdís fengum kærkomna systrastund sem við eyddum í að kíkja inní framtíðina lögðum Tarotspil og venjuleg spil og lásum rúnir.....voða skemmtilegir tímar framundan...svo kom nú liðið okkar heim eftir vel heppnaða sundferð og við kláruðum að elda Hamborgarahrygginn sem við komum með frá Danmörku, svo Hafdís mín fékk jólamatinn sinn í lok jan þau borðuðu nefnilega Lútufisk að norskum sið á aðfangadag, sem henni fannst bara engin jólamatur svo hún naut þess bara í botn að halda jól í jan svo var sunnudagurinn bara í rólegheitum, skoðuðum gömul myndbönd úr fyrri heimsóknum okkar til þeirra og þau eiga sko mikið meira af videómyndum af okkar börnum heldur enn við svo við pöntuðum kopi hjá Gunnari. En svo keyrðu Hafdís og Tómas okkur út á völl um 3 leytið og við vorum komin heim um 11 um kvöldið....semsagt ferðin róleg og góð....ástarþakkir fyrir okkur kæra familie
Svo var Þorrablótið hjá okkur 2. feb...það var frekar fámennt en góðmennt. Við Jonni, Silla og Simmi, Linda og Kjartan...maturinn frábær allavega það sem ég borðaði, ekkert súrt TAKK, en hákarlinn svakalega góður....svo eftir matinn spiluðum við actionary, skiptum í lið stelpur á móti strákum og að sjálfsögðu rúlluðum við strákunum upp en tókum svo annað spil sem við leyfðum þeim að vinna, þeir voru svo svekktir greyjin eftir fyrra spilið svo var dansað og sungið langt fram á nótt eins og sönnum íslendingum sæmir og mikið drukkið enda sannir Víkingar á ferð .......kvöldið eftir fórum við svo í afganga og buðum Idu vinkonu K.M með okkur og var hún látin smakka á öllu nema hákarlinn fékkst hún ekki til að smakka, en mikið var skrítinn og skondin á henni svipurinn þegar henni var sagt að hún hefði verið að borða Hrútspunga,,,bara fyndin,,,
en læt þetta duga núna enda orðið ansi langt, fer vonandi að geta sett inn myndir frá Norge og Blóti...
knúsi knús Kolla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ litla systir!
Loksins komst þér inn á Bloggið, tími til kominn!
Það var gaman að heyra að þið hafið skemmt ykkur svona vel á þorrablótinu ykkar.
Ég er nú alveg sammála henni Ídu, engan hákarl hér. Hef smakkað hann einu sinni og það var nóg.
Ég ætlaði ekki að getað andað, nei þetta var nóg í þetta eina skiptið!
Já og takk fyrir heimsóknina!
Það var svo gott að geta átt smá stund með þér einni. Yfirleitt er alltaf fólk heima hjá þér þegar við erum hjá þér!
Og svo var hamborgahryggurinn náttúrulega rosalega góður, mm. Enda vorum við með Ora grænar baunir og svo borðuðum við laufabrauðsafganga, ekki verst!
Það var nú gott að þú gast keypt fyrir okkur 2 bita í viðbót, þannig að nú höfum við 2 góðar máltíðir sem við getum hlakkað til að borða
Vonandi líður þér betur í handleggnum. Vertu nú dugleg að æfa þig, það er svo mikilvægt! Ég veit nú allt um það
Verð að hætta núna, ætla að fara að pakka enda bara 3 dagar til við förum. Við hlökkum svo til
Jæja gella mín. Bið að heilsa fólkinu þínu og vonandi gengur vel með Jonna í vinnunni sinni!
Kveðjur frá okkur!
Þín stóra systir í Noregi
Hafdís Gunnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 18:04
Sæl Kolla mín
Héðan er allt gott að frétta! Við erum flutt og erum svona í rólegheitum að koma okkur fyrir. Jón er búin að mála Emblu herbergi sem er bleikt og hvítt;) Svo er hann líka búinn að mála okkar herbergi. Núna er hann að byrja á ganginum og stofunni;) En við vorum bara að fá símann og adslið tengt í dag svo að ég hef ekki sett inn neinar myndir ennþá en vonandi kemur það fljótlega. En myndirnar af íbúðinni koma vonandi eftir 1 til 2 vikur, þegar hún verður orðinn þokkalega snyrtileg;)
Hlökkum til að sjá ykkur í sumar
Kveðja frá fjölsk. í snægilinu
Eva Rut (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:38
Gott að heyra að Noregsferðin gekk svona vel og þorrablótið ykkar líka. Svona á þetta að vera :-) Farðu vel með handlegginn á þér og reyndu að hlífa þér sem mest. Sjáumst vonandi á laugardaginn í útskrifsriftarveislu.... þ.e.a.s. ef allt gengur að óskum á morgun ;-)
Kram og klejner, Eydís
Eydís Hauksdóttir, 13.2.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.