17.2.2008 | 12:03
Vetrarfrí í flensu
Jæja þá er vetrarfríið búið og skólinn byrjar á morgun. Ég er búin að vera í flensu allt fríið og vikuna fyrir fríið líka og er enn veik missti af útskriftarveislunni hjá Eydísi minni sem ég var búin að hlakka svo til að koma í, en Jonni, Pétur og Kara Mist fóru svo ég verð bara að hitta hana seinna og gefa henni útskriftarknús Ævar kom heim í gær rjóður í kinnum og afar sæll eftir frábæra snjóbrettaferð til Austurríkis, frábært færi sagði hann og hægt að vera á bretti alla dagana
Við hin erum bara búin að vera heima, ég veik, Jonni að vinna og krakkarnir hafa ýmist gist hjá vinum sínum eða haft vini í gistingu svo þetta hefur bara verið rólegt og gott.
Jonni er mjög ánægður í praktikinni hjá De Danske Gærfabrikker sem er hér í Grenaa, er búinn að fá verkefni sem hann skrifar lokaritgerðina um ( eitthvað um einhverja rafmagnskapla og eitthvað sem ég skil ekki ) og finnst það mjög spennandi. Hann er að mæta í vinnu kl 6.45 og er kominn heim kl 3 á daginn, algjör lúxus frá því sem var, en þá var hann farinn að heiman kl 5.45 og kom heim í fyrsta lagi kl 18.30 og oft seinna. Svo er náttúrulega bara frábært að þurfa ekki lengur að eyða 3 tímum í lestinni eða rútu á hverjum degi...
en hafið það sem best, knúsi knús Kolla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ sæta þetta er alveg frábært :)
En farðu nú að láta þér batna dúllan mín :)
kveðja í kotið Alda frænka:)
Alda (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 18:59
Láttu þér batna Kolla mín;) Bið að heilsa öllum.
Kveðja úr Snægilinu
Eva Rut (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 19:47
Sæl ekskan
Mín bara lasin og búin að vera lasin í einhvern tíma ekki gott mál
farðu vel með þig og láttu þér batna elskan.
En þetta með Dönskuna var bara smá klúður í upphafi ég var sett í DAN 103 en ég hefði þurft að fara í DAN 193 svona til að átta mig á þessu öllu saman svona þegar maður hefur aldrei lært þetta blessaða tungumál og svo er maður með þessa lesblindu og þá er þetta pínu erfiðara fyrir vikið en maður reinir samt og ég er bara nokkuð stolt af sjálfri mér að hafa farið í skóla með þennan skelfilega grunn af námi ef grunn mætti kallast hehe.........en það er aldei að vita hvað maður gerir á næstu önn þá er aldrei að vita nema maður drífi sig og reini að læra þetta tungimál hehe......svona ef það kæmi nú til tals að flitja í Danaveldi.
Kossar og knús Helga frænka.
Helga H frænka (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:18
Hæ sæta jæja ég sé að það er verið að telja niður dagana þangað til að við komum hehe:)
og svo er maður komin inn sem bloggar hehe:)
knús knús dúllan mín hlakka ekkert smá til að hitta ykkur:)
kv Alda Besta skinn:)
Alda frænka (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 17:52
Já Alda mín, auðvitað er talið niður hlökkum mikið til að sjá ykkur, Ævar bauð fram svítuna sína fyrir ykkur .Og svo var ég eitthvað að fikta inná síðunni í dag, setja vorútlit á hana og fann loksins út hvernig á að setja inn tengla, ekkert smá "dugtig" en hér er 10 st hiti og fín veðurspá frammundan svo kannski verðið þið bara heppin með veður. Heyrumst um helgina......
Kolla (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:21
Fínt vorútlitið á síðunni þinni. Þú ert svaka dugleg. Vona að þér sé batnað og að við getum hist sem fyrst dúllan mín. Fannst svo hræðilega leiðinlegt að þú gast ekki komið í útskriftarteitið mitt. Ég verð bara að halda einkaútskrift fyrir þig ;-)
Knús og kossar, Eydís litla frænka
Eydís Hauksdóttir, 24.2.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.