Gestagangur :)

Jæja þá er ég loksins orðin frísk af þessari flensu, fyrsti útidagurinn í fyrradag Smile 

En nú eru Alda frænka og Borgar að koma til okkar á þriðjudaginn og ætla stoppa í 3 daga, þau eru að fara skoða Herragarðssetur eða Óðalsslot Wink sem heitir Katholm og svo líka venjuleg hús bara svona eins og við flest búum í Whistling, því planið þeirra er flytja hingað í apríl....það verður aldeilis ekkert lognið í kringum okkur þessa 3 daga því við ætlum að hafa mjög gaman og hlæja mikið LoL og kannski nær Eydís litla frænka að koma og hafa gaman með okkur líka..Vonandi...Alda mín veðurspáin lofar góðu þessa daga, kringum 10-12 st hiti og eitthvað gult sem skín í bland með ljósblossum á himni og pínu englatár með Halo Hlökkum mikið til að sjá ykkur !!!

Svo 12.mars koma Ommi og Björk til okkar í 8 daga heimsókn með Ívan Geir, Aþenu og litlu Elenu Soffíu. Okkur hlakkar mikið til að fá þau og við verðum að mestu í fríi frá vinnu og skóla dagana sem þau verða. Ævar ætlar að taka Pétur og Ívan Geir í gistingu inn til sín, Kara Mist er búin að panta Aþenu inn til sín í gistingu og Pétur lánar Omma, Björk og Elenu litlu sitt herbergi, Gitte vinkona okkar bauð svo fram kerruvagn og rúm fyrir litlu prinsessuna svo það ætti að fara vel um alla. Kara Mist er búin að útbúa dagatal sem sem hún krossar yfir einn dag á hverjum degi og telur niður til 12.mars Wink það verður örugglega ýmislegt skemmtilegt brallað með þeim þessa daga og svo vonumst við til að garðurinn verði orðinn nógu þurr til að við getum sett trampólínið upp áður enn þau koma Cool 

Ævar er svo að fara til London 1.mars í 6 daga með skólanum, núkominn frá Austurríki og aftur að skreppa í utanlandsferð Tounge en hann er duglegur að vinna á Mc`Donalds með skólanum og sér að mestu um þetta sjálfur þessi elska Happy

Helgin er búin að vera ósköp róleg hjá okkur, Gunnar og Michelle komu í mat í gærkveldi og Kara Mist fór kl 8 í morgun að spila einn leik í handbolta sem þær töpuðu Blush en annars höfum við bara verið heima og huggað okkur eins og danirnir segja....

Sé að það er búið að vera hellingur af heimsóknum inná síðuna en lítið um kvitterí, endilega verið dugleg að kvitta, það er gaman fyir okkur að sjá hverjir kíkja inn Smile 

knúsi knús Kolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Vá brjálaður gestagangur hjá ykkur á næstunni... og reyndar ekkert skrítið þar sem það er svo svakalega gott að koma til ykkar :-) Ef planið stendur sem við ræddum um daginn þá hlakka ég mikið til að koma á föstudagskvöldið og hitta ykkur frænkur og co. Getur verið að Valsarinn gisti hjá bekkjarbróður sínum þetta kvöld og þá komum við Eyþór Atli bara tvö.

Heyrumst fljótlega,

knús í krús, Eydís litla frænka (sem er að fara í 1. viðtal til Bauhaus á fimmtudaginn...)

Eydís Hauksdóttir, 26.2.2008 kl. 22:05

2 identicon

Hæhæ Kolla frænka

Ég vildi bara kvitta fyrir komuna, kíkkum mjög oft hér inn en mamma getur mjög sjaldan kvittað þar sem ég er í óþolinmóðari kantinum en ég er allur að hressast, er samt orðinn pínu frekur en mamma er að reyna breyta því

EN við erum loksins búin að fá tíma hjá Barnahjartalækninum og fengum tíma 12. mars sem er bara frábært fer líka í ofnæmispróf 10.mars þannig að það er nóg að gera hjá mér Mamma er rosa dugleg að fara í mömmuhittinga og reynir að fara flesta daga út að labba með mig í vagninum svo ég geti sussað

En jæja vildu bara rétt láta vita af okkur

jæja sendum á ykkur fullt af knúsum og kossum

Kv. Heiðar Kató litli prins og mammzlan

Arna Ýr (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 22:51

3 identicon

váá er alltaf að skoða síðuna ykkar, alltaf gaman að lesa um hvað þið eruð að gera;) sakna ykkar svo mikið :/ finnst nú frekar ósanngjarnt að þau koma á afmælisdeginum mínum og ekki ég:D.. neinei við erum búin að ræða þetta Kolla:D heyrumst sem fyrst;**

Helga Sigrún (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:07

4 identicon

Vildi bara að kvitta fyrir mig og bið bara að heilsa öllu liðinu;) Kossar og knús:* Kveðja frá Evu Rut

p.s. fer að setja inn myndir af íbúðinni á síðuna hennar Emblu en þarf samt að finna hleðslutækið fyrst því  að vélin er batterýslaus:/ 

Eva Rut (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:08

5 identicon

Sá að þið eruð með blogg, var að segja kvitta og segja Hæ :)

Hulda (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband