Fámennt í kotinu

Jæja þá er orðið frekar fátt í kotinu hjá okkur í bili....Crying

Alda og Borgar fóru eldsnemma á laugardag til Íslands eftir vel heppnaða ferð til okkar. Þau gengu frá húsaleigusamningi og ætla flytja í dönsku sæluna 1.apríl..fengu þennann fína búgarð leigðann, hálftíma keyrslu frá okkur..spurning hvernig búskap þau fara stunda, allavega er nóg af moldvörpum hjá þeim , spurning hvort hægt er að gera út á það haha Alda mín þú verður fín í því LoL en það fer semsagt að líða að því að við getum farið að halda Bakkaselló ættarmót hér, Eydís litla frænka býr í Stuðstrumpalandi ( Studstrup )ekki svo langt frá okkur og svo eru fleiri ættingjar í nágrenninu. En við höfðum það ósköp gott og gaman með Öldu og Borgari, svo komu Eydís og Eyþór Atli til okkar á föstudagskvöldið og svo kíkti Silla líka, þetta varð alveg frábært kvöld, pöntuðum okkur pizzur og svo eftir matinn kíktum við aðeins í glas ( ekki samt andaglas ) svo spjölluðum við og hlógum alveg heil ósköp langt fram á nótt...bara gaman hjá okkur...Takk fyrir komuna Alda mín og Borgar meiriháttar gaman að hafa ykkur Kissing

Á laugardaginn fór svo Ævar til London og kemur heim á fimmtudaginn. Pétur fór í fótboltaæfingabúðir og kom heim í dag voða ánægður með þetta, fannst mjög gaman. Kara Mist fór til Idu og gisti hjá henni svo við Jonni vorum bara tvö heima, það var ósköp notalegt og kósý hjá okkur...nauðsynlegt annað slagið InLove 

Kara Mist keppti svo einn leik í handbolta í morgun og skoraði eitt mark og fiskaði eitt víti, orðin rosa dugleg í handboltanum stelpan okkar Wink annars erum við bara búin að slappa af í dag, Gitte og Henning kíktu smástund með krakkana sína.......en jæja best að aðstoða Jonna í kakósúpugerðinni...

Nú eru bara 10 dagar í að Ommi, Björk og börn komi og allir farnir að telja niður í það Smile ætlum að setja trampolínið upp næstu helgi og svo er bara að liggja á bæn um gott veður....

hafið það sem best Joyful

MUNA AÐ KVITTA TAKK Smile

knúsi knús Kolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ elsku Kolla og jonni og takk fyrir okkur þetta var æðislegur tími sem við áttum saman hlakka ekkert smá til að koma aftur kiss kiss og risa knús til ykkar:)

heyrumst í kvöld

kveðja Alda og Borgar:)

Alda frænka (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 19:03

2 identicon

Frábært að heyra hvað öllum líður vel, ekki neinn smá flækingur á börnunum hjá ykkur

sjáumst hress og kát í júlí,

Helga Eym (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:29

3 identicon

það er naumast að það er alltaf mikið að gera hjá ykkur, kannski gott að þið fáið svona einkatíma fyrir ykkur  hehehe

Hulda (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:45

4 identicon

Hæ hæ Kolla og Jonni

Maður er sko búin að fá alla söguna beint í æð og maður heyrir ekki betur en þetta hafi verið eins og dans á rósum frá upphefi til enda sem er frábært að heira  kossar og knús á allt liðið frá mér og mínum.

Kveðja Helga Heimisd

Helga H frænka (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:34

5 identicon

Hæ hæ kæra fjölskylda,

Loksins er ég búin að skoða þessa líka fínu síðu ykkar, er búin að sitja við í klukkutíma við að lesa og skoða myndir á milli þess sem ég hef þurft að svara símanum og taka niður pantanir, en það er gaman að lesa um hvað allt gengur vel hjá ykkur.

Knús knús og kossar til ykkar allra

Kveðja Eva litla frænka

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:26

6 identicon

Hæ hó mín elskaða fjölskylda... Saknisaknisaknisakn bara...!!! Ég droppaði bara aðeins við á bókasfninu til að kvitta og setja innistæðu á símann... Elsku mamma mín... Endilega að hafa opinn huga fyrir myspaceinu... Mál málanna skilst mér...... En já, alltaf gaman að lesa bloggið ykkar og svona fylgjast með úr fjárlægð... Hvenær sé ég ykkur aftur næst...??? Ég var í félagsfræðiprófi í gær og held að það hafi gengið nokkuð vel... Þið fáið væntanlega frekari fréttir... Stór fundur framundan um páskana og bakstur og læti á plönunum... ægileg stemning og gleði... Er á hálfgerðri hraðferð... á leiðinni á fund... 

Kærleiksknús og krúsídúllur... 

Ljónshjarta og Þumallína biðja að heilsa...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:14

7 identicon

Kæra fjölskylda vildi bara kvitta fyrir mig;) Hafið það gott elskurnar kveðja úr Snægilinu;)

Eva Rut (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 22:01

8 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Ástarþakkir fyrir mig og Eyþór Atla, Kolla mín og Jonni. Alltaf svo gott og notalegt að koma til ykkar :-)

Ps. fann umslagið í póstkassanum mínum svo það er komið á öruggan stað ;-)

Eydís Hauksdóttir, 9.3.2008 kl. 21:09

9 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Sæl Kolla mín!

Ætla bara að kvitta fyrir mig. Ferðin gekk bara rosalega vel. Þú getur lesið allt það á blogginu mínu, er að skrifa um það núna!

Keyrði mömmu og Steinu systur okkar á flugvöllinn í morgun. Það var æðislegt að fá þær í heimsókn. Erum búnar að hlægja mikið!

Svo eru þær búnar að hjálpa mér með allt mögulegt inn á milli verslunarferðar. Hefði alveg viljað hafa þær lengur!

Og Tómas er búinn að ákveða það að frá einn til Íslands í sumar! Við sjáum nú hvernig málinn standa þá!

Hringi bráðlega í þig! Skilaðu kveðjum!

Knús frá stóru systur í Noregi

Hafdís Gunnarsdóttir, 11.3.2008 kl. 14:13

10 identicon

Hæ elskurnar takk kærlega fyrir matinn sem var æði, og kvöldið dasamlegt. Það er alltaf gott að koma til ykkar og vona ég svo sannarlega að ég komist í grill í sumar...

Sigrún Soffía (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:29

11 identicon

Hæ hæ

Ertu alveg hætt að svara póstinum þínum ? langt síðan ég sendi þég og fæ engin svör. líka búin að tala við Pétur á msn og byðja um skilaboð en ekkert gerist.

Ekki er svona mikið að gera að þú hafir ekki tíma til að svara litlu systur ?????????

Komin með 1 síðu enn rogrhonnun.barnaland.is já mín farin að hanna og sauma kíktu endilega og kvittaðu svo ég sjái hvort þú fylgist ekki með.

Og ekki væri verra að fá svar við póstinum

knús og kossar

Hedda.

Hedda. (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 19:31

12 identicon

Jæja mammsí... Á ekki að fara að blogga meira...??? Ég er alltaf að kíkja hérna og engar fréttir... Annars allt gott að frétta héðan... færð að vita meir þegar þú bloggar meir... Knús knús og knús.... ást ást og ást......

 Rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband