22.3.2008 | 13:16
Gestirnir farnir og 5. árstíðin komin ( vetur að vori )
Jæja þá er best að skrifa nokkrar línur , búin að vera í pásu vegna mikilla anna og gestagangs
Ommi og Björk eru búin að vera hjá okkur í 8 daga með börnin sín Ívan Geir, Aþenu og Elenu litlu Soffíu, og komu með fulla ferðatösku af íslenskum mat og sælgæti og páskaegg + öll páskaeggin frá Helgu ömmu og Pétri afa, ástarþakkir fyrir okkur
Þau fóru heim í fyrradag eftir alveg hreint frábæra heimsókn...Þau skruppu á fiskasafnið hér í Grenaa, svo fórum við öll saman 1 dag til Ebeltoft í Jump'N'Fun sem er leikjasalur með hoppupúðum, boltalöndum og ýmsu fleiru skemmtilegu afþreyjingardóti...Svo fórum við í gönguferðir, krakkarnir skruppu í bíó og svo þegar litlu títlurnar voru sofnaðar á kvöldin var setið á spjalli langt fram á kvöld og nætur, alveg yndislegur tími þessi vika, sem okkur öllum fannst líða alltof fljótt Bestu þakkir fyrir frábæra heimsókn kæra fjölskylda
Þann 15. mars fórum við í skírn hjá Peter litla , syni Gitte og Hennings vina okkar. Þetta var dálítið öðruvísi athöfn en við eigum að venjast frá Íslandi..Mér var sýndur þann heiður að vera beðin um að vera guðmóðir Peters, svo þegar að athöfninni kom fóru allir kirkjugestir saman uppað skírnarfontinum og Henning sem hélt á Peter undir skírninni jánkaði að minnsta kosti 5 sinnum hinum ýmsu spurningum varðandi trúna, fyrir barnsins hönd , eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Svo var þessi líka fína veisla þar sem setið var og borðað í 5 klukkutíma samfellt, þegar við vorum öll búin að borða á okkur mörg göt og við fórum að huga að heimferð varð fólkið alveg undrandi á þessum íslendingum og spurðu alveg gáttuð hvort við ætluðum ekki að borða með þeim skírnarsúpu en þar sem plássið var löngu búið og við gátum ekki meir afþökkuðum við súpuna...en það sem okkur fannst kannski undarlegast af þessu öllu var, að með öllum kræsingunum var boðið uppá bjór, rauðvín og hvítvín og skálað á milli fyrir barninu í Ga-Jol og Baileys. En veislan alveg frábær í alla staði, athöfnin falleg og dagurinn yndislegur
Nú er Kara Mist á Handboltamóti uppí norðvestur Jótlandi og kemur ekki heim fyrrenn á morgun, en hún fór þangað á skírdag, sama dag og Ommi og Björk fóru heim, svo það er enn og aftur orðið ansi fátt í litla kotinu okkar. Svo þegar við vöknuðum í morgun og samkvæmt dagatalinu vorið komið, var vetur konungur mættur með snjó og frost brrr en þetta er fyrsti snjórinn á þessum vetri og við farin að vona að vetur kall hefði gleymt okkur í ár en svo gott er það nú ekki, bara snjór og frost í kortunum frammí miðja viku brrr svo nú er komin 5. árstíðin eða ''vetur að vori''
Nú er farið að styttast í að Alda litla fænka og Borgar flytji með prinsana sína í danska landið litla til okkar, en þau eru búin að leigja sér búgarð ca hálftíma keyrslu frá okkur , rétt við bæ sem heitir Hornslet , en þau koma á afmælisdag Jonna míns þann 07. apríl svo það verður aldeilis líf og fjör á læk í sumar Eydís litla frænka býr svo rétt hjá Öldu svo það verður fullt af Bakkasellóum á svæðinu...eintóm gleði....
Hætti þessu bulli núna enda orðið ansi langt, hafið það sem allra best
GLEÐILEGA PÁSKA
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 23.3.2008 kl. 19:47 | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
1
Blessuð dúllan mín já það stittist í að við komum hlakka ekkert smá til að flitja í fína húsið mitt
en við erum að verða búin að tína í gáminn ekkert smá dugleg við höfum hinsvegar ekki fengið neina HJÁLP við þetta allt saman sem er frekar fúllt en það þýðir ekkert að grenja yfir því svona er þetta bara maður getur nú ekki verið inni alstaðar hehe
en eins og þú segir komum við í afmæli ekki amalegt það hehe kiss kiss og risa knús til ykkar bara 15 DAGAR
flott dagsettning sem við flitjum inn 08,04,08 bara flott hehe
Alda besta frænka (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:38
Gleðliega páska dúllurnar mínar, gott að þið áttuð góða og notalega páskaviku meðan við vorum á klakanum. Ég vona líka að þessi 5. árstíð flýti sér í burtu jafn flótt og hún kom. Núna viljum við bara fá sól og sumaryl til Danaveldis :-)
Knús og kossar frá litlu frænku
Eydís Hauksdóttir, 24.3.2008 kl. 11:49
Hæhæ Kolla frænka
ákváðum að kvitta þar sem þú ert LOKSINS búin að bloggar *smá skot* en við erum bara hress vorum að koma heim frá Illugastöðum við vorum þar um páskanna þú hefðir átt að vera þar, ég litla rassgatið fékk mjólkurkex og fékk að fara á snósleða og snóþotu helduru að marður verði lítil frekjudós jæja vildum bara kvitta fyrir innlitið...gaman að heyra hvað er búið að vera gaman hjá ykkur undanfarið með alla þessa gesti, kolla þú ættir bara að fara að opna gistihús
en knús á línuna og eXtra á gömluna
beztuztu beztu kveðjur úr draumalandinu
Heiðar Kató & mamma
Arna Ýr (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:09
Kíki hér inn reglulega, alltaf jafn gaman, takk fyrir allar upplýsingarnar sem þú sendir mér í gær
kveðjur til ykkar allra
kv. Helga
Helga Eym (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:15
Hæ litla systir!
Og takk fyrir allar kveðjurnar á bloggið mitt! Þú ert miklu sniðugari að skrifa miðað við mig. En svona er þetta nú, man svo lítið hvernig maður getur skrifað á íslensku. Geri það ekki svo oft. En kannski að þetta lagist svona smá saman, þegar ég fer að skrifa meir. Er alveg rosalega riðguð í þessu. Hér er full vetur, kalt og snjór, á víst að koma meir!!!
Erum að fara í bústað um helgina. Erum búin að bjóða með okkur tveimur fjölskyldum, verðum 6 fullorðin og 4 drengir. þetta verður fjör!
Á meðan liðið er á skíðum ætla ég að hafa það huggulegt. Lesa bók, borða nammi (hef nú ekki gott af því eftir að STEINA systir og mamma voru hér), þarf eiginlega að fara í AÐHALD (flott orð!). En er búin að ákveða að fresta því fram á mánudag!
Jæja reynið að slappa aðeins af áður en þið fáið næstu heimsókn, þó að það sé nú alltaf gaman að fá heimsókn!
Bið að heilsa kallinum og krakkagríslingunum ykkar (varð bara að skrifa þetta, er búin að sitja hér í fleiri mínútur og reyna að muna eitthvað flott orð. Ekkert vont meint, en þetta var það eina sem mér datt í hug!) ( Hefði náttúrulega getað skrifað bið að heilsa yndislega manninum þínum og englunum þínum! En það er eiginlega það sem ég meina!)
Úff! Þvílíkt rugl í mér. Besta að fara að sofa!
Farðu nú vel með þig!
Knús frá stóru systir í Noregi
Hafdís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:32
Hæhæ vildi bara minna þig á að það eru bara 9 DAGAR í mig hehe kiss kiss og knús
Alda besta frænka (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:21
Bara minna á að það eru 7 dagar í stórt knús:)
Alda besta frænka (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.