2.4.2008 | 10:19
mömmumont og leynigestur :)
Jæja þá eru páskarnir búnir og þó ótrúlegt sé erum við enn að borða páskaegg frá Íslandi
Ætla byrja á að monta mig af henni Sigurrós minni, en hún var í félagsfræðiprófi fyrir páskana og gékk alveg frábærlega vel. Fékk litla 9,1 ekki undur þó mamman sé montin Til hamingju með það dúllan mín Ég var svo sjálf í 4 tíma dönskuprófi í fyrradag og það kemur í ljós á mánudag hvort þið heyrið eitthvað meira um það Svo er ég að fara senda inn umsókn í verslunarskólann hér í Grenaa og ef ég kemst inn, byrja ég þar í ágúst...
Sjúkraþjálfarinn minn er búin að gefast upp á mér eða réttara sagt hendinni minni, hún er búin að hafa samband við lækninn minn sem gerði aðgerðina og biðja hann um að skoða mig fyrr, en ég á tíma síðast í maí, en hann neitar og segir bara að ég verði þá bara vera svona ef hún geti ekki fundið út úr að hjálpa mér. Svo nú er búin að senda umsókn um að ég fái að koma í heit nuddböð þar sem lamaðir og hreifihamlaðir fá þjálfun. Svo nú bíð ég eftir svari með það...en ég nenni ekki mikið að velta mér uppúr þessu og er búin að ákveða að vera Pollýanna þangað til endanleg niðurstaða kemur og þá er bara taka henni og takast á við það
Í fyrradag kom svo Guffinn okkar til okkar og ætlar að vera hjá okkur í viku. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á krökkunum þegar ég kom heim með Guffa, en ég náði í hann til Arhus, Kara Mist gaf honum risaknús og varð svo bara feimin og fór í tölvuna, Pétur kom inn og heilsaði, bakkaði svo frammí þvottahús og kallaði á mig og spurði hvað væri að ske af hverju Guffi væri kominn og hversu lengi hann ætlaði að vera. En svo fannst honum alveg frábært að hann væri hér en spurði samt af hverju hann væri einn á ferð, enginn Jóel eða Bára. Krakkarnir voru nýbúin að spyrja hvort ekki kæmu fleiri gestir á næstunni, því þeim fannst alveg frá frábært að fá Omma frænda með sína fjölskyldu til okkar. En við svöruðum neitandi og sögðum að engin kæmi sem við vissum um fyrir utan Öldu, Borgar og Patrek litla, en þau verða bara eina nótt þar sem þau eru að flytja hér í nágrennið. Nú er búið að bóka keilu á laugardaginn og svo ætlar Guffi með Jonna og Pétri að horfa á Pétur keppa í fótbolta á morgun og svo finnum við uppá einhverju meiru skemmtilegu meðan Guffi er hjá okkur...og svo á milli atriða fá krakkarnir Guffa með sér út á trmpolínið að hoppa ekki leiðinlegt það...
Já en svo á afmælisdag Jonna, koma Alda og Borgar með litla Patrek til okkar en þau fá svo gáminn daginn eftir og þá skreppum við til Hornslet og hjálpum þeim að tæma gáminn og koma sér fyrir..okkur hlakkar öll mikið til að fá þau í nágrennið og ætlum að eiga fullt af góðum sólskinsstundum með þeim í sumar
Hef alveg gleymt að segja ykkur að við erum búin að kaupa okkur nýjan bíl. Fengum okkur Mazda 6 sjálfskiptan, erum voða ánægð með hann fengum hann í byrjun mars. Algjör draumur.....
Já og svo fékk Gunnar loksins vinnu í síðustu viku hjá Uniscrap sem er brotajárnsfyrirtæki og er hér niður á höfn í Grenaa. Hann var ráðinn til reynslu í 3 mánuði, en svo þegar hann mætti í vinnu í morgun fékk hann mikið hrós og var boðinn fastráðning svo hann skrifaði undir samning í dag vinnutíminn 7-15 og 7-12 á föstudögum og svo getur hann unnið eftirvinnu nánast eins og hann vill.
Er búin að setja inn ný albúm, njótið vel
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe sæta hlakka til að hitta ykkur kiss kiss og risa knús eftir 5 daga
Alda besta frænka (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:23
Hæ Kolla mín!
Rosalega innilega var ég glöð að lesa þessar flottu fréttir bæði af Sigurrósu og Gunnari mínum!
Finnst þetta alveg æðislegt hjá þeim! Sigurrós er meiriháttar klár í hausnum sínum, ég hef alltaf sagt það, hún getur komist langt hér í lífinu ef hún vil!
Gunnar er rosalega duglegur að vinna og vonandi líkar honum vel þarna. Er bara búin að bíða eftir því að þetta mun ske! Vonandi gengur allt annars vel hjá honum!
Ég ætla að reyna að hringja í þig á morgun! Er að fara að sofa!
Dreymi þig vel litla systir!
Knús frá stóru systir Hafdísi í Noregi
Hafdís Gunnarsdóttir, 2.4.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.