***Ævar 18 ára ***

Ótrúlegt en satt, lillinn okkar orðin 18 ára ungur maður HeartInLove Til hamingju med daginn Kissing

Við vöktum hann í morgun með afmælissöng og nýbökuðum rúnstykkjum. Svo eftir morgunmatinn fóru Kara Mist og Pétur í skólann en við sátum með afmælisbarninu og skoðuðum gömul myndaalbúm frá því hann var lítill, ótrúlegt hvað tíminn líður...Honum fannst alveg frábært að skoða þessar gömlu myndir af sjálfum sér, Alexander, Aðalheiði, Arnóri, Hildu og Sigrúnu svo voru nokkrar mjög skemmtilegar af Gunnari og Ásbirni og sjálfsögðu fleirum...hann sagði við eina myndina af Sigurrós,, mamma af hverju er hún með svona stutt hár !!! og eitthvað fannst honum ég og systur mínar, allar, frekar ósmekklegar um hárið, sagði, þið eruð eins og með hjálma á hausnum W00t Pabbi hans var svo að rifja upp með honum hvað stutt er síðan, hann var borinn inn í sitt rúm, eftir að hafa fengið að sofna í mömmu og pabba holu InLove

En svo í dag eftir skóla fær hann nokkra góða gesti, ég bakaði Karólínu marengs handa honum í gærkveldi og svo ætlar pabbi hans að grilla kjúklingabringur og svínalundir með berniessósu og tilheyrandi í kvöld mmm besta sem sokkurinn okkar fær, Gunnar kemur og borðar með okkur og auðvitað unglingurinn okkar hann Nikolaj en Michelle kemst ekki því það er líka afmæli í hennar fjölskyldu. En við hlökkum til þess að eiga góðan dag með honum og í kvöld verða rifjaðir upp gamlir og góðir atburðir í lífi hans. 

Svo á auðvitað að skreppa á skemmtistað unga fólksins hér í bænum ( Buddy Holly ) enda orðinn 18 og MÁ vera þar inni.

Mér finnst alveg ótrúlega stutt síðan, þessi litli gullmoli kom í heiminn, svo lítill og pattaralegur og bræddi mömmuhjartað. Svo stutt síðan, ég var svo heppin, að eignast svona yndislegt og heilbrigt barn. Og nú er litla barnið mitt orðið fullorðið, svona næstum því, en ekki alveg SJÁLFRÁÐA  InLove 

 

mars-april 554  mars-april 555  mars-april 581  mars-april 578 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ til hamingju með gullmolann vonandi eigið þið góðan dag í dag með Ævari stóra hehe kveðja Alda besta frænka

Alda (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:56

2 identicon

JeDúdda... Lillinn orðinn stór... 18 ára karlmaður...!!! Ég skal sko segja ykkur.... Ég hringdi í litla bróðir áðan og söng fyrir hann afmælissönginn... Ótrúlegt hvað tíminn líður...!!! Góða skemmtun í kvöld með lillanum okkar elsku fjölskylda... Ég verð með ykkur í huga og hjarta...!!! 

Ást, knús, sakn og elsk....!!!!

Rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:46

3 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Til hamingju með daginn elsku Ævar okkar. Þú ert nú alveg ótrúlega flottur og nú líka orðinn sjálfráða... þó mamma haldi nú alltaf áfram að ráða öllu ;-)

Knús og kram í kotið ykkar frá öllum í Stuðstrumpalandi

Eydís Hauksdóttir, 27.4.2008 kl. 08:36

4 identicon

hæhæ

Elsku Ævar til hamingju með afmælið

Hafði ekki tök á óska þér til hamingju fyrr sökum sjúkrahúsdvalar, frændi þinn ætlar að taka þetta alveg beint í æð eins og mamma sín forðum

en vonandi áttiru góðan dag elskan og geggjað að nú megiru fara inná skemmtisaðina algjör töffari 

gvuð mér finnst þu og Arnór samt svo litlir!!!

en hlakka til að sjá ykkur í sumar

knús og kossar til þín og allra

Kv. Arna Ýr, Finnur Bessi og Heiðar Kató 

Arna Ýr (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:23

5 identicon

Hæ hæ elsku Kolla og co

Til hamingju með prinsinn og vonandi hafi þið átt góðann dag.

Það snjóaði í nótt hjá okkur og það er ekki nema 1 stk hiti hjá okkur og skíta veður hér á þessu klakarasgati  en svona er ísland í dag!!! og ekkert hægt að gera nemma að flitja á heitari stað T.D til Danmerkur hehe.......

Að sjálfsögðu lætur maður sig ekki vanta á svona stundum þegar svona flottur hópur kemur saman.maður er alltaf til í gaum og glenns   

Kveðja af klakanum

Helga H frænka (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband