Brenndar bringur, próf og útskrift *********

Nú hafa veðurguðirnir verið svo örlátir við okkur undanfarið með sól og hita, að við liggjum eins og klessur á veröndinni góðu og steikjum okkur svona á milli þess sem við kíkjum í skólabækur og skrifum Cool Brunnum hressilega á bringum og nebbum um helgina,, maður kann sér ekki hóf,, en erum öll orðin vel útitekin, brún og sælleg núna og Æbbinn orðin svo freknóttur og sætur alls staðar sem sólargeislarnir ná honum Blush Kortin lofa okkur svona veðri áfram svo langt sem spáin nær, æðislegt ef það rætist.

Ég er á fullu að undirbúa mig fyrir prófin sem verða núna í maí og júní, ég er búin að fá svar frá Verslunarskólanum um að ég er komin inn svo framarlega sem verður næg þáttaka, ég sótti nefnilega um í eldri deildinni þó ég sé svona ung Tounge en vonandi gengur það allt saman.

Jonni er á fullu að vinna lokaverkefnið sitt, hann á að verja 24. eða 25. júní og svo er útskriftin 27. júní. Við ætlum að halda uppá þetta með góðri veislu hérna heima, fer svona eftir veðri hvort það verður grillveisla í garðinum eða hvort við verðum innandyra. Allavega verður veisla hvernig sem viðrar og að sjálfsögðu ættingjar og vinir nær og fjær velkomnir að halda uppá þessi merku tímamót með okkur. LOKSINS !! 5 ÁRA ERFIÐISVINNU AÐ VERÐA LOKIРHappy 

Jonni farinn að þreyfa fyrir sér með vinnu og fer líklega í eitt atvinnu viðtal núna í vikunni eða næstu viku. Svo er búið að hafa samband við hann frá Íslandi með vinnu þar, enn enn enn sjáum til. Ekki fluttningshugleiðingar í gangi núna Wink 

Annars erum við búin að hafa 4 daga helgi, því danirnir hafa það þannig að ef það er frídagur á fimmtudegi þá er frí í skólum og mörgum vinnustöðum á föstudeginum, alltaf að, hygge , sig þessar elskur. Og svo er auðvitað 3ja daga frí næstu helgi líka og við að spá í að skreppa kannski í Djurs-Sommerland, Pétur er búin að prufukeyra nýja rússibanan þar og þótti bara ÆÐI en þau hin eiga þetta eftir, ég fer ekki uppí svona tæki takk. Svo á að vera grillveisla hjá okkur um helgina, held við verðum 9 stk að fagna sumrinu saman Halo skrifa fréttir af því síðar.....  

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er aldeilis gaman hjá ykkur, ég verð bara að koma út held ég hehe

Hulda (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:27

2 identicon

Hæ sæta ég læt sjá mig á laugardaginn:)

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 12:14

3 identicon

Jæja það er gerinilega nó að gera hjá ykkur og GOTT verður það er annað en hér á klakanum í þessum töluðu orðum snjóar bara hjá okkur  en svona er Ísland í dag en passið ykkur á sólinni hehehe  .

Kveðja Helga og co.

Helga H frænka (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:35

4 identicon

Hæ öll.  Alltaf gaman að fylgjast með með ykkur öllum og ykkar lífi í DK.  Takk fyrir sendinguna til Kristófers á fermingardaginn :-)  Hlökkum til að sjá ykkur í sumar.

Erla og familien.

Erla (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Þetta er ekkert smá klikkað veður hérna í baunalandi þessa dagana, úff hvað maður er orðinn brunninn og við erum með viftuna á fullu núna til að kæla okkur niður. Vonandi skemmtuð þið ykkur vel í Djurs Sommerland í gær og í grillveislunni.

Knús og kram úr Stuðstrumpalandi :-)

Eydís Hauksdóttir, 11.5.2008 kl. 21:46

6 identicon

hæ elskurnar mínar:D ég er svo að bíða eftir að þið komið :D get ekki beðið :O ég er held ég í vikufríi í vinnunni á sama tíma og þið verðið hér, en annars bara bið ég að heilsa ykkur sæta fjölskylda;**

- Helga Sigrún;* 

Helga Sigrún (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 19:08

7 identicon

þad er óhætt ad segja ad vedrid sé búid ad leika vid okkur hérna :) sjáumst kanski um helgina knús knús

silla (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 10:09

8 identicon

farðu nú að blogga Kolla mín;D kem hérna á hverjum degi og ekkert blogg;/ er að bíða:)

kv. helga frænka:)

Helga Sigrún;* (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:23

9 identicon

Aloha yndislega fjölskylda... JeDúdda... Þetta er engin veðrátta hjá ykkur... þið verðið að passa að brenna ekki undan ykkur botninn... Ég er sem sagt stödd í borginni og svona hið ýmsasta á dagskrá... Búið að vera æðislegt að hitta vini sem ég hef ekki séð í óratíma og solleis...  Og ég er búin að fá út úr einu prófi... Fékk 9 í stærðfræði (af öllu)... Ég vændi kennarann minn að sjálfsögðu um lygar en hann sór þetta enga vitleysu svo að ég er bara montin... Það er reyndar komin nótt og ég er að fara að sofa bara... Ég sakna ykkar alveg óhemju mikið og stundu koma meiraðsegja tár... Það eru 47 dagar í ykkur og ég hlakka óhemju mikið til að fá að knúsa ykkur öll og eyða tíma með ykkur...!!!! 

Ást, knús og kærleikur...

Rósin ykkar....

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband