Dong Energi.....Berlín

Já gott fólk...þá er loksins atvinnuleitinni hjá Jonna lokið Wizard Wizard Wizard og við auðvitað alveg í skýunum með það....enn hann er búinn að sækja um yfir 60 störf síðan í sumar og við farinn að verða pínu áhyggjufull með þetta allt saman...Svo kom kippur í atvinnuleitina og hann var boðaður í nokkur viðtöl, og var á miðvikudaginn í viðtali hjá Dong Energi á Sjálandi...átti svo að fá svar þaðan í lok næstu viku. En svo morguninn eftir hringdu þeir og buðu honum vinnu og hann mætti byrja á mánudag Smile Svo besta jólagjöfin í ár er komin í hús hjá okkur Grin 

1939

Dong Energi er orkuver svipað og Landsvirkjun á Íslandi....sem sér Sjálandsbúum fyrir rafmagni og er með einhverjar 70 vindmyllur á hafi úti...Jonni kemur til með að vera í burtu frá 3 og uppí 8 daga í einu en svo eru frá 3 til 8 daga frí á milli og helgarfrí aðra hverja helgi...okkur líst öllum voða vel á þetta og hann mjög spenntur að byrja Wink

En svo ég segi ykkur aðeins frá öðru að þá var Berlínarferðin okkar alveg frábær !!! full af rómantík InLove og yndislegum upplifunum í Austur- Berlín. Að labba meðfram múrnum og horfa yfir borgina frá þaki Kaþólsku Dómkirkjunnar er alveg meiriháttar upplifun. Fallegasta kirkja sem við höfum komið inn í. Allar fallegu byggingarnar sem verið er að endurbyggja eftir seinni heimstyrjöldina, duttum óvart inná mjög skemmtilegt vaxmyndasafn í Austur Berlín þegar við vorum að rölta þarna um....Ótrúleg saga þessarar fallegu borgar og alveg á hreinu að þangað ætlum við aftur Smile 

2078  2077  1978  1977   2011  2014  2015  2022

Annars er allt gott að frétta af okkur öllum hér...Ævar hætti í Menntaskólanum um miðjan nóv, var ekki alveg að finna sig þar, svo hann byrjaði í Verknámsskóla daginn eftir og er mjög ánægður. Hann er þar á trésmíðaverkstæðinu og svo fékk hann vinnu við að þrífa banka 2 tíma á dag eftir skóla og er bara alsæll með lífið Cool hjá Pétri og Köru mist gengur allt vel og þau mjög dugleg í skólanum, fótbolta og handbolta....

Ég er búin að vera heima þessa viku með vírus í hálsinum segja doksarnir, ekki mjög heppilegt rétt fyrir prófin en lítið við því að gera...er ekkert farin að baka eða gera neitt fyrir jólin, fyrir utan jólagjafakaup...dembi mér í baksturinn meðan Jonni verður á sjálandinu í næstu viku Whistling

Já,, og svo auðvitað til hamingju með 27 ára afmælið Hafdís mín Kissing stóra systir í Norge er afmælisbarn dagsins í dag Smile eldist samt ekki neitt þessi elska......

Og nú eru bara 13 dagar í að Sigurrósin okkar komi í 2 vikna heimsókn Wizard erum löngu farin að telja niður og hlökkum öll svo til komu hennar InLove

Kveð að sinni í sæluástandi....fer alveg að gefa mér tíma í að setja inn ný albúm Halo 

Muna kvitta takk Happy

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Langar bara að segja enn og aftur; innlega til lukku með starfið Jonni, þetta er ekkert smá frábært. Kannast sko alveg við léttirinn að fá loksins starf eftir 60 umsóknir... been there, done that  Vona að þú farir nú að hressast almennilega af þessum vírus Kolla mín, það gengur nú ekki fyrir svona jólastelpu eins og þig að missa af jólaundirbúningnum.

Hlakka til að sjá ykkur í afmælinu hjá Patta á morgun

Knús, Eydís

Eydís Hauksdóttir, 6.12.2008 kl. 10:02

2 identicon

Hæhæ þetta eru frábærar fréttir til lukku með vinnuna Jonni :)

og þetta eru ekkert sá flottar myndir :)

en sjáumst á morgun í sveitinni fögru :)

kveðja Alda besta frænka :)

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:56

3 identicon

hæ hæ mamma mín 2 og fjölskylda!
frábærar fréttir með vinnuna jonni :)
ohh ekki laust við að ég öfundi ykkur svolítið með berlíarferðina ykkar :) hlýtur að hafa verið frábær ferð :)
en annars sendi ég bara fullt af kossum og knúsi til ykkar
kv Hildur þóra
p.s karles er farinn að blogga, voða duglegur 
bloggið hans er karles.bloggar.is

Hildur (guðný) Þóra (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:21

4 identicon

Hæ elskurnar mínar:) til hamingju Jonni minn, alveg frábært:) finnst samt svo leiðinlegt að þið verðið ekki í jólaboðum hjá ömmu og svoleiðis um jólin:S það var alltaf svo gaman heh:) en vonandi sjáumst við bara sem fyrst, bið að heilsa öllum:D .. sakna ykkur svoo;**(L)

Helga Sigrún Ómarsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 09:34

5 identicon

Hæ hæ! Til hamingju með vinnuna Jonni,gaman að heyra að allt gangi vél.

Kolla

Helga Soley (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:19

6 identicon

Kolla gangi þér vél í prófonum,kveðja til allra Helga.

Helga Soley (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband