27.10.2007 | 13:09
Yndisleg Íslandsferð
Jæja þá er haustfríið á enda og við komin heim aftur. Við áttum frábært frí á Íslandi, með fullt af heimboðum og yndislegum stundum með góðum vinum og ættingjum..
Fengum frábært flug sem við öll nýttum aðeins í svefn, Ævar vaknaði augnablik eftir 2 tíma í loftinu, reisti sig upp og spurði,, er ég búinn að sofa eitthvað á íslenskum tíma,, svo svaf hann þar til við vorum lent..
Þegar við lentum á Íslandi seint á fimmtudagskvöldi tók á móti okkur alveg ekta íslenskt veður, semsagt hávaðarok og rigning. Við keyrðum beint til góðu vina okkar Unnar Huld minnar og Þórðar, þar fengum við svo hlýjar og góðar móttökur, búið að skreyta fallega diska og heitur matur á borðum....þau eru alveg ótrúlega yndisleg,,takk fyrir okkur kæru vinir Svo eftir góðan morgunmat og smá spjall keyrðum við af stað til Akureyrar.
Byrjuðum á langþráðum endurfundum með Sigurrós Yrju smástund og svo í Þórunnarstrætið þar sem er alltaf jafnyndislegt og gott að koma. Eyddum föstudagskvöldi og laugardegi í Þórunnarstrætinu, Ommi kom með litlu dúllurnar sínar Aþenu og Elenu, Björk kom svo og heilsaði uppá okkur seinna um daginn....
Á laugardagskvöld fórum við svo öll í matarboð til Guðnýar minnar og Arnórs, Báru Sifjar og Jóels Freys og skoðuðum nýja fallega heimilið þeirra, Guffi, Hafrún, Hildur Þóra og Karles voru líka boðin og áttum með þeim öllum yndislegt kvöld
Sunnudeginum eyddum við svo í bústaðnum með tengdó, Omma, Björk og börnum. Þar grillaði Ommi ofan í allt fólkið og tókst það vel eins og alltaf, enda vanur maður á grillinu...
Svo leið vikan bara alltof fljótt, við fórum í mat til Helgu, Helga og Hildu þar sem Helgi meistarakokkur stóð í stórræðum með Ala Helgi nautasteik og tilbehør bara gott....
Steina og Sveinbjörn buðu okkur í hangikjöt með tilheyrandi svo maður fékk svona smá jólafíling, Eva, Jón Ævar og Embla Eir voru líka, sem var bara æðislegt að hitta og svo drifu Jón Ævar og Ásbjörn Ævar með sér á Vélsmiðjuna þar sem Bubbi Mortens var með dagskrá. Ævar svo alsæll með frændur sína
Harpa og Páll Greifi buðu okkur líka í mat, Lax, Humar og meðlæti að hætti stórkokksins Páls, hann klikkaði ekki á því kallinn frekar enn fyrri daginn, bara snilld maturinn hans. Og gaman að því að æskuvinirnir Arnar Snær og Pétur smella bara alltaf þegar þeir hittast, alveg sama hvað langt líður á milli þá er eins og þeir hafi leikið síðast í gær áttum með þeim notalegt kvöld með góðu spjalli og skemmtilegum gömlum sögum......
Tengdapabbi reddaði okkur svo 80 kökum af laufabrauði sem tengdamamma hjálpaði okkur svo að skera útí og steikja, Köru Mist til mikillar gleði, hún elskar að gera laufabrauð svo nú er bara bíða eftir jólunum
Kíkti svo smá stund í kaffi til Öldu litlu frænku sem mér fannst voða gaman að hitta, Alda mín við heyrumst fljótt er það ekki kíktum við hjá Helgu frænku og Nonna svona í mýflugumynd og það var eins með Gillu mína og Tinna en þar náðum við aðeins að hitta Robba, Karen og Almar Örn litla. Ágústu, Ægir og litla Kristinn Örn heimsóttum við í smá stund og fengum frábærar móttökur með nýbökuðu kryddbrauði og snúðum, eins og Ægir sagði er þetta svona á hverjum degi á því heimili, myndarleg húsmóðir hún Ágústa litla
Síðasta kvöldið vorum við svo hjá Omma og Björk með tengdó, Ommi galdraði fram einhverja þá bestu súpu sem ég hef smakkað og svo var að sjálfsögðu lambalæri sem Jonni gladdist mikið yfir að fá, var orðin vonlítill um að fá uppáhaldsmatinn sinn, en Ommi bróðir reddaði því með sóma...
Á laugardagsmorgninum fórum við svo í morgunmat til Heddu og Gumma, þar hittum við Örnu mína og Finn Bessa 1000 kossa kallinn minn. Þar stóðu þær mæðgur í skonsubakstri og svo var bakaríis hlaðborð með alskyns brauði sem við fáum bara á Íslandi, bara gott svo var tekinn smá kveðjuhringur sem var pínu erfiður, sérstaklega að kveðja Sigurrós mína, en við vonum bara að hún fari að koma til okkar svo þegar búið var að kveðja var síðasti viðkomustaður ísbúðin Brynja þar sem allir fengu bragðaref og keyrðum svo sátt frá Akureyri eftir frábæra heimsókn....
Þegar við komum svo í borgina fórum við í matarboð til Hjartar bróður og Guðnýjar en þau höfum við ekki hitt alltof lengi svo það voru miklir fagnaðarfundir með þeim og áttum með þeim notalegt kvöld, síðan fórum við til Unnar minnar og Þórðar og gistum. Vöknuðum kl 4 og þá var Unnur mín búin að dekka borð og leggja litla fallega lesningu við hvern disk sem gjöf til okkar, ótrúlega yndisleg manneskja hún Unnur mín Takk fyrir okkur.....
Semsagt ferðin var frábær, allir vildu allt fyrir okkur gera og við öll komin í yfirvigt eftir allann góða matinn, krakkarnir hittu vini sína og léku mikið með þeim, fóru í sund og ýmislegt fleira, Ævar hitti gamla æskuvini þá Agga og Alexander og var mikið með Arnóri sínum, að ógleymdum 3 ökutímum sem Tinni frændi bauð uppá og allir dönsku vinirnir eru búnir að heyra um enda ansi fáir sem keyra um á jeppum í Danmörku...
Krakkarnir byrjuðu svo í skólanum á mánudeginum en við gömlu hjónin sváfum fram að hádegi, þreytt eftir langt en ógleymanlegt ferðalag...Elsku ættingjar og vinir, tusind tak fyrir okkur....
myndir úr ferðinni koma vonandi fljótlega...
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.10.2007 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 16:28
Stóri dagurinn á morgun
Hæ hæ
Jæja þá er stóri dagurinn á morgun !!!!!
Við öll orðin voða spennt að koma á klakann, ég komin í haustfrí og restin af famelien kl. 12 á morgun.. Jonni náði prófinu í morgun, duglegur strákurinn !!! eins og alltaf þessi elska......
Ætlaði að pakka svo voða pent og hafa lítinn farangur, en við enduðum í T.Hansen og fjárfestum í tengdamömmuboxi á litla Yarisinn okkar enda fimm á ferðinni plús jólagjafir....
Sem betur fer er nóg að gera hjá krökkunum í dag, þau eru alveg að farast úr spenningi greyjin litlu, Kara Mist er á skátafundi núna og Pétur að keppa í fótbolta, gengur vonandi betur enn um síðustu helgi þar sem þeir töpuðu stórt....svo er meiningin að ég fari í smá skveringu í fyrramálið með hárið á mér, get ekki komið óklippt á klakann
Jæja læt þetta duga núna, hef ekkert að segja annað en ,,,,,,sjáumst hress og kát !!!!!!!!!!!
7.10.2007 | 14:34
Íslandsferð
Hæ hæ
Orðið langt síðan við skrifuðum síðast, en ég er búin að vera í tölvubanni útaf hendinni og er það reyndar enn svo ég er aðeins að stelast núna....
Annars er allt gott að frétta, við á leiðinni til Akureyrar 12. okt með Ævar, Pétur og Köru Mist og erum öll orðin mjög spennt að hitta fólkið okkar. Við lendum í Keflavík seint á fimmtudagskvöld og ætlum að gista hjá Unni Huld minni og Þórði en við höfum ekki hist með kallana okkar og börn í meira en 3 ár svo það verða miklir fagnaðarfundir hjá okkur og svo á að keyra norður morgunin eftir. Það verður æðislegt að koma og fá að knúsa Sigurrós og alla hina á Akureyri..
Gunnar og Michelle eru á Rhodos og koma heim 14.okt svo það líða alveg 2 vikur sem við hittum þau ekki, sem mömmunni finnst mjög langur tími er að reyna venjast því að hann er ekki lítill strákur lengur
Ævar var að fá nýja vinnu á Mc'donalds svo nú getur hann boðið Heddu sinni og Pedda sínum í mat, hann er voða ánægður með þetta og hlakkar til að byrja eftir Íslandsferðina.
Pétur er allur að koma til í sambandi við að hjóla í skólann, það hefur ekki verið svo mikill mótvindur hjá honum núna og svo er hann orðin svo mikill unglingur allt í einu svo það er mikið að ske á stuttum tíma hjá honum..
Kara Mist er alltaf eins, bara glöð ef hún kemst á sínar æfingar og skátafundi og svo náttúrulega er hún komin í musík líka þar sem hún fær að prófa öll möguleg hljóðfæri og æfir svo söng líka..
Við gamla settið erum bara í okkar skólum og gengur bara ágætlega, Jonni er að fara í próf 10.okt í öryggisstöðlum í sambandi við vélar, svo nú krossum við fingur um að allt gangi vel hjá honum..læt þetta duga núna, orðið miklu lengra en það átti að vera þar sem ég er í tölvubanni hlökkum til að hitta ykkur á Íslandinu.
Er búin að setja inn ný albúm og fleiri á leiðinni eftir því sem sem hendin leyfir
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2007 | 13:36
Nýtt albúm
Hæ hæ
Jæja þá er fyrsta albúmið komið og vonandi hægt að skoða það. Er ekki mjög klár í þessu ennþá en reyni samt. Það er af okkur að frétta að Kara Mist fór í útilegu í síðustu viku með bekknum sínum, þau hjóluðu ca 25 km og gistu svo í skógi niður við Mols, Jonni hjólaði með bekknum ásamt fleiri foreldrum og kennurum og þótti kalli alveg nóg um að leggja þetta á börnin, en allt gékk vel þó þau lentu í þrumum og eldingum þau sváfu í skýlum sem Kara Mist sagði að væru ca hálf hús og svo voru þau sótt á bílum daginn eftir, enn ekki fyrr enn þau voru búin að gera að fasana sem veiðimaður kom með og svo voru þau látin smakka líka, mín ekki mjög hrifin af þessari villimennsku...
Ævar fór líka í síðustu viku í 2ja daga hjóltúr með sínum skóla, ekki mjög ánægður með það en svo var bara gaman og allt í lagi að sofa úti í náttúrunni...
Pétur var í gær á skotæfingasvæði lögreglunnar og var kennt að skjóta með riffli, kom eitt heim en annars er hann hálflasinn greyjið, fullur af kvefi og frekar slappur.
Af okkur hjónunum er það að frétta að við vorum í innfluttningspartýi á laugardagskvöldið hjá Sillu og Simma, skemmtum okkur alveg konunglega, mikið sungið, dansað og hlegið..Jonni og Wotjek fóru alveg á kostum með dansatriðið sitt annars er nóg að gera hjá okkur öllum í skólanum, ég á að vera með fyrirlestur um miðnætursól á morgun, spennandi hvernig það gengur...og svo má ég nú til með að monta mig aðeins,,,var í dönskuprófi og var hæðst í bekknum meira að segja hærri en danirnir læt þetta duga núna...knúskveðja frá öllum hér....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2007 | 19:05
Frumraun
Jæja þá er meiningin að við hjónin í sameiningu reynum að halda úti síðu um okkur og okkar fólk hér í Grenaa. Fyrir þá sem ekki vita þá, keyptum við okkur hús í mars, sem við erum mjög ánægð með og okkur líður öllum vel í. 150 fm á einni hæð og svo eru útihús með hjólageymslu ,verkstæði , geymslum, 30 fm hobbyherbergi og bílageymsla. Jonni réðst svo í það í sumar að gera verönd sem er litlir 86 fm og tókst bara vel hjá kalli Annars er bara allt gott að frétta, haustið komið segja danirnir þó okkur finnist nú sumarveður ennþá meðan hitinn hangir í 20 st. annars finnst Pétri hafa verið mikill mótvindur síðan skólinn byrjaði en Kara Mist verður lítið vör við þennan blástur, hjólar af stað og finnst það bara gaman. Gunnar er búinn að vera í atvinnuleit og fékk loksins vinnu í dag á sama stað og ég var á og má byrja á morgun. Ævar syndir bara í gegnum lífið, rólegur eins og alltaf, en er að skipuleggja skíðaferð til Austurríkis í febrúar og aðra til Svíþjóðar í mars svo er sennilega Ítalíuferð hjá honum í haustfríinu, þetta eru allt 6-8 daga ferðir svo hann verður mikið að heiman, sokkurinn okkar sæti. Læt þetta duga núna þarf að læra aðeins betur á þetta með myndirnar en þetta kemur vonandi allt.....
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.10.2007 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar