Allt að koma :)

Já nú er komin tími á smá færslu hér inni, en aðgerðin á hendinni gékk bara vel, en við fenum að vita eftir aðgerðina að þetta var ekki bara brotið og gat í liðbandinu heldur voru allar vöðvafestingar sinar og dót rifið frá líka, eins læknirinn sagði,,, öxlin var alveg laus,,, hékk bara saman á skinninu utanum,,,ekki undarlegt með verki og svefnlausar nætur síðastliðin 2ár....á að fara í tékk 4.jan ,,vonast eftir góðum fréttum þá þar sem verkirnir eru ekki alveg á því að yfirgefa mig og ég farin að taka eitthvað náttúrulegt svefnlyf sem svei mér þá er bara að virka Smile tók í 1.skipti í gærkveldi og svaf til 11 í morgun Sleeping en nóg um aðgerðina.....

Krakkarnir eru búin að vera voða dugleg að hjálpa til á heimilinu, gera bara allt sem þau eru beðin um með bros á vör, þetta eru soddan englar Halo en Ævar minn er búinn að finna það út að hann ætlar ekki að læra kokkinn,,illa ömurlega leiðinlegt,, hann sér nefnilega um matinn 2 kvöld í viku Grin Gunnar og Michelle koma svo í dag, hún ætlar að elda kvöldmat handa okkur sem okkur hlakkar mikið til að borða, orðin pínu þreytt á samlokum, súpum og jógúrti Whistling Jonni er nefnilega að fara í 6 tíma skriflegt próf í fyrramálið svo hann hefur verið í skólanum frammá kvöld síðustu vikur og krakkarnir að mestu séð um matinn Wink

Svo er meiningin hjá Jonna að skreyta um helgina, hann er búinn að setja smá upp úti en annars er allt annað eftir, svo það verður orðið fínt hjá okkur 10.des þegar Prinsessa Kara Mist verður 10 ára og Palli frændi Lóuson 55 ára, en henni finnst það mjög merkilegt og spyr alltaf mikið um hann í kringum afmælið Halo svo mikil dúlla...

Læt þetta duga núna, hafið það sem allra best....knúsi knús Kolla


Afslöppun heima :)

>
> Hann var í fríi og lá í landi
> að leysa af heima var enginn vandi,
> konan var að því komin að fæða
> og hvergi um húshjálp að ræða.
>
> En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin þó kannski sé stundum
> fyrir þau þörfin?
> Konan var heima og hafði engu að sinna nema hugsa um krakka, það er
> ekki vinna.
>
> Hún sagði: "Elskan þú þarft ekkert að gera,
> aðeins hjá börnunum heima að vera,
> ég er búin að öllu, þvo og þjóna,
> þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna.
>
> Matur er útbúinn allur í kistunni,
> það ætti að duga svona í fyrstunni,
> aðeins að líta eftir öngunum átta
> ylja upp matinn og láta þau hátta."
>
> Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
> og ná sér í ærlegan skemmtipésa.
> Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
> er vældi í krakka: "ég þarf að pissa."
>
> Vart þeirri athöfn var að ljúka
> er veinaði annar: "Ég þarf að kúka"
> Þarna var enginn einasti friður
> ef ætlaði hann að tylla sér niður.
>
> Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
> sem ei voru bjóðandi mönnum,
> þvílikt og annað eins aldrei í lífinu
> útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.
>
> Ölduna stíga í ósjó og brælum
> var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu,
> en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi
> skiljandi áflogaseggina veinandi!
>
> Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
> og engin friður í bók að líta,
> en hún sagði: "Elskan, þú þarft ekkert að gera
> aðeins hjá börnunum heima að vera."
>
> Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
> Kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
> seiddi í draumheimana angana átta
> en ekki var pabbi farinn að hátta.
>
> Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur
> yfir sig stressaður, svangur og þreyttur,
> og horfði yfir stofuna: "hamingjan sanna
> hér á að teljast bústaður manna.
>
> "Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
> í afleysingu slíkri sem þessari vera,
> þó væri í boði og á þvi væri raunin
> að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin."
>
> En þetta á konan kauplaust að vinna
> og kallað að hún hafi engu að sinna
> af daglangri reynslu hans virtist það vera
> að það væri stundum eitthvað að gera.
>
> Áfram með störfin ótt líður tíminn
> Æ" aldrei friður nú hringir síminn,
> halló, var sagt, það er sætt ég túlka,
> þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka.
>
> Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
> hvað sagði hún að krakkarnir væru orðnir tíu."
> Ég þarf að taka til öruggra varna,
> ég ákveð á stundinni að hætta að barna.*
>


Afrek og aðgerð

Jæja þá ætla ég aðeins að monta mig af börnunum mínum Tounge Pétur var að keppa í fótbolta um síðustu helgi þar sem þeir spiluðu 3 leiki og hann ( markmaðurinn ) var útispilari. Þeir unnu 1 leik gerðu 1 jafntefli og töpuðu einum en það sem ég ætla monta mig af er að liðið hans Péturs skoraði 6 mörk og þar af skoraði hann 4 mörk Cool 

Kara Mist var líka að keppa en í handbolta, hún náði ekki að skora en spilar orðið ansi vel, hefur tekið miklum framförum frá síðasta vetri og gefur ekkert eftir í vörninni og er dugleg að sækja líka, á eftir að verða góð en þarf að æfa gripið betur, enda handbolti og hnéhlífar efst á óskalistanum þessi jól Wink eða í afmælisgjöf....

Við vorum í foreldraviðtali í skólanum hjá bæði Pétri og Köru Mist í gær, þau fengu eintóma broskalla Smileog frábæra umsögn bæði tvö, meira að segja Pétur fékk góða umsögn í handavinnu hefur tekið miklum framförum ( hefur alltaf hatað handavinnu ) hann sagði við kennarann að hann hefði hugsað mikið um að ákveða að handavinna væri í lagi ,,þó hún væri bara fyrir stelpur,, og eftir það gengi sér betur....fékk nottlega mörg prik fyrir þessi ummæli Halo

Við borðuðum öll saman í gær, Gunnar og Michelle komu og við nutum þess bara að borða Tandori kjúkklingaréttinn sem okkur öllum þykir svo góður...Michelle gerði salatið meðan við vorum á foreldrafundunum, Gunnar og Ævar fóru svo á fótboltaæfingu meðan við tengdamæðgurnar og Jonni elduðum matinn, svo horfðu þeir á landsleikinn meðan við Michelle tókum smá rúnt og spjall sem var ósköp notalegt Happy 

Mér gékk ekki alveg nógu vel að sofna, leit síðast á klukkuna kl 03.30 og var vöknuð aftur um 05.30 ...einhver kvíði í gangi fyrir aðgerðina, var að vekja Ævar minn í skólann, ætla svo að skreppa og knúsa Gunnnar minn áður enn ég keyri af stað....á að vera komin á sjúkrahúsið í Árósum kl.10.45. mig langar að þakka ykkur öllum sem ég heyrði í gær, fyrir að óska mér góðs gengis, það virkilega yljaði og gaf mér mikið Kissing og svo voru nokkrir danskir vinir sem höfðu líka samband eða sendu kveðjur með krökkunum....bara yndislegt....en best að drífa sig af stað....knúskveðja Kolla


Sigurrós Yrja 25 ára :)

Whistling já nú eru liðin 25 ár frá því lítil prinsessa leit dagsins ljós, eftir mikið streð hjá mömmunni var ákveðið að ná litla þrjóskupúkanum út með töngum.....hafði það svo gott í hlýjunni hjá mömmu sinni EÐA vildi bara ráða ferðinni sjálf, enda lítill SPORÐDREKI mættur á svæðið Halo Já hún hefur alltaf verið afar ákveðin hún Sigurrrós mín, en yndislega hlý, blíð,auðmjúk og þakklát litla stelpan mín Heart ég hringdi í hana í morgun og vakti hana til að óska henni til hamingju með daginn og smá að stríða í leiðinni og að sjálfsögðu er hún búin að svara fyrir sig í gestabókinni dúllan litla,,,,átti ekki von á öðru....svo hringdum við öll í hana í kvöld og sungum afmælissöngin fyrir hana og hittum svo vel á að hún var í verslunarferð á Glerártorgi með tengdamömmu sinni,,ógleymanleg versunarferð það Shocking mér finnst nú samt alveg ótrúlegt að ég svona UNG eigi orðið 25 ára gamalt barn, en ótrúlega gaman samt...

Enn og aftur TIL HAMINGJU MEÐ 25 ÁRIN Yrjan okkar, við elskum þig endalaust mikið litla yndislega stelpan okkar og besta stóra systir í heimi Kissing

Skrifa meira á morgun og segi ykkur frá afrekum síðustu daga sem eru ekkert lítil Cool knúskveðja

 


Ný albúm

Bara láta ykkur vita af nýjum albúmum Wink

Jólabakstur, ársafmæli og lítil prinsessa

Jæja þá er jólabaksturinn langt kominn,,,Gunnar og Michelle komu í fyrradag og við Ævar, Kara Mist Pétur og Chris vinur Péturs bökuðum öll saman Piparkökur sem voru formaðar bæði með tilbúnum formum og útskornar af Ævari og Gunnari. Þetta tók alveg 5 tíma enda uppskriftin stór, svo nú á bara eftir að mála þær en það á að gerast á aðventunni Halo

Í gær tókum við Ævar okkur svo til og bökuðum Loftkökur,  sjaldan eða bara aldrei hafa þær verið svona jafnar og fínar.....já alveg ótrúlegt Unnur mín eins og við vorum búnar að föndra og dekra við þær Woundering

Svo eiga Gunnar minn og Michelle ársafmæli í dag Heart ótrúlegt hvað tíminn líður...þau halda uppá  daginn sinn, ætla út að borða og hafa huggulegt kvöld saman.InLove SV400482 

 

Svo verð ég bara að segja ykkur að hún Unnur mín Huld varð amma í dag, Leó minn og Pála eignuðust litla fallega prinsessu í morgun, 13 merkur og 51 cm. TIL HAMINGJU MEÐ LITLA LJÓSIÐ YKKAR..er búin að fá leyfi hjá ömmu Huld til að setja mynd af henni hér á síðuna um leið og ég fæ hana senda. Verð líka að segja ykkur að Ellen Huld nýbakaða föðursystir er 12 ára í dag svo hún fékk litlu prinsessuna í afmælisgjöf. Besta og stærsta afmælisgjöf sem hægt er að hugsa sér, sagði hún mér í símann í dag, til hamingju með daginn ykkar Ellen mín Kissing

      

læt þetta duga í bili, skrifa fljótlega aftur.....knús knús


Matarboð og afmæli

Það er svosem ekki mikið að frétta, helgin róleg og við barnlaus á föstudagskvöld. Kara Mist og Pétur gistu hjá vinum sínum og komu svo heim seinnipart á laugardag.

Við vorum boðin í mat hjá vinum okkar Hans og Birgitte ( foreldrum Stine ) á laugardagskvöld og fengum voða flotta þrí réttaða máltíð, grískan forrétt sem ég veit ekkert hvað var en var mjög gott, nautasteik með tilheyrandi meðlæti í aðalrétt og svo var heimalöguð súkkulaðimús í eftirrétt, og með þessu var boðið uppá bjór og rauðvín sem smakkaðist aðeins of gott Sideways 

Á sunnudag keyrðum við svp í Stuðstrumpaland (studstrup ) í þrefalda afmælisveislu til Eyþórs Atla, Vals Snæs og Eydísar. Þar var boðið uppá hinar bestu kræsingar að vanda, Hilmar stórbakari sá um allan bakstur og klikkaði ekki á því frekar en vanalega, algjör snilli í bakstrinum Hilmar minn. Við komum svo heim um 6 leytið og slöppuðum bara af það sem eftir var af helginni Smile 

Í kvöld koma svo Gunnar og Michelle í mat til okkar, og meiningin er að plana smákökubakstur með þeim fram að aðgerð. Gunnar segir að það verði ekki jól ef hann fær ekki heimabakaðar loftkökur frá mömmu og Ævar er alveg sammála honum svo ég verð að standa mig í því, er það ekki....annars vorum við Unnur mín Huld vanar að baka saman smákökurnar fyrir jólin meðan við báðar bjuggum á Akureyrinni og áttum alveg yndislegar stundir saman langt fram á nætur... sakn sakn...

læt þetta duga núna, verð að þjóta, skólinn að byrja eftir 15 mín.......


Jólabakstur og blásvart hár

Já nú er ég bara byrjuð á jólabakstrinum Smile dreif í því að baka Karolínumarengsinn og tvær Péturstertur í gær, setti á þær svo nú standa þær klárar í frystinum..en þessi dugnaður kemur svosem ekki til af góðu, ef ég ætla geta boðið uppá eitthvað heimabakað þessi jól verður allur bakstur að vera búinn 21. nóv.... 22.nóv fer ég svo í aðgerðina með olnbogann og öxlina, gott þegar það verður búið Frown

En svo ég snúi mér nú að öðru þá var það í gær eftir baksturinn að Ævar kom heim rétt fyrir kvöldmatinn,, hafði skroppið heim með vini sínum eftir skóla,, í þessu skreppi náðu þeir félagar að lita á sér hárið alveg kolbika blásvart Crying skelfilegt að sjá freknóttann strákinn með þennan háralit, lítur út eins og hann sé fárveikur greyjið, bað hann að gera þetta ekki aftur en hann hló bara að mömmu sinni.

Er að jafna mig á þessu og ætla reyna baka aftur á morgun ,,,vona að þetta tengist ekki bakstrinum þó ég sé löt við þetta,,, en ef þið eigið uppskriftir af góðum hrærðum ( get ekki hnoðað ) smákökum eða kökum þá endilega sendið mér þær í gestabókina....Takk Wink


Róleg helgi og klukkan breytist

Þetta er búin að vera ósköp róleg og nánast barnlaus helgi hjá okkur..Pétur og Kara Mist fóru til Gunnars og Michelle á föstudagskvöld eftir Vinnu hjá Gunnari og gistu þar. Hann fór með þau í keilu og svo var leigð mynd og keypt nammi svo þau áttu hygge kvöld með stóra bróðir og mágkonunni, þeir sem ekki vita , þá settu þau upp hringana meðan við vorum á Íslandi InLove en semsagt dekurkvöld sem þau öll voru voða ánægð með og vilja endurtaka fljótlega....Ævar fór á skemmtistað fyrir unga fólkið hér í bænum og átti skemmtilegt kvöld með vinum sínum....en við gamla settið,, ekki vön að vera barnlaus ,, sátum heima yfir sjónvarpinu fram á nótt.....

Á laugardag fór Kara Mist til Idu vinkonu sinnar og er þar enn, en við fórum með Pétri á lokahóf í fótboltanum, það byrjaði kl 17 og var búið um 21.30, þetta var mjög skemmtilegt með borðhaldi, töfrabrögðum, verðlaunaafhendingu og happdrætti og fórum við heim með ekki minna en fjóra vinninga Smile en við fengum æfingagalla frá Puma sem passar á Pétur, inneign á Star Pizza, Fótbolta ,spil og fleira í poka frá Ok. Svo eftir lokahófið fór Pétur heim með Viktori vini sínum og svaf þar svo við áttum enn eitt barnlaust kvöld....Ævar kom reyndar snemma heim en fór bara sofa þreyttur eftir föstudagskvöldið.....

Tíminn breyttist hjá okkur í nótt svo nú erum við bara 1 klst á undan ísl tímanum....

En nú er Pétur kominn heim, búin að læra en við Jonni þurfum eitthvað að kíkja í okkar bækur..

Annars er búið að vera ískalt hjá okkur, rétt hangir í 10 st og bara þónokkur vindur með, en hauslitirnir skarta sínu fegursta og við huggum okkur með kertaljós og ísl nammi á kvöldin, kveikjum upp í brenniofninum og bara njótum þess að vera saman Heart

 

 


Lítill Prins

Verð náttlega að segja ykkur frá að Arna Ýr mín og Finnur Bessi eignuðust lítinn prins í gær, 13 merkur og 53,5 cm. Ef þið viljið kíkja á litla gullmolann þá á hann síðu á Barnalandi sem heitir

bumbubúi Örnu Ýrar og Finns Bessa

já nú eru semsagt báðar litlu systur mínar orðnar ömmur svo ég hlýt að spyrja,,,fer ekki að koma að mér ?????????  er klár í hlutverkið Smile bara smá hugleiðingar ......

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband