mömmumont og leynigestur :)

Jæja þá eru páskarnir búnir og þó ótrúlegt sé erum við enn að borða páskaegg frá Íslandi Wink

Ætla byrja á að monta mig af henni Sigurrós minni, en hún var í félagsfræðiprófi fyrir páskana og gékk alveg frábærlega vel. Fékk litla 9,1 ekki undur þó mamman sé montin InLove Til hamingju með það dúllan mín Kissing  Ég var svo sjálf í 4 tíma dönskuprófi í fyrradag og það kemur í ljós á mánudag hvort þið heyrið eitthvað meira um það Undecided  Svo er ég að fara senda inn umsókn í verslunarskólann hér í Grenaa og ef ég kemst inn, byrja ég þar í ágúst...

Sjúkraþjálfarinn minn er búin að gefast upp á mér eða réttara sagt hendinni minni, hún er búin að hafa samband við lækninn minn sem gerði aðgerðina og biðja hann um að skoða mig fyrr, en ég á tíma síðast í maí, en hann neitar og segir bara að ég verði þá bara vera svona ef hún geti ekki fundið út úr að hjálpa mér. Svo nú er búin að senda umsókn um að ég fái að koma í heit nuddböð þar sem lamaðir og hreifihamlaðir fá þjálfun. Svo nú bíð ég eftir svari með það...en ég nenni ekki mikið að velta mér uppúr þessu og er búin að ákveða að vera Pollýanna þangað til endanleg niðurstaða kemur og þá er bara taka henni og takast á við það Smile

Í fyrradag kom svo Guffinn okkar Happy til okkar og ætlar að vera hjá okkur í viku. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á krökkunum þegar ég kom heim með Guffa, en ég náði í hann til Arhus, Kara Mist gaf honum risaknús og varð svo bara feimin og fór í tölvuna, Pétur kom inn og heilsaði, bakkaði svo frammí þvottahús og kallaði á mig og spurði hvað væri að ske af hverju Guffi væri kominn og hversu lengi hann ætlaði að vera. En svo fannst honum alveg frábært að hann væri hér en spurði samt af hverju hann væri einn á ferð, enginn Jóel eða Bára. Krakkarnir voru nýbúin að spyrja hvort ekki kæmu fleiri gestir á næstunni, því þeim fannst alveg frá frábært að fá Omma frænda með sína fjölskyldu til okkar. En við svöruðum neitandi og sögðum að engin kæmi sem við vissum um fyrir utan Öldu, Borgar og Patrek litla, en þau verða bara eina nótt þar sem þau eru að flytja hér í nágrennið. Nú er búið að bóka keilu á laugardaginn og svo ætlar Guffi með Jonna og Pétri að horfa á Pétur keppa í fótbolta á morgun og svo finnum við uppá einhverju meiru skemmtilegu meðan Guffi er hjá okkur...og svo á milli atriða fá krakkarnir Guffa með sér út á trmpolínið að hoppa Cool ekki leiðinlegt það...

Já en svo á afmælisdag Jonna, koma Alda og Borgar með litla Patrek til okkar en þau fá svo gáminn daginn eftir og þá skreppum við til Hornslet og hjálpum þeim að tæma gáminn og koma sér fyrir..okkur hlakkar öll mikið til að fá þau í nágrennið og ætlum að eiga fullt af góðum sólskinsstundum með þeim í sumar Cool

Hef alveg gleymt að segja ykkur að við erum búin að kaupa okkur nýjan bíl. Fengum okkur Mazda 6 sjálfskiptan, erum voða ánægð með hann Whistling fengum hann í byrjun mars. Algjör draumur.....

Já og svo fékk Gunnar loksins vinnu í síðustu viku hjá Uniscrap sem er brotajárnsfyrirtæki og er hér niður á höfn í Grenaa. Hann var ráðinn til reynslu í 3 mánuði, en svo þegar hann mætti í vinnu í morgun fékk hann mikið hrós og var boðinn fastráðning svo hann skrifaði undir samning í dag Happy vinnutíminn 7-15 og 7-12 á föstudögum og svo getur hann unnið eftirvinnu nánast eins og hann vill.

Er búin að setja inn ný albúm, njótið vel Wink

 

 

 


Gestirnir farnir og 5. árstíðin komin ( vetur að vori )

Jæja þá er best að skrifa nokkrar línur , búin að vera í pásu vegna mikilla anna og gestagangs Wink

Ommi og Björk eru búin að vera hjá okkur í 8 daga með börnin sín Ívan Geir, Aþenu og Elenu litlu Soffíu, og komu með fulla ferðatösku af íslenskum mat og sælgæti og páskaegg + öll páskaeggin frá Helgu ömmu og Pétri afa, ástarþakkir fyrir okkur Kissing 

Þau fóru heim í fyrradag eftir alveg hreint frábæra heimsókn...Þau skruppu á fiskasafnið hér í Grenaa, svo fórum við öll saman 1 dag til Ebeltoft í Jump'N'Fun Grin sem er leikjasalur með hoppupúðum, boltalöndum og ýmsu fleiru skemmtilegu afþreyjingardóti...Svo fórum við í gönguferðir, krakkarnir skruppu í bíó og svo þegar litlu títlurnar voru sofnaðar á kvöldin var setið á spjalli langt fram á kvöld og nætur, alveg yndislegur tími þessi vika, sem okkur öllum fannst líða alltof fljótt Crying Bestu þakkir fyrir frábæra heimsókn kæra fjölskylda Kissing

Þann 15. mars fórum við í skírn hjá Peter litla Halo , syni Gitte og Hennings vina okkar. Þetta var dálítið öðruvísi athöfn en við eigum að venjast frá Íslandi..Mér var sýndur þann heiður að vera beðin um að vera guðmóðir Peters, svo þegar að athöfninni kom fóru allir kirkjugestir saman uppað skírnarfontinum og Henning sem hélt á Peter undir skírninni jánkaði að minnsta kosti 5 sinnum hinum ýmsu spurningum varðandi trúna, fyrir barnsins hönd , eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Svo var þessi líka fína veisla þar sem setið var og borðað í 5 klukkutíma samfellt, þegar við vorum öll búin að borða á okkur mörg göt og við fórum að huga að heimferð varð fólkið alveg undrandi á þessum íslendingum og spurðu alveg gáttuð hvort við ætluðum ekki að borða með þeim skírnarsúpu Shocking en þar sem plássið var löngu búið og við gátum ekki meir afþökkuðum við súpuna...en það sem okkur fannst kannski undarlegast af þessu öllu var, að með öllum kræsingunum var boðið uppá bjór, rauðvín og hvítvín og skálað á milli fyrir barninu í Ga-Jol og Baileys. En veislan alveg frábær í alla staði, athöfnin falleg og dagurinn yndislegur Smile

Nú er Kara Mist á Handboltamóti uppí norðvestur Jótlandi og kemur ekki heim fyrrenn á morgun, en hún fór þangað á skírdag, sama dag og Ommi og Björk fóru heim, svo það er enn og aftur orðið ansi fátt í litla kotinu okkar. Svo þegar við vöknuðum í morgun og samkvæmt dagatalinu vorið komið, var vetur konungur mættur með snjó og frost brrr en þetta er fyrsti snjórinn á þessum vetri og við farin að vona að vetur kall hefði gleymt okkur í ár en svo gott er það nú ekki, bara snjór og frost í kortunum frammí miðja viku brrr svo nú er komin 5. árstíðin eða ''vetur að vori''  Cool

Nú er farið að styttast í að Alda litla fænka og Borgar flytji með prinsana sína í danska landið litla til okkar, en þau eru búin að leigja sér búgarð ca hálftíma keyrslu frá okkur , rétt við bæ sem heitir Hornslet , en þau koma á afmælisdag Jonna míns þann 07. apríl svo það verður aldeilis líf og fjör á læk í sumar Cool Eydís litla frænka býr svo rétt hjá Öldu svo það verður fullt af Bakkasellóum á svæðinu...eintóm gleði....

Hætti þessu bulli núna enda orðið ansi langt, hafið það sem allra best

GLEÐILEGA PÁSKA


Fámennt í kotinu

Jæja þá er orðið frekar fátt í kotinu hjá okkur í bili....Crying

Alda og Borgar fóru eldsnemma á laugardag til Íslands eftir vel heppnaða ferð til okkar. Þau gengu frá húsaleigusamningi og ætla flytja í dönsku sæluna 1.apríl..fengu þennann fína búgarð leigðann, hálftíma keyrslu frá okkur..spurning hvernig búskap þau fara stunda, allavega er nóg af moldvörpum hjá þeim , spurning hvort hægt er að gera út á það haha Alda mín þú verður fín í því LoL en það fer semsagt að líða að því að við getum farið að halda Bakkaselló ættarmót hér, Eydís litla frænka býr í Stuðstrumpalandi ( Studstrup )ekki svo langt frá okkur og svo eru fleiri ættingjar í nágrenninu. En við höfðum það ósköp gott og gaman með Öldu og Borgari, svo komu Eydís og Eyþór Atli til okkar á föstudagskvöldið og svo kíkti Silla líka, þetta varð alveg frábært kvöld, pöntuðum okkur pizzur og svo eftir matinn kíktum við aðeins í glas ( ekki samt andaglas ) svo spjölluðum við og hlógum alveg heil ósköp langt fram á nótt...bara gaman hjá okkur...Takk fyrir komuna Alda mín og Borgar meiriháttar gaman að hafa ykkur Kissing

Á laugardaginn fór svo Ævar til London og kemur heim á fimmtudaginn. Pétur fór í fótboltaæfingabúðir og kom heim í dag voða ánægður með þetta, fannst mjög gaman. Kara Mist fór til Idu og gisti hjá henni svo við Jonni vorum bara tvö heima, það var ósköp notalegt og kósý hjá okkur...nauðsynlegt annað slagið InLove 

Kara Mist keppti svo einn leik í handbolta í morgun og skoraði eitt mark og fiskaði eitt víti, orðin rosa dugleg í handboltanum stelpan okkar Wink annars erum við bara búin að slappa af í dag, Gitte og Henning kíktu smástund með krakkana sína.......en jæja best að aðstoða Jonna í kakósúpugerðinni...

Nú eru bara 10 dagar í að Ommi, Björk og börn komi og allir farnir að telja niður í það Smile ætlum að setja trampolínið upp næstu helgi og svo er bara að liggja á bæn um gott veður....

hafið það sem best Joyful

MUNA AÐ KVITTA TAKK Smile

knúsi knús Kolla


Gestagangur :)

Jæja þá er ég loksins orðin frísk af þessari flensu, fyrsti útidagurinn í fyrradag Smile 

En nú eru Alda frænka og Borgar að koma til okkar á þriðjudaginn og ætla stoppa í 3 daga, þau eru að fara skoða Herragarðssetur eða Óðalsslot Wink sem heitir Katholm og svo líka venjuleg hús bara svona eins og við flest búum í Whistling, því planið þeirra er flytja hingað í apríl....það verður aldeilis ekkert lognið í kringum okkur þessa 3 daga því við ætlum að hafa mjög gaman og hlæja mikið LoL og kannski nær Eydís litla frænka að koma og hafa gaman með okkur líka..Vonandi...Alda mín veðurspáin lofar góðu þessa daga, kringum 10-12 st hiti og eitthvað gult sem skín í bland með ljósblossum á himni og pínu englatár með Halo Hlökkum mikið til að sjá ykkur !!!

Svo 12.mars koma Ommi og Björk til okkar í 8 daga heimsókn með Ívan Geir, Aþenu og litlu Elenu Soffíu. Okkur hlakkar mikið til að fá þau og við verðum að mestu í fríi frá vinnu og skóla dagana sem þau verða. Ævar ætlar að taka Pétur og Ívan Geir í gistingu inn til sín, Kara Mist er búin að panta Aþenu inn til sín í gistingu og Pétur lánar Omma, Björk og Elenu litlu sitt herbergi, Gitte vinkona okkar bauð svo fram kerruvagn og rúm fyrir litlu prinsessuna svo það ætti að fara vel um alla. Kara Mist er búin að útbúa dagatal sem sem hún krossar yfir einn dag á hverjum degi og telur niður til 12.mars Wink það verður örugglega ýmislegt skemmtilegt brallað með þeim þessa daga og svo vonumst við til að garðurinn verði orðinn nógu þurr til að við getum sett trampólínið upp áður enn þau koma Cool 

Ævar er svo að fara til London 1.mars í 6 daga með skólanum, núkominn frá Austurríki og aftur að skreppa í utanlandsferð Tounge en hann er duglegur að vinna á Mc`Donalds með skólanum og sér að mestu um þetta sjálfur þessi elska Happy

Helgin er búin að vera ósköp róleg hjá okkur, Gunnar og Michelle komu í mat í gærkveldi og Kara Mist fór kl 8 í morgun að spila einn leik í handbolta sem þær töpuðu Blush en annars höfum við bara verið heima og huggað okkur eins og danirnir segja....

Sé að það er búið að vera hellingur af heimsóknum inná síðuna en lítið um kvitterí, endilega verið dugleg að kvitta, það er gaman fyir okkur að sjá hverjir kíkja inn Smile 

knúsi knús Kolla


Vetrarfrí í flensu

Jæja þá er vetrarfríið búið og skólinn byrjar á morgun. Ég er búin að vera í flensu allt fríið og vikuna fyrir fríið líka og er enn veik Frown missti af útskriftarveislunni hjá Eydísi minni sem ég var búin að hlakka svo til að koma í, en Jonni, Pétur og Kara Mist fóru svo ég verð bara að hitta hana seinna og gefa henni útskriftarknús Kissing Ævar kom heim í gær rjóður í kinnum og afar sæll eftir frábæra snjóbrettaferð til  Austurríkis, frábært færi sagði hann og hægt að vera á bretti alla dagana Cool

Við hin erum bara búin að vera heima, ég veik, Jonni að vinna og krakkarnir hafa ýmist gist hjá vinum sínum eða haft vini í gistingu svo þetta hefur bara verið rólegt og gott.

Jonni er mjög ánægður í praktikinni hjá De Danske Gærfabrikker sem er hér í Grenaa, er búinn að fá verkefni sem hann skrifar lokaritgerðina um ( eitthvað um einhverja rafmagnskapla og eitthvað sem ég skil ekki ) og finnst það mjög spennandi. Hann er að mæta í vinnu kl 6.45 og er kominn heim kl 3 á daginn, algjör lúxus frá því sem var, en þá var hann farinn að heiman kl 5.45 og kom heim í fyrsta lagi kl 18.30 og oft seinna. Svo er náttúrulega bara frábært að þurfa ekki lengur að eyða 3 tímum í lestinni eða rútu á hverjum degi...

en hafið það sem best, knúsi knús  Kolla


Noregsferð og Þorrablót

Jæja þá loksins komst ég inná síðuna mína, eitthvað búið að vera í ólagi með tölvur hér á heimilinu og ég ekkert getað bloggað Frown skrifaði helling í gærkveldi en gat svo ekki vistað það arrg

En við semsagt skruppum í lok jan til Noregs að heimsækja Hafdísi, Gunnar og Tómas....Fórum af stað frá Grenaa kl 2 um nóttina, Jonni og krakkarnir búin að sofa í nokkra tíma en ég var bara eitthvað að dunda og sofnaði ekkert. Svo þegar við komum til Kastrup var 1 tími í seinkun á fluginu og mín orðin ansi sybbin, svo krakkarnir fundu þessa fínu hægindastóla svo við lögðum okkur aðeins, ég sofnaði um leið Sleeping  en Jonni sem betur fer ekki, því þegar hann vakti mig vorum við á síðustu stundu út í vél...við fengum gott flug og Hafdís kom svo og sótti okkur út á völl, dreif okkur heim í smánæringu og Gunnar búinn að búa um rúm fyrir okkur svo við lögðum okkur þangað til Tómas vakti okkur um 4 leytið.....urðu miklir fagnaðarfundir hjá krökkunum og okkur að sjálfsögðu líka....um kvöldið vorum við bara heima og nutum endurfundanna, borðuðum yfir okkur af Taco og höfðum bara gaman.

Á föstudeginum fór svo K.M með T í skólan og fannst voða gaman að hitta alla vini hans og bekkjarfélaga, en P var heima í rólegheitunum með okkur. Svo um kvöldið fórum við á góðan Pizzastað og svo í Strömmenstorsenter á eftir og versluðum smá og fengum okkur ís áður en við keyrðum heim.

Svo á laugardeginum fóru Gunnar og Jonni með krakkalakkana í baðland rétt hjá Gardemoen flugvellinum og við Hafdís fengum kærkomna systrastund sem við eyddum í að kíkja inní framtíðina Wizard lögðum Tarotspil og venjuleg spil og lásum rúnir.....voða skemmtilegir tímar framundan...svo kom nú liðið okkar heim eftir vel heppnaða sundferð og við kláruðum að elda Hamborgarahrygginn sem við komum með frá Danmörku, svo Hafdís mín fékk jólamatinn sinn í lok jan Wink þau borðuðu nefnilega Lútufisk að norskum sið á aðfangadag, sem henni fannst bara engin jólamatur svo hún naut þess bara í botn að halda jól í jan Halo svo var sunnudagurinn bara í rólegheitum, skoðuðum gömul myndbönd úr fyrri heimsóknum okkar til þeirra og þau eiga sko mikið meira af videómyndum af okkar börnum heldur enn við svo við pöntuðum kopi hjá Gunnari. En svo keyrðu Hafdís og Tómas okkur út á völl um 3 leytið og við vorum komin heim um 11 um kvöldið....semsagt ferðin róleg og góð....ástarþakkir fyrir okkur kæra familie Kissing

Svo var Þorrablótið hjá okkur 2. feb...það var frekar fámennt en góðmennt. Við Jonni, Silla og Simmi, Linda og Kjartan...maturinn frábær allavega það sem ég borðaði, ekkert súrt TAKK, en hákarlinn svakalega góður....svo eftir matinn spiluðum við actionary, skiptum í lið stelpur á móti strákum og að sjálfsögðu rúlluðum við strákunum upp en tókum svo annað spil sem við leyfðum þeim að vinna, þeir voru svo svekktir greyjin eftir fyrra spilið Whistling svo var dansað og sungið langt fram á nótt eins og sönnum íslendingum sæmir og mikið drukkið enda sannir Víkingar á ferð .......kvöldið eftir fórum við svo í afganga og buðum Idu vinkonu K.M með okkur og var hún látin smakka á öllu nema hákarlinn fékkst hún ekki til að smakka, en mikið var skrítinn og skondin á henni svipurinn þegar henni var sagt að hún hefði verið að borða Hrútspunga,,,bara fyndin,,,

en læt þetta duga núna enda orðið ansi langt, fer vonandi að geta sett inn myndir frá Norge og Blóti...

knúsi knús Kolla


Prófin búin, eintóm gleði og hamingja :) Noregur, Þorrablót, Ísland !!!!! Austurríki, London !!!!

Jæja þá er frekar löng og erfið vika LOKSINS búin...Jonni búinn með öll prófin og náði öllu og gott betur Halo síðasta prófið var í morgun og gékk vel eftir dálítið stress,SV401496 minn vaknaður kl 03.30 í nótt til að lesa, en þetta er búið og í tilefni dagsins færði ég honum rauðar rósir InLoveog bauð honum út að borða...við fórum á ósköp notalegan veitingastað sem er á hotel Crone niður við höfnina, maturinn alveg frábær og við bara nutum þess að fara bara tvö í rólegheitum,,,,bara frábært,,,,eftir matinn komum við svo við hjá Gunnari og Michelle, hún var líka að klára sín próf í dag og gékk mjög vel líka. Jonni byrjar svo í praktik 28.jan í 10 vikur og skrifar svo lokaverkefnið eftir það og útskrifast svo seinnipartinn í júní, ekki komin dagsetning ennþá en nánar um það síðar....Við vorum að tala um það yfir matnum hvað þessi nærri 5 ár eru búin að vera ótrúlega fljót að líða, okkur fannst þegar að hann byrjaði að þetta myndi aldrei líða en svo er þetta bara verða búið og við nánast nýflutt í danska landið eða þannig Wink í næstu viku ætlum við bara hafa það huggulegt og slappa af saman hér heima.....

Fimmtudaginn 24.-27.jan ætlum við Jonni, Pétur og Kara Mist að skreppa í heimsókn til Noregs og hlakkar okkur mikið til að hitta Hafdísi, Gunnar og Tómas. Ég var eitthvað að vafra á netinu eitt kvöldið og fann flug fyrir okkur öll á rétt um 15.000 kr ísl með Sterling svo við ákváðum bara að skella okkur, krakkarnir vonast eftir smá snjó svo þau geti komist á skíði en það verður gaman hvernig sem viðrar......

Ævar ætlar að vera heima, hefur engan tíma að ferðast með okkur lengur enda mikið að vinna með skólanum svo hann verður á Mcaranum meðan við erum í burtu,,,að vinna....Hann er svo að fara í 9 daga skíðaferð til Austurríkis 8.-17. feb og svo fer hann til London í 5 daga ferð í mars með skólanum svo við verðum öll eitthvað á ferðinni á næstu vikum Happy 

Í dag pöntuðum við okkur ferð til Íslands 6.-20. júlí og komum öll + einn vinur Ævars sem heitir Nikolaj svo við verðum átta á ferðinni,,, stórfjölskyldan,,, Gunnar hefur ekki komið til Akureyrar í 3 ár og Michelle að koma í 1.skipti svo okkur hlakkar mikið til og ætlum í túristaleik með þeim,,,,skreppa í Mývatnssveit og eitthvað meira, já og svo ætlum við á ættarmót 11.-13. júlí þar sem Bakkasellóar ( Bakkaselsættin ) ætlar skemmta sér og sínum ættleysingum Wizard ( þeim sem eru svo heppnir að hafa gifst eða komist inní okkar frábæru ætt ) alltaf gaman þar sem við komum saman...

Svo er búið að ákveða Þorrablót hjá okkur hér í Grenaa 2. febrúar, það hefur aldrei verið neitt logn í kringum okkur íslendingana í Grenaa þegar við hittumst, svo við reiknum með frábæru kvöldi í góðra vina hóp. Simmi er að skreppa á klakann og ætlar að versla þorramatinn, fæ bara vatn í muninn þegar ég hugsa um Hákarlinn mmmmmm....þetta verður frábært kvöld Sideways góður matur og mikið sungið Whistling semsagt frábærir tímar framundan Wink

knúskveðja Kolla


Jól og áramót

Ætla byrja á að segja***  GLEÐILEGT NÝTT ÁR *** vonandi hafiði haft það jafngott og við hér á Rådmandsvej  yfir jól og áramót...

En þar sem langt er síðan síðasta færsla var skráð er af mörgu af taka svo nú verður bara stiklað á stóru...

13. des kom Sigurrós til okkar eftir ekki alveg átakalaust ferðalag, en þannig var að hún átti pantað flug alla leið til okkar, en vegna seinkunnar á flugi frá Íslandi missti hún af innanlandsfluginu hér svo við Jonni náðum í hana á Kastrup og vorum komin heim kl 3 um nóttina, en allt gékk þetta þó öll værum þreytt við heimkomu....krakkarnir vissu ekki af því að stóra systir væri á leiðinni en var nú farið að gruna ýmislegt þar sem okkur Jonna og Gunnari bar ekki alveg nógu vel saman um hvert við vorum að æða ( í heimsókn ) seint að kvöldi þegar Ævar var í vinnu og Gunnar kom til að passa Pétur...

Við eyddum svo dögunum fram að jólum í gjafakaup, spiluðum og borðuðum mikið íslenskt nammi og bara nutum þess að hafa öll börnin hjá okkur , Gunnar og Michelle voru mikið hjá okkur líka svo þetta var bara yndislegur tími InLove

Á aðfangadag undirbjuggum við svo kvöldið í sameiningu, ég, Jonni, Pétur og Kara Mist fórum svo í  fallega og hátíðlega Jólamessu kl 16.30 og vorum komin heim kl 17.30 og þá var klárað að matreiða jólamatinn..Hamborgarahrygg og kjúklingabrigur með öllu tilheyrandi,, bara gott,, svo eftir matinn var gengið frá og svo sungum við nokkur íslensk jólalög og dönsuðum kringum jólatréð að dönskum sið, sem okkur Köru Mist finnst alveg orðið ómissandi hluti af kvöldinu....Við fengum öll mikið af fallegum og góðum gjöfum sem ég vil þakka kærlega fyrir, fyrir hönd okkar allra Kissing

Svo þann 29. des komu Esther, Haukur, Eva, Eydís og Hilmar með strákana sína Viktor, Daníel, Eyþór Atla og Val Snæ til okkar bæði í kaffi og mat og áttum við með þeim góðar samverustundir langt fram á kvöld...Takk æðislega fyrir komuna Smile

Á Gamlársdag var Gunnar í mat hjá okkur en Michelle borðaði hjá mömmu sinni en svo sótti Gunnar hana og þau komu svo ásamt Ævari og Sten vini Ævars til að fagna nýju ári og skjóta upp með okkur. Svo spiluðum við Trivial frá kl hálftvö-fjögur, eftir að Gunnar, Michelle, Ævar og Steen voru farin....

4.jan fór ég svo í eftirlit útaf aðgerðinni sem kom alveg ágætlega út en annars á tíminn eftir að leiða í ljós hversu vel þetta gékk, við Sigurrós nýttum okkur ferðina til Árósa í útsölur og náði Sigurrós að fata sig flott upp fyrir heimferðina Cool en hún fór svo heim 6.jan Crying það var æðislegt að fá að hafa hana svona lengi og hún ofdekraði svo litlu systkyni sín að við erum enn að reyna vinna þau út úr öllu dekrinu....Pétur vandi hún á að hann fékk fótanudd öll kvöld fyrir svefninn svo nú GETUR hann  alls ekki sofnað nema fá nuddið sitt Whistling svo nú nuddar Jonni drenginn, sama hvernig á stendur, hvort það eru gestir eða eitthvað annað, hann bara GETUR ekki sofnað án þess....

Annars er allt að komast í sinn vanagang hér hjá okkur, Jonni að fara í síðustu prófin núna í vikunni, en er búinn að fá út úr 6 tíma skriflega prófinu síðan í byrjun des og fékk hvorki meira né minna en 7 samkvæmt nýju einkunna tölunum en það er ca 8-9 samkvæmt gamla kerfinu...ekkert smá flott hjá kalli....svo á föstudaginn verður stóri dagurinn, þegar hann fær út úr öllum hinum prófunum, svo við liggjum á bæn um að allt gangi vel hjá honum Halo

Ætla láta þetta duga núna, en er semsagt komin úr jólafríi með bloggið og fer að setja inn nýjar myndir frá des....

 knúskveðja Kolla

december  hópurinn okkar  SV401553

august  c_users_kolla_pictures_nov-_desember_februar.jpg  c_users_kolla_pictures_nov-_desember_marts_407992.jpg


Lúsía og jólatónleikar

Í gær byrjaði Kara Mist að syngja Lúsíu á heimili þroskaheftra hér í bænum, en hún er að syngja með skátunum og þau eiga eftir að syngja 3svar í viðbót á elliheimilum bæjarins..Þetta finnst henni alveg yndislegt, að fara í síðan fínan hvítan kjól með kertaljós í hendinni alveg eins í lítil englaprinsessa Halo bara svo falleg....

Í gærkveldi voru jólatónleikar í skólanum þar sem bæði Pétur og Kara Mist fóru á kostum....Pétur og 3 bekkjafélagar sungu ,,,,Stand by my,,,,og tókst ekkert smá vel, restin af strákunum í bekknum spiluðu svo undir á hin ýmsustu hljóðfæri. En það voru sérstaklega 2 strákar sem í sér létu heyra algjörlega ófeimnir með fullt af stjörnustælum eins og þeir hafi aldrei gert annað en að standa á sviði fyrir fullum sal, en þetta voru Pétur og Viktor vinur hans Cool algjörir töffarar...

Kara Mist og Katrine bekkjarsystir hennar sungu svo saman danskt jólalag, ekki nema 9 erindi sem heitir,,, Højt fra træets grønne top,,, þær sungu þetta í rappstíl, þetta var alveg frábært hjá þeim og þær báðar svo flottar og ófeimnar,,,,skil ekki hvað þau eru ófeimin systkynin eins og þau eiga feimna og hlédræga foreldra,,,, FootinMouth  þau buðu okkur, Gunnari og Michelle á tónleikana og stóri bróðir var ekkert lítið stoltur af litlu systkynum sínum og foreldrarnir ánægðir með krílin sín, en við komum ekki heim fyrr enn kl 10 í gærkveldi svo það voru þreyttir ungar sem voru vakin í morgun í skólan...held þau hafi verið hálfsofandi í skólabílnum í morgun...Ævar mátti ekkert vera að því að koma með, hann er búinn að vera heima hjá Nikolai vini sínum sem býr rétt fyrir utan Grenaa síðan á sunnudag..en kemur heim í dag Wink

Núna eru þau í barnabíói sem er einu sinni í mánuði og svo á Kara Mist að syngja Lúsíu í kvöld og aftur á morgun og svo á hún að vera mætt uppí skóla kl.18 á morgun í maraþon lestur og kemur ekki heim fyrr enn kl 8 á föstudagsmorgun, svo hún líklega sefur Sleeping  til sunnudags eftir þetta allt saman en svo er síðasti Lúsíusöngur á sunnudaginn....sem betur fer.......jólaknús Kolla

p.s

heimilisfangið okkar er

Rådmandsvej 3

8500 Grenå

Danmark

 


Prinsessa Kara Mist 10 ára

Innilega til hamingju með 10 ára afmælið litla prinsessan okkar Kissing Heart

SV401197  sv401292.jpg   sv401284.jpg

Ótrúlegt að liðin séu 10 ár frá því þessi litla prinsessa leit dagsins ljós, en við vöktum hana kl 7 í morgun með afmælissöng og gjöfum. Svo koma 2 bestu vinkonur hennar, Ida og Stine með henni heim eftir skóla í dag, Jonni ætlar að baka vöfflur og svo koma Gunnar og Michelle og við förum öll saman á McDonalds í kvöld. Meiningin er svo að halda sameiginlega afmælisveislu í janúar fyrir Köru Mist og Idu, þar sem mamma hennar Idu er að fara eiga( var sett á 9. en Kara pantaði 10.) og ég frekar fötluð þessa dagana var því frestað fram í janúar Wink

Michelle ætlar að slétta á mér hárið í kvöld, þar sem ég reyndi þetta sjálf í síðustu viku og var heppin að steikja ekki úr mér augun Blush er hún búin að taka þetta að sér síðan Smile

læt þetta duga núna, hafið það sem best, knúskveðja Kolla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 45452

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband