Akureyri 4. júlí :)

Brottfarardegi okkar til Akureyrar var breytt í gær í 4. júlí sem er bara fínt, fáum 2 aukadaga Cool vonandi í góðu veðri, sól og sælu.

En svo ég segi ykkur aðeins frá útskriftinni, þá var mjög fín athöfn í skólanum á föstudeginum. Svo eftir athöfnina keyrðum við heim og hófum undirbúning fyrir veisluna daginn eftir. Við vorum með grillveislu þar sem Meistarinn stóð og grillaði ofan í 20 gesti og auðvitað varð þetta algjör meistaramatur Wink rosa gott hjá mínum manni enda algjör snillingur á grillinu. Svo var auðvitað kíkt í glas og mikið sungið við frábæran undirleik Borgars sem er bara snillingur með gítarinn, komumst að því að lagið,, Litla jólabarn,, okkar íslendinga er sumarlag dananna og heitir hjá þeim ,,Lille sommerfugl,, svo við sungum bara sumarið og jólin saman Whistling Eitthvað var svo hringt í skemmtilegt fólk á klakanum og því leyft að njóta gleðinnar með okkar Tounge Meistaranum voru færðar fullt af góðum og fallegum gjöfum og þar á meðal frá íslensku vinum okkar hér í Grenaa eitthvað háþrýstidót sem hann var kominn út að prófa kl 9.15 morguninn eftir Smile og hefur varla sleppt því síðan, allt orðið voða fínt og þvegið í kringum húsið okkar. Alda litla og Borgar gáfu honum svo Flakkara sem hann varð ekkert lítið glaður að fá, svo komu Eydís og Hilmar með kampavínsglös og 2 flöskur með í voða fínum gjafapakka, svo komu dönsku vinir okkar með fínar gjafir og gjafakort sem hann á eftir að finna sér eitthvað fyrir. En veislan var svo sungin út um 4 leytið og var þá búin að standa í 10 tíma og var alveg meiriháttar gaman að fagna þessu með svona góðum vinum og litlum frænkum Kissing

Helgina á undan vorum við í innfluttningspartýi hjá Öldu litlu frænku og Borgari, þar fengum við það besta lambalæri sem við höfum smakkað, a la Borgar, með Ora grænum og bestu sósu ever Wizard Svo voru auðvitað sungin flest íslensk lög sem hafa verið gefin út, því annað eins lagasafn og hjá honum Borgari mínum er vandfundið. 

Nú eru strumparnir Atli Freyr, Heiðmar og Patrekur ( synir Öldu og Borgars ) búnir að vera hjá okkur síðan í fyrrakvöld og allt gengið vel, Pétur alveg í skýjunum með frændur sína sem elska að spila fótbolta eins og hann Cool svo verða þeir sóttir í dag og við förum af stað kl 6 í fyrramálið til Akureyrar Smile

Hlökkum til að sjá ykkur Happy 


***** Jonni Maskinmester *****

Jæja þá er Jonni minn búinn með námið sitt InLove Loksins loksins loksins er vörnin búinn og minn maður náði þessu með glæsibrag. Við keyrðum til Arhus kl 8.30 í morgun, en hann fór svo inn í vörnina kl 13.30 svo hann notaði síðustu 4 tímana til að undirbúa sig og allt gékk þetta samkvæmt óskum, hann fékk 4 í einkunn sem er það sama og 7 á ísl, ekkert smá duglegur þessi elska Kissing Á meðan hann var í skólanum fór ég í Bilka og verslaði stúdentagjöfina hennar Michelle, en hún verður stúdent 27. júní. Svo keyrði ég til Öldu og Borgars, við frænkurnar vesenuðumst smá í Hornslet og keyrðum svo heim til Borgars, þar sem ég fékk svo rótsterkt kaffi, að ég sofna örugglega ekki fyrrenn á þriðjudag Shocking en svo fór ég niður í skóla að ná í ,,Maskinmesteren,, með stóran og fínan blómavönd og knúskyssti hann auðvitað í tilefni dagsins Kissing Heart mikið var hann stoltur og ánægður, þar sem hann sat á bekk í sólinni fyrir utan skólann með bjór og bros yfir allt andlitið, og ég auðvitað líka að springa úr stolti af honum, okkur finnst alveg ótrúlegt að þetta sé búið, þvílík hamingja. Set inn myndir af Meistaranum frá útskriftinni síðar.

Við áttum 9 ára brúðkaupsafmæli í gær og ákváðum að fara út að borða í Arhus eftir vörnina, en svo langaði okkur bara heim að slappa af og fara svo út að borða í kvöld heima í Grenaa ( er maður nokkuð værukær ) en svo er útskriftarhátíðin 27. júní í skólanum og veisla hér heima 28. og þá eru bara 8 dagar í 2 vikna Akureyrískt sumarfrí Cool 

Á morgun förum við svo í sveitina til Öldu og Borgars í innfluttningspartý og þá verður sko aldeilis slett úr klaufunum Wizard okkur verður boðið upp á ísl lambalæri, grænar Ora baunir og eitthvað meira gott að hætti Borgars meistarakokks Tounge hlökkum ekkert smá til, og þar verður Silla dúlla og svo koma Eydís litla frænka og Hilmar sæti með gormana sína, þetta verður sko stuð, Borgar búinn að tengja græjurnar og svo tjúttum við öll saman Sideways

Læt þetta duga núna, erum að fara út að borða

Kissing frá okkur hamingjusama fólkinu InLove Heart  

p.s  var í síðasta prófinu mínu í gær, munnlegt dönsku bókmenntapróf og fékk 12 Smile 


Afmælisdagur, skiladagur og prófSTRESS

Jæja þá er víst kominn tími á smá færslu hmhm Tounge

Byrja á afmælisdeginum góða, 1. júní varð að sjálfsögðu heitasti og sólríkasti afmælisdagur sem ég hef átt, það var 27.st hiti og skýlaus himinn svo að ég hlýt að hafa verið alveg sérstaklega góð stelpa síðasta ár,, danir meina að veðrið á afmælisdaginn segi til um hversu góður maður hafi verið frá síðasta afmælisdegi,, ég var vakin um morguninn með afmælissöng og fallegum gjöfum frá Köru Mist og Pétri og Jonni ætlar að bjóða mér í rómantíska ferð í haust þar sem við förum bara 2 saman, en það komu 25 gestir til að gleðja mig með nærveru sinni og fallegum gjöfum, ástarþakkir fyrir mig yndislegu frænkur, frændur og vinir Kissing svo komu auðvitað Ævar,Gunnar og Michelle með fallega gjöf handa mömmzlunni sinni svo að öll börnin mín voru hjá mér nema Sigurrós mín, sem ég saknaði mikið að hafa ekki, en hugga mig við að við hittum hana eftir 23 daga og 8 klst Happy InLove Þetta varð alveg yndislegur dagur sem heppnaðist vel í alla staði.

Jonni var svo duglegur að skrifa, að hann skilaði 4. en hafði tíma til 6. og svo var frídagur 5. svo við bara nutum þess að slappa af saman með krökkunum og hugsuðum ekkert um skóla og lestur í 4 daga, algjör Lúxus. Svo á hann að verja 20.

Svo var ég í bóklega dönskuprófinu 12. og munnlega enskuprófinu í gær og þvílíkt stress Sick mig er búið að kvíða svo mikið fyrir enskuprófinu að síðustu nætur hefur mig bara dreymt á ensku, svo í gærmorgun þegar ég vaknaði hafði mig bara ekkert dreymt Sleeping sagði við Jonna, ég fell í dag, lærði engin ný orð í nótt og þetta boðar ekki gott að hætta dreyma á ensku nóttina fyrir prófið. Hef aldrei farið í munnlegt próf og vissi ekkert hverju ág átti von á, hræðileg vanlíðan og stress í gangi. Svo hringdi dönskukennarinn í mig rétt áður enn ég fór í prófið til að segja mér að hún sæti með prófið mitt fyrir framan sig og það væri dálítið um ísl orðaröðun og eitthvað um stafsetningarvillur, en ég átti ekkert að fá að vita um útkomuna fyrrenn 27. svo ég hugsaði bara,, guð hún er hringja í mig til að segja mér ég hafi fallið,, gat hún ekki beðið þangað til eftir enskuprófið !!! En svo sagði þessi elska, vildi bara óska þér til hamingju með að vera ein af 3 hæstu í bekknum rosa flott klárað hjá þér, fékkst 7 sem er eins og 9 samkvæmt gamla kerfinu W00t velgjan í maganum breyttist í eitthvað gott smá stund, þangað til ég mundi aftur eftir enskuprófinu, en var með Hafdísi systir í símanum sem hvatti mig og hrósaði og sagðist vita þetta gengi hjá mér, takk Hafdís mín fyrir stuðninginn þegar ég þurfti hann svo mikið InLove fór svo skjálfandi í enskuprófið og hitti bekkjarsystir sem var næst á undan mér og kom hálfgrátandi út eftir fallpróf, svo ég reiknaði með að eins færi fyrir mér, en eftir mjög langt 20 mín próf, var ég send út fyrir í 2 mín og svo kölluð inn og fékk 4 sem er eins og 7, er fyrst núna að ná þessu og geta slappað pínu af. Þær sögðu kennarinn og prófdómarinn að þær hefðu sjaldan séð svona stressaðann nemanda Shocking Hlýt að hafa brennt einhverjum kaloríum við öll þessi ósköp Whistling  Svo er munnlegt dönskupróf 19. ég er nú ekki eins kvíðin fyrir því, þarf eitthvað mikið að ske til ég nái því ekki Wink 

Erum svo að fara kl 3 í dag í vinnuna hjá Gunnari þar sem er fjölskyldudagur, við skoðum fyrirtækið og borðum saman með vinnufélögum hans og fjölskyldum þeirra. Svo í kvöld fær Gunnar bílinn sinn, sem hann var að kaupa, Mitsubishi Carisma 1,8 Sport svo þau verða sjálfsagt bara á rúntinum, en til hamingju með fína bílinn þinn Gunnar minn Kissing 

Svo á morgun skreppum við í sveitasæluna til Öldu minnar og Borgars, Alda ætlar að laga á mér neglurnar og svo ætlum við bara að hygge okkur með þeim og strákunum þeirra. 

En hætti núna, er að fara í kaffi og spjall til Sillu minnar.

Hafið það sem best,,,,knúsi knús,,,, muna kvitta takk :)

P.S komin 2 ný albúm inn  

 

 


Útskrift eða aðgerð, stelpuafmæli og eintóm gleði

Já, nú er bara búið að útskrifa mig sem betur fer Smile en ég fór til bæklunarlæknisins í Arhus í morgun, hann sagði mér að 1 af hverjum 100 sem færu í svona aðgerð eins og ég, sætu uppi með frosna öxl og enn færri með frosinn olnboga, en ég náttúrulega heppin Lottó vinningshafi enda bæði með frosna öxl og frosin olnboga Angry Þetta er ekki hægt að laga nema með aðgerð, sem gefur ca 50% líkur á einhverjum bata. Ég afþakkaði pent og sagðist vilja útskrifast, ekki fleiri aðgerðir TAKK. Hreyfigetan á ekki eftir að verða meiri en verkirnir gætu minnkað á næstu 2 árum ( þvílíkar gleðifréttir ) svo ég ætla bara halda áfram í Pollýönnuleiknum mínum og sópa þessu undir mottuna góðu sem endalaust tekur við Tounge  

Er búin að standa sveitt í bakstri, svona ef einhver skyldi kíkja á mig á sunnudaginn, já þetta er alveg ótrúlegt en satt að ég verð 45 ára 1. júní, þetta er ekki prentvilla ég er bara svona ótrúlega ungleg Halo en þér er semsagt boðið í kaffi og kökur, hlakka til að sjá þig Kissing

Já svo er eintóm gleði hjá Ævari mínum í dag, SÍÐASTI SKÓLADAGURINN, þeir voru komnir á fætur kl 7. í morgun hann og Nikolaj og svo farnir út að hitta skólafélegana kl 8. með bjór í annari og eintóma gleði í hinni og stórt bros yfir allt andlitið, því nú á sko að kveðja kennarana í dag. Það var fótboltakeppni hjá þeim, nemendur á móti kennurum og svo átti að fara í Parken á eftir og bara vera úti og hygge sig, enda veðrið til þess 23 st hiti og glampandi sól Cool Ævar var klæddur eins og Súperman nörd, í gammosíum, nærbuxum yfir og svo þröngum bol, með klút um hálsinn og Zorro gleraugu. Nikolaj var safarí gaur í Havai stuttbuxum og skyrtu með stráhatt á hausnum, þeir voru bara flottir, set inn myndir af þeim síðar Grin á svo von á 10-15 strákum hingað seinna í dag þar sem þeir ætla borða saman á veröndinni, svo skemmta þeir sér eitthvað áfram Halo þessar elskur. 

Ekki gékk nógu vel hjá Æbba mínum í bílprófinu, en hann lætur það ekkert trufla sig, reynir bara aftur Wink

Sigurrós mín er búin að fá úr öllum prófunum sínum og fékk bara 9ur fyrir utan eina 7u í tölvu, var hæðst í bekknum á Félagsfræðiprófinu með litla 9,7 duglega stelpan mín Kissing alveg hreint ótrúlega lík mömmu sinni á sumum sviðum Halo 

Jonni er svo að leggja lokahönd á verkefnið sitt og skilar næsta föstudag.........JIBBÍ

hætti núna, er að fara út að sóla mig Cool en endilega muna kvitta þegar þið kíkjið á okkur, fullt af heimsóknum en lítið um kvitt.

 

 

 

 


Sumarfagnaður, bílpróf og fullir sniglar ; /

Það er víst kominn tími á smá skrif en annars er búið að vera mikið að gera og verður næstu vikurnar.

Byrja kannski á því að óska Gunnari mínum til hamingju með bílprófið langþráða Kissing en hann er búinn að vera á rúntinum eftir vinnu síðan 7. maí og nú er allt komið á fullt í að finna bíl fyrir hann því bíllaus vill hann ekki vera, en Ævar er svo góður bróðir InLove að hann lánaði Gunnari bílinn sinn svona til að byrja með. Svo á Ævar að taka bóklega bílprófið á föstudaginn, svo nú krossar maður bara fingur um að það gangi vel hjá kalli, en ökukennaranum finnst hann pínu Sleeping enda alltaf verið rólegur þessi elska. Ævar er búinn að taka inntökupróf inn í Menntaskólann í 3 fögum og náði þeim öllum, er búinn að fá bréf um að hann er kominn inn. Ætlar sér að taka stúdentinn á 3 árum og svo er stefnan í dag hjá honum að verða flugmaður Cool þarf að fara æfa sig í að vaka blessaður Gasp

Af Sigurrós minni er það að frétta að hún er búin með skólann og tók alveg frábær próf í öllum fögum, til hamingju með það Rósin mín HeartInLove Dugleg Hetja sem fyllir foreldra sína stolti alla daga.

Pétur er að vinna verkefni um Akureyri í skólanum og er búinn að setja 4 myndir inn og þær eru allar af Akureyrarkirkju, er búin að sýna honum fleiri myndir af bænum en, nei takk, það eru svo fínar myndirnar af kirkjunni fallegu. Litli Séra Pétur minn Halo

Allt gott að frétta af Köru Mist, svona yfirleitt glöð og ánægð með lífið. Fékk frábæra umsögn í skólanum, eintóma Smile kalla, sem gladdi að sjálfsögðu hjörtu foreldranna. 

Sumarfagnaðurinn um Hvítasunnuna tókst svona ljómandi vel, Jonni grillmeistari sá um kjötið og klikkaði ekki á því frekar enn venjulega. Við vorum 8 saman að fagna sumrinu, Silla, Simmi, Kjartan, Linda, Stefán, Alda og svo við Jonni minn. Við sátum úti á verönd til kl 4 um nóttina, sungum íslensk lög með Björgvin og Bubba minn í farabroddi, reyndar kveiktum við á hitaranum um 1 leytið en annars var veðrið bara frábært Cool

Jonni er búinn að fá dagsetningu á vörnina og á að verja 20. júní kl 14.00 svo endilega hugsið sérstaklega fallega til hans þá InLove ekki veitir af öllum góðum straumum á svona stundum. En svo er útskriftin 27. júní. Svo þann 28. júní verður tjúttað hér heima í tilefni af útskriftinni, semsagt stórveisla !!!!! og þú og þitt fólk innilega velkomin til okkar Kissing

Svo eru það Dráps sniglarnir ömurlegu Crying en þeir eru komnir í garðinn okkar, svosem ekki margir en afar leiðinlegir. Éta upp garðana nema þeim sé gefinn bjór,, fræðingarnir segja það besta ráðið,, svo nú er Tuborg í stórri dollu út í garði og þangað skríða þeir og uppí dolluna og drepast þar, blindfullir af bjórnum Sideways en þetta virkar og garðurinn fær frið Grin ég er ekki að grínast........

En best að hætta núna, bara aðeins að minnka þrýstinginn frá Helgu Sigrúnu minni InLove en ég er að fara í 4 tíma skriflegt dönskupróf í fyrramálið og komin tími á lestur Halo verð vonandi með fréttir af góðum árangri í bílprófinu hjá Sokkinum sæta í næstu færslu.

knúsi knús Kissing

 

 


Brenndar bringur, próf og útskrift *********

Nú hafa veðurguðirnir verið svo örlátir við okkur undanfarið með sól og hita, að við liggjum eins og klessur á veröndinni góðu og steikjum okkur svona á milli þess sem við kíkjum í skólabækur og skrifum Cool Brunnum hressilega á bringum og nebbum um helgina,, maður kann sér ekki hóf,, en erum öll orðin vel útitekin, brún og sælleg núna og Æbbinn orðin svo freknóttur og sætur alls staðar sem sólargeislarnir ná honum Blush Kortin lofa okkur svona veðri áfram svo langt sem spáin nær, æðislegt ef það rætist.

Ég er á fullu að undirbúa mig fyrir prófin sem verða núna í maí og júní, ég er búin að fá svar frá Verslunarskólanum um að ég er komin inn svo framarlega sem verður næg þáttaka, ég sótti nefnilega um í eldri deildinni þó ég sé svona ung Tounge en vonandi gengur það allt saman.

Jonni er á fullu að vinna lokaverkefnið sitt, hann á að verja 24. eða 25. júní og svo er útskriftin 27. júní. Við ætlum að halda uppá þetta með góðri veislu hérna heima, fer svona eftir veðri hvort það verður grillveisla í garðinum eða hvort við verðum innandyra. Allavega verður veisla hvernig sem viðrar og að sjálfsögðu ættingjar og vinir nær og fjær velkomnir að halda uppá þessi merku tímamót með okkur. LOKSINS !! 5 ÁRA ERFIÐISVINNU AÐ VERÐA LOKIРHappy 

Jonni farinn að þreyfa fyrir sér með vinnu og fer líklega í eitt atvinnu viðtal núna í vikunni eða næstu viku. Svo er búið að hafa samband við hann frá Íslandi með vinnu þar, enn enn enn sjáum til. Ekki fluttningshugleiðingar í gangi núna Wink 

Annars erum við búin að hafa 4 daga helgi, því danirnir hafa það þannig að ef það er frídagur á fimmtudegi þá er frí í skólum og mörgum vinnustöðum á föstudeginum, alltaf að, hygge , sig þessar elskur. Og svo er auðvitað 3ja daga frí næstu helgi líka og við að spá í að skreppa kannski í Djurs-Sommerland, Pétur er búin að prufukeyra nýja rússibanan þar og þótti bara ÆÐI en þau hin eiga þetta eftir, ég fer ekki uppí svona tæki takk. Svo á að vera grillveisla hjá okkur um helgina, held við verðum 9 stk að fagna sumrinu saman Halo skrifa fréttir af því síðar.....  

    


***Ævar 18 ára ***

Ótrúlegt en satt, lillinn okkar orðin 18 ára ungur maður HeartInLove Til hamingju med daginn Kissing

Við vöktum hann í morgun með afmælissöng og nýbökuðum rúnstykkjum. Svo eftir morgunmatinn fóru Kara Mist og Pétur í skólann en við sátum með afmælisbarninu og skoðuðum gömul myndaalbúm frá því hann var lítill, ótrúlegt hvað tíminn líður...Honum fannst alveg frábært að skoða þessar gömlu myndir af sjálfum sér, Alexander, Aðalheiði, Arnóri, Hildu og Sigrúnu svo voru nokkrar mjög skemmtilegar af Gunnari og Ásbirni og sjálfsögðu fleirum...hann sagði við eina myndina af Sigurrós,, mamma af hverju er hún með svona stutt hár !!! og eitthvað fannst honum ég og systur mínar, allar, frekar ósmekklegar um hárið, sagði, þið eruð eins og með hjálma á hausnum W00t Pabbi hans var svo að rifja upp með honum hvað stutt er síðan, hann var borinn inn í sitt rúm, eftir að hafa fengið að sofna í mömmu og pabba holu InLove

En svo í dag eftir skóla fær hann nokkra góða gesti, ég bakaði Karólínu marengs handa honum í gærkveldi og svo ætlar pabbi hans að grilla kjúklingabringur og svínalundir með berniessósu og tilheyrandi í kvöld mmm besta sem sokkurinn okkar fær, Gunnar kemur og borðar með okkur og auðvitað unglingurinn okkar hann Nikolaj en Michelle kemst ekki því það er líka afmæli í hennar fjölskyldu. En við hlökkum til þess að eiga góðan dag með honum og í kvöld verða rifjaðir upp gamlir og góðir atburðir í lífi hans. 

Svo á auðvitað að skreppa á skemmtistað unga fólksins hér í bænum ( Buddy Holly ) enda orðinn 18 og MÁ vera þar inni.

Mér finnst alveg ótrúlega stutt síðan, þessi litli gullmoli kom í heiminn, svo lítill og pattaralegur og bræddi mömmuhjartað. Svo stutt síðan, ég var svo heppin, að eignast svona yndislegt og heilbrigt barn. Og nú er litla barnið mitt orðið fullorðið, svona næstum því, en ekki alveg SJÁLFRÁÐA  InLove 

 

mars-april 554  mars-april 555  mars-april 581  mars-april 578 

 

 


Sól, sól skín á mig :)

Smá sólarkveðja Cool Héðan er allt gott að frétta, við hjónin sitjum sveitt yfir skólabókunum en tökum þó pásur á milli og njótum sólarinnar Wink veðrið búið að leika við okkur undanfarna daga með heiðskýrum himni og hækkandi hitastigi....

Er búin að vera mikið á flækingi milli Grenaa og Hornslet að hjálpa Öldu með allt sem þarf að gera í kringum fluttningana, sátum úti í sólinni í gær og brunnum saman frænkurnar LoL Patrekur litli svona alsæll með stóra garðinn sinn og vill helst ekki inn..held að þeim eigi eftir að líða vel í sveitinni þegar allir eru komnir.

Ævar er í smá ferðalagi með skólanum og kemur heim í kvöld....annars bíða allir krakkarnir spennt eftir 6. júlí og ættarmóti á Íslandi Grin

Skrifa aftur á afmælisdag Ævars míns, hann verður víst 18 á föstudaginn og reiknar með að verða SJÁLFRÁÐA  Halo hmm sjáum nú til með það Woundering

Hafið það sem best

knúsi knús

 


Afmælisdagur Jonna

Nú er víst komið að því að skrifa fréttir af afmælisdegi húsbóndans, betra seint en aldrei Smile Við fórum öll í vinnu og skóla um morgunin, ég vaknaði reyndar kl. 04.30 til að keyra Guffa í lestina í Arhus, hann fór svo með flugi heim til Íslands um hádegi eftir að hafa verið hjá okkur í viku. Ég fékk svo út úr dönskuprófinu, og fékk 7 samkvæmt nýja einkunnakerfi dana en það er sama og 9 samkv ísl kerfinu.

En svo vorum við öll komin heim um 3 leytið og þá komu Gitte og Henning til okkar í afmæliskaffi með börnin Mette, Idu og Peter. Þau komu hlaðin gjöfum handa afmælisbarninu, Ida gaf honum Nesquik og 1 ltr mjólk,, alltaf eitthvað spes í gangi á milli þeirra tveggja,, Mette og Peter gáfu honum konfektkassa og Gitte og Henning gáfu honum 6 rauðvínsstaup Wizard frá mér fékk hann jakka, frá Köru Mist og Pétri, 2 Björn Borg nærbuxur + teikningu og kúnstverk úr sprunginni blöðru og garni frá K.M og frá Ævari, Gunnari og Michelle fékk hann eitthvað voða fínt wiskí úr vínbúðinni inní bæ. Ég hafði um morgunin eftir keyrsluna með Guffa, bakað Karólínumarengs, Péturstertu og búið til túnfisksalat svo hann gæti nú boðið uppá eitthvað ef einhver kæmi. Svo um kvöldmatarleyti komu Alda, Borgar og Patrekur og færðu Jonna ísl ost og kokteilsósu svo þið getið nú ímyndað ykkur hvort ekki var veisla hjá mínum manni Whistling svo seinna um kvöldið komu Silla og Simmi, en þau komu svo aftur í gærkv og færðu honum mjög fínan bol. Mamma hans og pabbi hringdu svo og svo náttlega er hann búinn að fá fullt af afmæliskveðjum inná bloggið og nokkur sms. Og sendir bestu þakkir til allra sem mundu eftir honum LoL

Viðbót 13.04

Ákvað að setja síðuna í sumarliti þar sem er búið að vera 12-14 st hiti með þónokkurri sól síðustu daga Cool meira að segja er Jonni að slá garðinn í 1. skipti á þessu ári sem er reyndar 3 vikum seinna en í fyrra. En nú er komin tími á garðhúsgögnin Smile DEJLIGT !!!

 

 

   


Jonni afmælisbarn :)

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag

Hann á afmæli hann Jonni minn / pabbi

hann á afmæli í dag

Til hamingju með daginn elsku kallinn minn InLove og pabbi.

Skrifa í kvöld eða morgun með fréttir af deginum

2250  2317


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband