Afmælisdagur Jonna

Nú er víst komið að því að skrifa fréttir af afmælisdegi húsbóndans, betra seint en aldrei Smile Við fórum öll í vinnu og skóla um morgunin, ég vaknaði reyndar kl. 04.30 til að keyra Guffa í lestina í Arhus, hann fór svo með flugi heim til Íslands um hádegi eftir að hafa verið hjá okkur í viku. Ég fékk svo út úr dönskuprófinu, og fékk 7 samkvæmt nýja einkunnakerfi dana en það er sama og 9 samkv ísl kerfinu.

En svo vorum við öll komin heim um 3 leytið og þá komu Gitte og Henning til okkar í afmæliskaffi með börnin Mette, Idu og Peter. Þau komu hlaðin gjöfum handa afmælisbarninu, Ida gaf honum Nesquik og 1 ltr mjólk,, alltaf eitthvað spes í gangi á milli þeirra tveggja,, Mette og Peter gáfu honum konfektkassa og Gitte og Henning gáfu honum 6 rauðvínsstaup Wizard frá mér fékk hann jakka, frá Köru Mist og Pétri, 2 Björn Borg nærbuxur + teikningu og kúnstverk úr sprunginni blöðru og garni frá K.M og frá Ævari, Gunnari og Michelle fékk hann eitthvað voða fínt wiskí úr vínbúðinni inní bæ. Ég hafði um morgunin eftir keyrsluna með Guffa, bakað Karólínumarengs, Péturstertu og búið til túnfisksalat svo hann gæti nú boðið uppá eitthvað ef einhver kæmi. Svo um kvöldmatarleyti komu Alda, Borgar og Patrekur og færðu Jonna ísl ost og kokteilsósu svo þið getið nú ímyndað ykkur hvort ekki var veisla hjá mínum manni Whistling svo seinna um kvöldið komu Silla og Simmi, en þau komu svo aftur í gærkv og færðu honum mjög fínan bol. Mamma hans og pabbi hringdu svo og svo náttlega er hann búinn að fá fullt af afmæliskveðjum inná bloggið og nokkur sms. Og sendir bestu þakkir til allra sem mundu eftir honum LoL

Viðbót 13.04

Ákvað að setja síðuna í sumarliti þar sem er búið að vera 12-14 st hiti með þónokkurri sól síðustu daga Cool meira að segja er Jonni að slá garðinn í 1. skipti á þessu ári sem er reyndar 3 vikum seinna en í fyrra. En nú er komin tími á garðhúsgögnin Smile DEJLIGT !!!

 

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð litla systir!

Og innilega hamingjuóskir með þennan flotta árangur í dönskunni! Meiri háttar hjá þér

Einnig hamingjuóskir með kallinn þinn! Hann fékk SMS frá mér á afmælisdeginum sínum.

Já það hefur nú verið heldur betur flott veisla hjá ykkur. Ég á nú eftir að upplifa þessar kökur hjá þér, hm,hm!

Ég hringi í þig seinna! Bið að heilsa Jonna og krökkunum þínum

Knús og klem frá stóru systur í Noregi

Hafdis Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:34

2 identicon

Sæl öll

Kærar þakkir fyrir símtalið og fallega gjöf á afmælisdaginn minn, góðar kveðjur til ykkar allra

kv. Helga

Helga Eym (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:06

3 identicon

Hæ hæ snúlla

Það hlítur að hafa verið veisla þegar Alda og Borgar komu með koktelsósuna og ostin hehehe......

Kveðja Helga H og fjölskilda.

Helga H frænka (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 17:54

4 identicon

Usss... Til lukku með daginn elsku pabbi minn og varla skemma allar þessar gjafir... Og til hamingju elsku mamma mín með dönskuprófið þitt... Þú ert SNILLINGUR...!!! Og ég er rosalega stolt af þér...!!! Er í tölvutíma og hef þar af leiðandi engan tíma en það gengur allt skínandi vel og vonum framar að vanda... En elskelskogelsk og saknisaknisakn....

Kærleiksknús og krúsídúllur af þiðnuðum klakanum...

    Ykkar Sigurrós Yrja...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 45452

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband