Prinsessa Kara Mist 10 ára

Innilega til hamingju með 10 ára afmælið litla prinsessan okkar Kissing Heart

SV401197  sv401292.jpg   sv401284.jpg

Ótrúlegt að liðin séu 10 ár frá því þessi litla prinsessa leit dagsins ljós, en við vöktum hana kl 7 í morgun með afmælissöng og gjöfum. Svo koma 2 bestu vinkonur hennar, Ida og Stine með henni heim eftir skóla í dag, Jonni ætlar að baka vöfflur og svo koma Gunnar og Michelle og við förum öll saman á McDonalds í kvöld. Meiningin er svo að halda sameiginlega afmælisveislu í janúar fyrir Köru Mist og Idu, þar sem mamma hennar Idu er að fara eiga( var sett á 9. en Kara pantaði 10.) og ég frekar fötluð þessa dagana var því frestað fram í janúar Wink

Michelle ætlar að slétta á mér hárið í kvöld, þar sem ég reyndi þetta sjálf í síðustu viku og var heppin að steikja ekki úr mér augun Blush er hún búin að taka þetta að sér síðan Smile

læt þetta duga núna, hafið það sem best, knúskveðja Kolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með prinsessuna kolla mín :) hafið það gott í dag :) hlakka til að hitta ykkur á nýju ári.

Knús í kotið Alda Frænka:)

Alda (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Innilega til lukku með fyrsta áratuginn elsku sæta litla besta frænkan mín :-) Góða skemmtun á makkanum og eigðu frábæran dag!

Knús og kossar frá öllum stuðstrumpunum, Eydís, Hilmar, Eyþór Atli og Valur Snær

Eydís Hauksdóttir, 10.12.2007 kl. 11:14

3 identicon

Til hamingju með afmælið elsku yndislega og fallega prinsessan mín...!!! Alveg stormandi lukku með daginn skotta og njóttu hans hrúgu og helling...   Heill áratugur og sko bara hvað þú berð aldurinn vel... Ég elska þig elsku litla systir og er með þér í anda á þessum stórmerkilega degi... Risa afmælisknús...

Og elsku mamma mín... Dugnaður er þetta í þér að halda þessu bloggi við... Svona einhent eins og þú ert...  Ein af mörgum  ástæðum þess að þú ert hetjan mín... Knús og kossar til allra... Ég elska ykkur öll heil ósköp og söknuðurinn eftir því... En sérstaklega elska ég ykkur......

Ást, knús og kærleikur  ykkar Sigurrós Yrja...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:21

4 identicon

Til hamingju með daginn elsku frænka, eigðu frábæran dag með fjölskyldunni, afmælispakkinn fer alveg að leggja af stað til þín með jólapökkunum.

Byðjum voða vel að heilsa fólkinu þínu

knús kveðjur frá okkur í Arnarsíðu 4 d Akureyri

Helga Eym. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 14:51

5 identicon

Innilega til hamingju með afmælið Kara mín.  Ég sakna þín alveg svakalega mikið  þú ert svo dugleg að leika við mig þegar við hittumst. Hafðu það gott í dag...... Kossar og knús til þín frá Emblu Eir litlu frænku:*

ps Mamma og pabbi senda innilegar afmæliskveðjur. 

Embla Eir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 16:47

6 identicon

Hæhæ og gaman að "detta" hingað inn, geta aðeins forvitnast um ykkur;) En vildi nú aðallega óska prinsessunni innilega til hamingju með afmælið...láttu stjana við þig í tilefni dagsins.

En hafið það gott, knús Karen,Robbi,Hilmir og Almar.

Karen Dögg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 19:53

7 identicon

Hæ elsku frænka

Innilega til hamingju með afmæliðVonandi áttiru góðan afmælisdag og vá hvað ég öfunda þig á að hafa fengið að fara á McDonalds

Ætlaði að skrifa í gær...en komst aldrei í það þar sem litli frændi þig var soldið erfiður við mömmu sína og enginn pabbi til að hjálpa til alltaf að vinna kallinn

en betra er seint en aldrei

En knúsaðu mömmuna þína frá okkur og alla hina auðvitað líka

Kv. Arna Ýr , Finnur Bessi og Heiðar kató

Arna Ýr (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 16:44

8 identicon

Hæ sæta skvís og til lukku með daginn í gær.

Hafið það sem allra best í Danaveldi og  baráttukveðjur til mömmu þinnar  

knús

Ágústa, Ægir og Kristinn Örn

Ágústa Hrönn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 21:50

9 Smámynd: Kolla og Jonni

Takk fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar sem mér fannst svo gaman að fá

afmælisknús til ykkar allra,,,ykkar Kara Mist 10 ára afmælisprinsessa

Kolla og Jonni, 12.12.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband