Sumarfagnaður, bílpróf og fullir sniglar ; /

Það er víst kominn tími á smá skrif en annars er búið að vera mikið að gera og verður næstu vikurnar.

Byrja kannski á því að óska Gunnari mínum til hamingju með bílprófið langþráða Kissing en hann er búinn að vera á rúntinum eftir vinnu síðan 7. maí og nú er allt komið á fullt í að finna bíl fyrir hann því bíllaus vill hann ekki vera, en Ævar er svo góður bróðir InLove að hann lánaði Gunnari bílinn sinn svona til að byrja með. Svo á Ævar að taka bóklega bílprófið á föstudaginn, svo nú krossar maður bara fingur um að það gangi vel hjá kalli, en ökukennaranum finnst hann pínu Sleeping enda alltaf verið rólegur þessi elska. Ævar er búinn að taka inntökupróf inn í Menntaskólann í 3 fögum og náði þeim öllum, er búinn að fá bréf um að hann er kominn inn. Ætlar sér að taka stúdentinn á 3 árum og svo er stefnan í dag hjá honum að verða flugmaður Cool þarf að fara æfa sig í að vaka blessaður Gasp

Af Sigurrós minni er það að frétta að hún er búin með skólann og tók alveg frábær próf í öllum fögum, til hamingju með það Rósin mín HeartInLove Dugleg Hetja sem fyllir foreldra sína stolti alla daga.

Pétur er að vinna verkefni um Akureyri í skólanum og er búinn að setja 4 myndir inn og þær eru allar af Akureyrarkirkju, er búin að sýna honum fleiri myndir af bænum en, nei takk, það eru svo fínar myndirnar af kirkjunni fallegu. Litli Séra Pétur minn Halo

Allt gott að frétta af Köru Mist, svona yfirleitt glöð og ánægð með lífið. Fékk frábæra umsögn í skólanum, eintóma Smile kalla, sem gladdi að sjálfsögðu hjörtu foreldranna. 

Sumarfagnaðurinn um Hvítasunnuna tókst svona ljómandi vel, Jonni grillmeistari sá um kjötið og klikkaði ekki á því frekar enn venjulega. Við vorum 8 saman að fagna sumrinu, Silla, Simmi, Kjartan, Linda, Stefán, Alda og svo við Jonni minn. Við sátum úti á verönd til kl 4 um nóttina, sungum íslensk lög með Björgvin og Bubba minn í farabroddi, reyndar kveiktum við á hitaranum um 1 leytið en annars var veðrið bara frábært Cool

Jonni er búinn að fá dagsetningu á vörnina og á að verja 20. júní kl 14.00 svo endilega hugsið sérstaklega fallega til hans þá InLove ekki veitir af öllum góðum straumum á svona stundum. En svo er útskriftin 27. júní. Svo þann 28. júní verður tjúttað hér heima í tilefni af útskriftinni, semsagt stórveisla !!!!! og þú og þitt fólk innilega velkomin til okkar Kissing

Svo eru það Dráps sniglarnir ömurlegu Crying en þeir eru komnir í garðinn okkar, svosem ekki margir en afar leiðinlegir. Éta upp garðana nema þeim sé gefinn bjór,, fræðingarnir segja það besta ráðið,, svo nú er Tuborg í stórri dollu út í garði og þangað skríða þeir og uppí dolluna og drepast þar, blindfullir af bjórnum Sideways en þetta virkar og garðurinn fær frið Grin ég er ekki að grínast........

En best að hætta núna, bara aðeins að minnka þrýstinginn frá Helgu Sigrúnu minni InLove en ég er að fara í 4 tíma skriflegt dönskupróf í fyrramálið og komin tími á lestur Halo verð vonandi með fréttir af góðum árangri í bílprófinu hjá Sokkinum sæta í næstu færslu.

knúsi knús Kissing

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ dúllan mín, Ævar rúllar nú upp þessu bílprófi hann fer lét með þetta skinnböggullinn minn

Jonni hann fer nú létt með þetta ef hann fær frið við að skrifa fyrir gesta gangi hehe

og þú gamla ferð nú líka létt með þetta próf á morgun, en gangi þér samt vel, heyri í þér þegar að þú ert búin með það gamla

en bara að kíkka og kvitta knúsi knúsi knús og gangi ykkur rosa vel þið eruð best

kveðja Alda Sóra frænka

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:14

2 identicon

Ps gott að það eru líka svona helvítis kvikindi hjá ykkur líka hehe:)

Alda (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:16

3 identicon

Gangi þér vel í profinu á morgun láttu í þér heyra eftir þad ,, sendi þér stórt knús og enn og aftur gangi þér vel úff ,, en hef fulla trú á þér knús knús

silla (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:18

4 identicon

Hæ hæ

Bara að kvitta,  Þetta á allt eftir að ganga upp hjá ykkur þið eruð bestust.

Knús knús og

Kveðja Eva frænka

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 09:10

5 identicon

Hæ elskulegust... JeDúdda... Bara allt í gangi... Tvö bílpróf og menntó og litlu krúslurnar mínar alltaf jafn dugleg með hvað sem þau taka sér fyrir hendur, meiri próf (sem ég veit að þú "ace´ar" elsku mamma mín) og ritgerð og útskrift hjá elsku pabba mínum (og ekki spurning hvernig það fer gamli......) Ohh hvað ég er stolt og montin af ykkur...!!! Og takk fyrir falleg orð elsku mamma mín... en við skulum endilega bíða eftir restinni af einkunnunum og þá geturu montað þig meira... Saknisaknisakn...!!! En þrátt fyrir það (og að vera eins og uppblásin blaðra þessa dagana) þá er gleði í hjarta mér og dásamleg vissa bara um lífið almennt (ægilega háfleyg eitthvað......) Þetta er gott og verður æ betra og þó að lífið gangi á þá er svo notalegt að vera í stakk búin til að díla við það, jafnvel þó að ótti dúkki upp... Jæja... Held ég verði bara að fara að skrifa ljóð eða eitthvað barasta... Enn á ný hlakka ég óhemju og endalaust mikið til að sjá ykkur...!!!!

Ást, knús, sakn, elsk, mont og stolt

væmna rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:29

6 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Sæl elsku litla systir!

Vonandi gekk prófið vel hjá þér og svo bíð ég spennt eftir að heyra hvernig gekk með bílprófið hjá Ævari mínum!

Æðislegt að allt gangi svona vel með Sigurrósuna þina, vonandi heldur þetta svona áfram. Þetta er bara alveg meiriháttar flott hjá henni

Og svo Gunnar minn, loksins, loksins gekk þetta vel. Þetta er bara alveg æðislegt að hann geti keyrt þangað sem hann vill. Þetta hjálpar honum mikið!!!

Þetta verður flott ritgerð um Akureyri hjá Pétri og Kara Mist er svo dugleg!

Já þetta er stór áfangur í lífi ykkar núna Hugsa bara jákvætt og biðja englana ykkar um hjálp þá gengur þetta allt saman bara vel

Enda eigið þið það skilið að allt gangi VEL

Smá kveðja til Sigurrósar, hvað með að fara að skrifa ljóð? Það er nú ekki vittlaust Er viss um að þú værir dugleg í því, byrjaðu bara. Hef trollatrú á  þér

Jæja læt þetta nægja í bili, er að fara í sund. Það er meiriháttar gott fyrir mig

Knús frá mér til ykkar allra

Hafdís Gunnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 08:52

7 identicon

hæ hæ

bömmer að komast ekki til ykkar í svona rosa tjútt  efa ekki að það verði brjálað stuð hehe eins og ykkur er einum lýst þarna út, bara gaman úti hjá ykkur

En núna er gott að eiga heima á Akureyri núna, mig langar ekkert í svona snígla hehehe

Til hamingju með öll þessi próf og auðvitað hefur þú rúllað þínu upp líka

Verð að fara að koma og tjútta með ykkur flótlega

kveðja frá Akureyri

Hulda (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 23:57

8 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Brjálað að gera hjá ykkur öllum í skólum og prófum... úff, púff, eins gott að þið eruð öll svona ofurklár og dugleg ;-)

Heyrumst fljótlega mín kæra,

þín Eydís

Eydís Hauksdóttir, 25.5.2008 kl. 11:13

9 identicon

Það er nú þannig elsku mamma mín að þegar ég er með beinan aðgang að tölvu þá geri ég kröfu um blogg og nýjar fréttir á HÁMARK 5 daga fresti... Og nú er kominn tími á´etta... En það gengur allt skínandi hjá mér... Er enn í borginni og er að skemmta mér dásamlega... Ég fékk árspening á flórídafundin í gær og er óneitanlega doldið montin... En já elsku mammsí mín... Meira blogg takk...!!! Ég elska ykkur og sakna alveg hrikalega hrúgu...!!!!

             Rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 12:50

10 identicon

Maaaammaaaa.....!!!! Kræst... Rosalegar einkunnir...!!! Ég er bara ekki að jafna mig hérna...!!! Ég er orðin stæðulaus og er þess vegna að senda þér skilaboð hérna... Sniðuga stelpa... Vonandi gengur Tupperwerekynningin þín vel og viltu hringja við fyrsta tækifæri...???

Ást, knús, sakn og elsk...

Rósin þín...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband