30.5.2008 | 14:06
Útskrift eða aðgerð, stelpuafmæli og eintóm gleði
Já, nú er bara búið að útskrifa mig sem betur fer en ég fór til bæklunarlæknisins í Arhus í morgun, hann sagði mér að 1 af hverjum 100 sem færu í svona aðgerð eins og ég, sætu uppi með frosna öxl og enn færri með frosinn olnboga, en ég náttúrulega heppin Lottó vinningshafi enda bæði með frosna öxl og frosin olnboga Þetta er ekki hægt að laga nema með aðgerð, sem gefur ca 50% líkur á einhverjum bata. Ég afþakkaði pent og sagðist vilja útskrifast, ekki fleiri aðgerðir TAKK. Hreyfigetan á ekki eftir að verða meiri en verkirnir gætu minnkað á næstu 2 árum ( þvílíkar gleðifréttir ) svo ég ætla bara halda áfram í Pollýönnuleiknum mínum og sópa þessu undir mottuna góðu sem endalaust tekur við
Er búin að standa sveitt í bakstri, svona ef einhver skyldi kíkja á mig á sunnudaginn, já þetta er alveg ótrúlegt en satt að ég verð 45 ára 1. júní, þetta er ekki prentvilla ég er bara svona ótrúlega ungleg en þér er semsagt boðið í kaffi og kökur, hlakka til að sjá þig
Já svo er eintóm gleði hjá Ævari mínum í dag, SÍÐASTI SKÓLADAGURINN, þeir voru komnir á fætur kl 7. í morgun hann og Nikolaj og svo farnir út að hitta skólafélegana kl 8. með bjór í annari og eintóma gleði í hinni og stórt bros yfir allt andlitið, því nú á sko að kveðja kennarana í dag. Það var fótboltakeppni hjá þeim, nemendur á móti kennurum og svo átti að fara í Parken á eftir og bara vera úti og hygge sig, enda veðrið til þess 23 st hiti og glampandi sól Ævar var klæddur eins og Súperman nörd, í gammosíum, nærbuxum yfir og svo þröngum bol, með klút um hálsinn og Zorro gleraugu. Nikolaj var safarí gaur í Havai stuttbuxum og skyrtu með stráhatt á hausnum, þeir voru bara flottir, set inn myndir af þeim síðar á svo von á 10-15 strákum hingað seinna í dag þar sem þeir ætla borða saman á veröndinni, svo skemmta þeir sér eitthvað áfram þessar elskur.
Ekki gékk nógu vel hjá Æbba mínum í bílprófinu, en hann lætur það ekkert trufla sig, reynir bara aftur
Sigurrós mín er búin að fá úr öllum prófunum sínum og fékk bara 9ur fyrir utan eina 7u í tölvu, var hæðst í bekknum á Félagsfræðiprófinu með litla 9,7 duglega stelpan mín alveg hreint ótrúlega lík mömmu sinni á sumum sviðum
Jonni er svo að leggja lokahönd á verkefnið sitt og skilar næsta föstudag.........JIBBÍ
hætti núna, er að fara út að sóla mig en endilega muna kvitta þegar þið kíkjið á okkur, fullt af heimsóknum en lítið um kvitt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
Gullin okkar
- Pétur Jónsson
- Kara Mist Jónsdóttir
- Embla Eir Jónsdóttir
- Heiðar Kató Finnsson
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir
- Patrekur Helgi Borgarsson
- Sunneva Huld Leósdóttir
Heimasíður
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svaka góðar fréttir af þér góða mín, en það þýðir ekkert annað en að brosa útí annað og lifa með þessu. Hér er allt gott að frétta Hilda var að fara til Patreksfjarðar með kærastanum í einkaflugvél, sem pabbi Davíðs sendi eftir þeim til að fá þau í heimsókn, ekki slæmt það. Hrönn og Steini koma heim frá Tenirife á þriðjudag, það verður voða ljúft að fá heim. Eigðu góðan dag á sunnudaginn með fjölskyldunni, hugsum til þín með vatn í munni við tilhugsunina um allar terturnar.
bið voða vel að heilsa knús kveðjur til ykkar allra
Helga
Helga (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 15:43
Jahá þú lítur nú ekki útfyrir að vera deginum eldri en 25 gú gú eins og Patrekur sagði við þig í dag ekki 45 bara 25 :)
en við mætum á sunnudaginn í terturnar hum hum elsku dúllan okkar :)
kiss kiss og knús kveðja Alda stóra frænka híhí
Alda (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 16:23
Hæ til hamingju med dömuna þína ekkert smá flott hjá henni :) ad sjálfsögdu mæti ég á sunnudag ætla sko ekki ad missa af þínum gódu kökum :) þar sem kikti ekki í dag enda ,,erfidur einstaklingur ,,eins og ég sagdi vid þig og madur vill nú ekki ad þú fáir alveg leid á manni hehe,, þá vil ég samt ekki ad þú gleymir mér alveg svo vid Stacy kíkjum á þig á morgun ,, ekkert smá huggun í því fyrir þig,, því audvitad saknar þú mín alveg helling :) knús knús
Silla (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 16:32
Geggjaðar fréttir af sætu Yrjunni, vá ekkert smá flott og kúl hjá henni þessar einkunnir. Hún er náttlega bara langflottust og ég er að springa úr stolti yfir að eiga svona æðislega duglega frænku :-) Ég er nú ekki alveg nógu ánægð með fréttirnar af þér samt.... ekki gott að þurfa að sætta sig við frosna líkamsparta....
En auðvitað kíkjum við í ammmæliskaffi á morgun til þín dúllan mín, enda stórafmælisdagur þarna á ferð.
Knús og kyss, Eydís
Eydís Hauksdóttir, 31.5.2008 kl. 09:44
Til hamingju með afmælið og takk bæði tvö fyrir að leyfa dömunni minni að fljóta með ykkur út aftur í sumar, hún er ekkert smá spennt
Hulda (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 11:25
Hæ elsku Kolla mín, innilega til hamingju með afmælið, sjáumst vonandi fljótlega
Sigrún Soffía (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 17:48
Sæl elsku Kolla mín!
Og hjartanlegar hamingjuóskir með 45 árin!
Vildi óska þess að ég hefði getað komið í tertur til þín! En því miður gat ég það ekki í þetta skiptið Vonandi kemst ég í næsta stórafmæli!
Rosalega er Sigurrós dugleg! MEIRIHÁTTAR FLOTT hjá henni Hún á eftir að ná langt, eldri prinsessan þín!
Ég veit náttúrulega bara allt um frosin öxl og pínu um olnboga. Þannig er það að maður bara venst þessu að vera svona, skrýtið en satt
Það verður nú gott fyrir ykkur þegar Jonni er búinn með skólann og þú komin í sumarfrí, þá getið þið farið að slappa aðeins af
Bestu kveðjur frá okkur hér í Noregi
Knús frá stóru systur
Hafdís Gunnarsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:14
Hæhæ elsku Kolla frænka
Til hamingju með afmælið elsku frænka vonandi hafðiru góðan dag komumst ekki fyrr í tölvu og er búinn að glata öllum símanúmerum sökum ónýts síma!!
en vildum bara senda þér bestustu bestu kveðjur frá ak
Hlökkum til að sjá ykkur í júlí
Knús og kram til þín
Arna Ýr, þúsund kossa kallinn og Heiðar Kató
Arna Ýr (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 00:10
Hæ hæ, elsku Kolla mín og til hamingju með daginn í gær,
þú yngist bara með hverju árinu sem líður . Gaman að heyra hvað henni Sigurrós gekk vel í prófunum þið getið sko verið stolt af henni stelpunni .
Bið að heilsa öllum
Kveðja Eva stóra frænka
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 16:05
Elsku Kolla okkar
Innilega til hamingju með daginn í gær. Vonandi áttirðu yndislegan dag með fjölskyldu og vinum. Við hlökkum mikið til að sjá þig í sumar og fá að sýna þér nýju íbúðina okkar
Kærar kveðjur frá öllum í Snægilinu
Eva og Embla (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 16:45
Takk æðislega fyrir allar afmæliskveðjurnar
Átti yndislegan dag með góðum ættingjum og vinum sem gerðu daginn yndislegan og ógleymanlegan fyrir mig, hlýt að hafa verðið þokkalega stillt og prúð síðastliðið ár því veðurguðirnir voru svo rausnarlegir að gefa mér besta dag ársins það sem af er, 27 st og glampandi sól
fullt af knúsi á ykkur öll
ykkar Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 17:44
Hæ hæ elsku Kolla mín
Betra seint enn aldrei en bara innilega til hamingju með 45 árin vonandi hefurðu átt góðan dag og til hamingju með dóttirina ekkert smá dugleg í skólanum.
Takk fyrir kveðjuna á gamla manninum eða ég meinti þeim unga hehe..... hann varð víst bara fertugur
kossar og knúss á línuna kveðja Helga H og gullmolarnir.
Helga H frænka (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 17:46
Sæl Kolla og til hamingu með daginn um daginn! við sjáumst þegar þú kemur heim pottþétt... hlakka til að sjá ykkur.
sigrún Soffía (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 17:19
jæja ekki komin tími á blogg dúllan mín ?????
Alda (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.