Haustfrí og Hollandsferð

Sælt veri fólkið Kissing

Nú er langþráð haustfrí loksins byrjað Cool enginn skóli fyrrenn 20. okt, bara æði að fá svona gott frí.

Er samt eitthvað hálfandlaus þessa dagana, er sjálfsagt enn í sjokki eftir allar ömurlegu fréttirnar frá Íslandinu. Finn mikið til með löndum mínum, þessu venjulega fólki sem vinnur og vinnur en getur samt varla náð endum saman. Þetta er bara svo sorglegt allt saman, allt sem maður les í fjölmiðlum um eldra fólkið sem er að tapa ævisparnaðinum fyrir óráðssíu stjórnendanna. Svo eiga börnin okkar og barnabörn að greiða fyrir græðgi þessara hálfvita Angry

En svo ég snúi mér að léttara efni, þá er hann Pétur okkar á leiðinni til Hollands á miðvikudagsmorguninn kl. 6. stundvíslega Tounge hann er voða spenntur, er að fara á fótboltamót fimmtudag og föstudag og svo á laugardeginum á að fara á leik Ajax - Groningen á Amsterdam Arena leikvanginum, sem tekur rétt tæplega 60.000 áhorfendur Whistling svo á bara leika sér í Amsterdam frammá kvöld, en svo verður lagt af stað heim um kl.23.00 um kvöldið og við reiknum með kappanum heim um hádegi á sunnudag. Ætla ekki að neita því að ég er pínu kvíðin að hann sé að fara þetta Blush hann hefur aldrei farið svona langt frá mér áður, svo þetta er pínu erfitt, en við höfum sjálfsagt bæði gott af þessu.

Á laugardaginn vorum við í Hrekkjarvöku afmæli hjá Eyþóri Atla og Val Snæ Wizard Eydís litla alltaf svo dugleg að skreyta og gera fínt. Það var útskorið Grasker og svo voru alskyns draugar, kóngulær og allt mögulegt skraut út um allt, bara svo flott hjá þeim. Svo voru náttúrulega þvílíku kræsingarnar að við átum öll á okkur stór göt Wink takk fyrir frábæra veislu elsku litla fjölskylda Kissing

Við erum að spá í að skipta út brenniofninum hjá okkur, og leita svo eftir tilboðum í nýja glugga og útihurðir. Þetta er orðið ansi lúið bæði gluggar og hurðir enda orðið 30 ára gamalt. Ætlum að heyra í tengdasyninum í kvöld, þar sem hann er nú húsasmiður og fá einhver ráð um hvað sé best að gera Smile 

Ætla svo að skella mér í klippingu og litun á morgun, er orðin voða mikið mikið þreytt á hárinu á mér, svo það er aldrei að vita hvernig ég kem út. Ævar segist ekki labba með mér á götu ef ég læt klippa mig stutt Tounge en auðvitað geri ég bara það sem mér dettur í hug, algjörlega einfær um að ákveða það W00t

Það er allt gott að frétta af öllum hér, fyrir utan að Jonni er enn atvinnulaus, en vonandi fer eitthvað að gerast í því fljótlega.

Hafið það gott og verið góð hvert við annað, kærleiksknús Kolla InLove 

MUNA SVO AÐ KVITTA ELSKURNAR Happy

p.s

Búin í klippingu Wink aftur til fortíðar Tounge hvað finnst ykkur svo ?????

IMG_1793  IMG_1794  IMG_1795

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri túttan mamma mín... Fyrsta sem Nonni sagði  við mig þegar ég kom af fundi var... "Ertu búin að sjá bloggið hennar mömmu þinnar?" Þú ert rosaleg og mikill snillingur mammsí... 

Annars er ég viss um að litli unglingurinn okkar spjari sig fínt út í Hollandi og þetta fari allt eins og í litlu ævintýri...

En lítið annað í bili...

 Ást, knús, sakn og elsk...

Rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:00

2 identicon

Hoba hoba mamma... þúrt svo mikil skutla... Óneitanlega tekur mig til baka um nokkur ár... nema það að þú greinilega fríkar með hverju árinu... sæta mín...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:46

3 identicon

hæ mamma mín.. fer þér vel nýja klippingin algjör gella eins og alltaf
skil ekkert í ævari að vilja ekki labba með þér svona úti á götu, hann kannski býður mömmu sinni bara á rúntin í staðin  ökuþórinn sjálfur heheh
annars bara senda ykkur öllum stórt og gott knús og marga kossa frá kalda íslandi
p.s karles biður að heilsa ykkur líka

Hildur Þóra (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Jæja Kolla mín, þú lést verða að þessu!

Tók nefnilega eftir því að þú stúderaði mikið myndirnar sem voru teknar af þér þegar þið systur og mamma komu óvænt í heimsókn til mín.

Það datt svona inn í hausinn á mér að þú værir að pæla í þessu!

Mér finnst þú bara rosalega flott. Og þetta er kanski miklu betra fyrir þig að hafa þetta svona stutt. Hvað finnst Jonna um þessa breytingu? Og hvað SAGÐI Ævar þegar hann sá þig?

Reynið bara að slappa af og njóta þín í fríinu ykkar!  Þetta er fljótt að líða.

Massa knús og klem frá mér

Hafdís Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 06:53

5 identicon

Þakka hrósið dúllurnar mínar  Man ekkert eftir að hafa verið að skoða þessar myndir  en er búin að hugsa um þetta ca 3 vikur án þess að nefna það við nokkurn mann,og ákvað bara að láta verða af þessu  Ævar er ekki búinn að sjá mig og veit ekki neitt, hann kemur heim í dag, er búinn að vera hjá vini sínum í 2 daga. Jonni, Pétur og Kara vissu ekki neitt og urðu ekkert smá hissa þegar ég kom heim, en held að Jonni sé bara ánægður með að fá þá gömlu tilbaka  á eftir að hitta Gunnar og Michelle, verður gaman að sjá svipinn á þeim.

Kolla (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:29

6 identicon

 :) verd ad kikja vid tækifæri og sjá þig ekki spurning:) gott hjá þér ad láta verda af þessu þar sem þú hefur verid ad spá í þessu því þetta er nu bara hár sem alltaf vex ef madur vill láta gera þad aftur :) en ad sjá þig á myndunum sýnist mér þetta nu klæda þig vel :) knús

Silla DK (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:31

7 identicon

Þú ert svo mikil PÆJA :)

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:44

8 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Noh, noh, noh, þú ert mega skutla með nýju klippinguna. Þú ert næstum alveg eins og þú varst í brúðkaupsveislunni minni fyrir 8 árum.... bara ennþá sætari. Ástarþakkir fyrir komuna í halloween veisluna og takk fyrir flottar gjafir, strákarnir eru ekkert smá ánægðir

Knús, Eydís litla frænka

Eydís Hauksdóttir, 15.10.2008 kl. 20:45

9 identicon

Miklu flottari ekki spurning yngist um mörg ár og það er nú ekki slæmt án gríns þá finnst mér stutt fara þér miklu betur.

Á ekkert að fara að fá sér facebook ???'

kv Hedda

Hedda (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:28

10 identicon

Svaka flott, bara yngist. Kveðja til ykkar elskurnar.

Sigrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 18:30

11 identicon

Blessuð. Flottu litur og flott klipping. Fer þér vel. Kv Tumma

Tumma (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:05

12 identicon

Ég fór að skoða myndirnar hjá þér og þetta fer þér miklu betur. Þú yngist um mörg ár. Kv Tumma

Tumma (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:08

13 identicon

kvitt kvitt dúlla :)

Alda (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:47

14 identicon

Hæhæ rosa fín nýja klippingin algjör skvísa þar á ferð við erum á fullu við að græja veislu handa krómprinsinum...hahah segji svona!! það er náttla bara eins og prinsinn í Kína eigi afmæli þetta er svo margt fólk prinsinn á svo marga vini að það er bara sér afmæli handa þeim en vonandi hafið þið það gott knús og kiss á alla

Kv. Verðandi afmælisstrákur og mamman

Arna Ýr og Heiðar Kató (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 08:41

15 identicon

HÆhæ vildum bara segja þér að það eru komin 3 albúm inn örugglega 200 myndir eða eitthvað...vefdagbókin kemur á morgun mamma nennir ekki meiru í kvöld mamman er orðin þreytt en endilega skoðaðu

Arna Ýr (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband