Holland,Berlín og máske Köben ;)

Já, það er víst löngu tímabært að skrifa nokkur orð hér inn Wink

Svo ég byrji nú á Hollandsferðinni hjá Pétri, þá gat ferðin ekki lukkast betur. Þegar við fórum að ná í hann, myndaðist hópur af foreldrum pínu frá rútunni. Foreldrum, sem skildum ekkert í því hvað þeir voru lengi að koma sér út. Svo allt í einu opnaðist hurðin og þeir komu allir í halarófu út, Þjálfarinn fyrstur með fyrirliðann ,,Pétur,, sem hélt á Bikar og svo allir strákarnir á eftir, þeir hlupu svo syngjandi stórann hring á svæðinu og héldu bikarnum hátt á lofti Wizard svo glaðir allir, að maður bara klökknaði. Það höfðu nefnilega engar fréttir borist til okkar foreldranna um hvernig gengið hafði á mótinu, þeir komust í 2. sæti sem er alveg frábær árangur, þar sem mörg lið frá nokkrum löndum voru að keppa Grin svo þetta var nottlega bara æði LoL og Pétur alveg ákveðinn í að vera með á næsta móti, því svona upplifun,, að vera bara með strákunum,, fær maður ekki í fjölskylduferðalagi Whistling

Svo að okkur Jonna InLove en við ætlum að skella okkur í langþráða hjónaferð til BERLÍNAR 14.-16. nóv. Fljúgum frá Kastrup og verðum lent í Berlín um hádegi. Eigum svo flug heim seinnipart á sunnudeginum. Ætlum að búa á fínu 4ra stjörnu hóteli, skoða Múrinn og eitthvað fleira merkilegt. Njóta þess að vera bara tvö, fara huggulegt út að borða og bara hafa það kósý saman Heart

Erum svo að skoða hvort við förum í Jólatívolíið í Köben, 21.-23. nóv með krakkana, en ekkert ákveðið ennþá Happy

Það gengur ekki alveg nógu vel með hendina á mér þessa dagana, er búin að þurfa fara heim úr skólanum vegna verkja í öxlinni, og fæ þvílíka hausverkinn í kjölfarið Frown það á eitthvað að endurskoða á fundi 20. nóv hvort þetta nám er of mikið álag á hendina, eða hvort ég geti fengið einhverja aðstoð til að komast í gegnum skólann, sem ég vil auðvitað helst ef ég fæ einhverju ráðið Pouty svo ég er þessa dagana í mjög miklu sambandi við ,,Pollýönnu,, sem er alveg frábær, þegar hún nær sambandi við mig Tounge

Annars er lítið að frétta, Jonni enn atvinnulaus, en er búinn að sækja um aðstoð frá Maskinmesterfélaginu, með að finna vinnu. Það er reyndar ekkert sérstakt að vera ,,íslendingur,, í atvinnuleit erlendis í dag Pinch en að öðru leiti er allt gott að frétta og við höfum það GOTT Smile

Verið dugleg að knúsast og hlúið hvert að öðru InLove Kærleiksknús

Muna svo að kvitta takk!!!

Hef sett upp skoðanakönnun hér til vinstri á síðunni, endilega takið þátt Wizard 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ já flott hjá ykkur ad skella ykkur bara tvö hafid bara gott af því :) en vonandi sjáumst vid nú ádur:) knús knús

Silla DK (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:37

2 identicon

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt mamma mín og gott að vera í góðu sambandi við Pollýönnuna í sér þó ég hafi áhyggjur af þér með alla þessa verki sem þú ert með... Slakaðu þér aðeins, farðu í þetta nudd og slakaðu þér meira... Þú ert engu minni valkyrja þó þú slappir aðeins af... átt það alveg inni hjá þér...
Ég hefði alveg viljað vera þarna þegar Peddi prins kom heim... ég fékk hita í hjartað og vöknaði oggu um augun þegar ég las þetta... Mikið er ég stolt að þér litli strákurinn minn...
Samgleðst ykkur pabba rosa mikið að vera að fara í rómantíska ferð í Berlínar... þetta verður algjört æði og löngu orðið tímabært...
Og að lokum tek ég undir það sem þú sagðir í lokin þanna kærleikstúttan þín...
Ég elska ykkur öll alveg endalaust og endalaust mikið...

Ást, knús, sakn og elsk...

Rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Það er frábært að þið séuð að fara í rómó ferð til Berlínar, efast ekki um að þið eigið eftir að njóta þess í botn.... og þið eigið það sko alveg skilið duglega fólk  Og frábær árangur hjá Pétri og liðinu hans, ekkert smá glæsilegt! Slakaðu nú aðeins á með öxlina þína, þú verður að fá einhverja aðstoð svo þér líði betur, ég fæ alveg illt í hjartað yfir því hvernig þér líður dúllan mín.

Luv og knús frá Lögten

Eydís Hauksdóttir, 7.11.2008 kl. 23:16

4 identicon

Hæhæ flott hjá ykkur að skreppa smá kósí ferð svona ein :)

Frábært ferðalgið hjá Pétri :)

Alda stóra frænka :) (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:15

5 identicon

Helló...ohh öfund að vera fara erlendis!! væri alveg til í nokkrar ferðir núna

en allt gott að frétta...vildum bara kvitta fyrir komuna

Katóinn er að fá tönn, springur vonandi fyrir henni í nóttinni

Kv. Kleppurinn í Skessugilinu

Arna Ýr (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:31

6 identicon

hæ hæ bara senda stórt knús á ykkur frá kalda íslandi

Hildur Þóra (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:41

7 identicon

Tek undir með örnu Öfund Öfund ég væri sko til í rómantíska ástarferð ;) NJótið þess fyrir okkur líka.

kveðja af kreppuklakanum 

Hrönn Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:15

8 identicon

Kvitterí kvitterí kvitt:)

Alda stóra frænka :) (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 17:47

9 identicon

Sæl verið stóra fjölskylda, kíki hér inn reglulega, til að athuga með nýjar myndir, en sé bara ekkert hvað er þetta er myndavélin biluð?  Vonandi gengur vel hjá ykkur í skólanum og Jonni minn hjá þér í húsverkunum

góðar kveðjur úr kulda og snjó

Helga

Helga (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband