Afmælisdagur, skiladagur og prófSTRESS

Jæja þá er víst kominn tími á smá færslu hmhm Tounge

Byrja á afmælisdeginum góða, 1. júní varð að sjálfsögðu heitasti og sólríkasti afmælisdagur sem ég hef átt, það var 27.st hiti og skýlaus himinn svo að ég hlýt að hafa verið alveg sérstaklega góð stelpa síðasta ár,, danir meina að veðrið á afmælisdaginn segi til um hversu góður maður hafi verið frá síðasta afmælisdegi,, ég var vakin um morguninn með afmælissöng og fallegum gjöfum frá Köru Mist og Pétri og Jonni ætlar að bjóða mér í rómantíska ferð í haust þar sem við förum bara 2 saman, en það komu 25 gestir til að gleðja mig með nærveru sinni og fallegum gjöfum, ástarþakkir fyrir mig yndislegu frænkur, frændur og vinir Kissing svo komu auðvitað Ævar,Gunnar og Michelle með fallega gjöf handa mömmzlunni sinni svo að öll börnin mín voru hjá mér nema Sigurrós mín, sem ég saknaði mikið að hafa ekki, en hugga mig við að við hittum hana eftir 23 daga og 8 klst Happy InLove Þetta varð alveg yndislegur dagur sem heppnaðist vel í alla staði.

Jonni var svo duglegur að skrifa, að hann skilaði 4. en hafði tíma til 6. og svo var frídagur 5. svo við bara nutum þess að slappa af saman með krökkunum og hugsuðum ekkert um skóla og lestur í 4 daga, algjör Lúxus. Svo á hann að verja 20.

Svo var ég í bóklega dönskuprófinu 12. og munnlega enskuprófinu í gær og þvílíkt stress Sick mig er búið að kvíða svo mikið fyrir enskuprófinu að síðustu nætur hefur mig bara dreymt á ensku, svo í gærmorgun þegar ég vaknaði hafði mig bara ekkert dreymt Sleeping sagði við Jonna, ég fell í dag, lærði engin ný orð í nótt og þetta boðar ekki gott að hætta dreyma á ensku nóttina fyrir prófið. Hef aldrei farið í munnlegt próf og vissi ekkert hverju ág átti von á, hræðileg vanlíðan og stress í gangi. Svo hringdi dönskukennarinn í mig rétt áður enn ég fór í prófið til að segja mér að hún sæti með prófið mitt fyrir framan sig og það væri dálítið um ísl orðaröðun og eitthvað um stafsetningarvillur, en ég átti ekkert að fá að vita um útkomuna fyrrenn 27. svo ég hugsaði bara,, guð hún er hringja í mig til að segja mér ég hafi fallið,, gat hún ekki beðið þangað til eftir enskuprófið !!! En svo sagði þessi elska, vildi bara óska þér til hamingju með að vera ein af 3 hæstu í bekknum rosa flott klárað hjá þér, fékkst 7 sem er eins og 9 samkvæmt gamla kerfinu W00t velgjan í maganum breyttist í eitthvað gott smá stund, þangað til ég mundi aftur eftir enskuprófinu, en var með Hafdísi systir í símanum sem hvatti mig og hrósaði og sagðist vita þetta gengi hjá mér, takk Hafdís mín fyrir stuðninginn þegar ég þurfti hann svo mikið InLove fór svo skjálfandi í enskuprófið og hitti bekkjarsystir sem var næst á undan mér og kom hálfgrátandi út eftir fallpróf, svo ég reiknaði með að eins færi fyrir mér, en eftir mjög langt 20 mín próf, var ég send út fyrir í 2 mín og svo kölluð inn og fékk 4 sem er eins og 7, er fyrst núna að ná þessu og geta slappað pínu af. Þær sögðu kennarinn og prófdómarinn að þær hefðu sjaldan séð svona stressaðann nemanda Shocking Hlýt að hafa brennt einhverjum kaloríum við öll þessi ósköp Whistling  Svo er munnlegt dönskupróf 19. ég er nú ekki eins kvíðin fyrir því, þarf eitthvað mikið að ske til ég nái því ekki Wink 

Erum svo að fara kl 3 í dag í vinnuna hjá Gunnari þar sem er fjölskyldudagur, við skoðum fyrirtækið og borðum saman með vinnufélögum hans og fjölskyldum þeirra. Svo í kvöld fær Gunnar bílinn sinn, sem hann var að kaupa, Mitsubishi Carisma 1,8 Sport svo þau verða sjálfsagt bara á rúntinum, en til hamingju með fína bílinn þinn Gunnar minn Kissing 

Svo á morgun skreppum við í sveitasæluna til Öldu minnar og Borgars, Alda ætlar að laga á mér neglurnar og svo ætlum við bara að hygge okkur með þeim og strákunum þeirra. 

En hætti núna, er að fara í kaffi og spjall til Sillu minnar.

Hafið það sem best,,,,knúsi knús,,,, muna kvitta takk :)

P.S komin 2 ný albúm inn  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma þú ert snillingur... Innilega til hamingju elsku sæta mín... Ég hlaut að hafa þessar gáfur einhversstaðar frá... Ég er svo hrikalega stolt af ykkur öllum að það er engu lagi líkt og mér er hreinlega orða vant... aldrei þessu vant... Haha hlæhlæ... Og Gunni og Æbbi báðir komnir á bíl... JeDúdda þið eruð töffarar elsku lillarnir mínir... Ég saknaði þín líka á afmælisdaginn þinn elsku mammzí mín (og alltaf bara reyndar) en það bíður þín RISAKNÚS þegar þú kemur...!!! 

Ást, knús, sakn og elsk elsku yndislega fjölskylda...

Rósin ykkar... 

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Til hamingju með frábæran árangur í prófunum þínum elsku Kolla mín. Þú ert bara snilli! Og frábært að Jonni sé að ljúka þessu langa og strembna námi sem hann er búinn að vera í síðustu árin. Ég hugsa hlýlega til ykkar 19. og 20. júní í munnlegu prófunum ykkar, sendi ykkur nokkra engla ;-)

Knús og kram frá Studstrup

Eydís Hauksdóttir, 13.6.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Sæl elsku Kolla mín!

Og aftur tilhamingju með munnlega enskuprófið þitt!!

Ég vissi að þetta gætir þú, enda ekkert smá dugleg stelpa! Ég efast alveg stórlega um að ég gæti þetta.

Og munnlega danskan EKKERT MÁL! Þú flýgur í gegnum þetta nám!

Ég mun einnig senda englana mína til ykkar þann 19 og 20 júní og þeir eru sko duglegir

Bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur hér í Norge

Knús stóra systir í Gjerdrum

Hafdís Gunnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 12:59

4 identicon

Til hamingju með prófin. Ertu á leið til Íslands? Kannski getum við þá hists. Kv Tumma

Margrét Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 23:18

5 identicon

Hæhæ dúllan mín ég vissi nú að þú mundir rúlla þessum prófum upp  snillingur

en sjáumst hressar á laugardaginn í geymi hjá mér í sveitinni fögru  kiss kiss og risa knús

Alda stóra frænka

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 14:25

6 identicon

Hæ :)

Takk innilega fyrir kvittið :) vonandi fékkstu mailið frá mér.

Mbk,
Guðný Þóra Ólínudóttir.

Guðný Þóra (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband