***** Jonni Maskinmester *****

Jæja þá er Jonni minn búinn með námið sitt InLove Loksins loksins loksins er vörnin búinn og minn maður náði þessu með glæsibrag. Við keyrðum til Arhus kl 8.30 í morgun, en hann fór svo inn í vörnina kl 13.30 svo hann notaði síðustu 4 tímana til að undirbúa sig og allt gékk þetta samkvæmt óskum, hann fékk 4 í einkunn sem er það sama og 7 á ísl, ekkert smá duglegur þessi elska Kissing Á meðan hann var í skólanum fór ég í Bilka og verslaði stúdentagjöfina hennar Michelle, en hún verður stúdent 27. júní. Svo keyrði ég til Öldu og Borgars, við frænkurnar vesenuðumst smá í Hornslet og keyrðum svo heim til Borgars, þar sem ég fékk svo rótsterkt kaffi, að ég sofna örugglega ekki fyrrenn á þriðjudag Shocking en svo fór ég niður í skóla að ná í ,,Maskinmesteren,, með stóran og fínan blómavönd og knúskyssti hann auðvitað í tilefni dagsins Kissing Heart mikið var hann stoltur og ánægður, þar sem hann sat á bekk í sólinni fyrir utan skólann með bjór og bros yfir allt andlitið, og ég auðvitað líka að springa úr stolti af honum, okkur finnst alveg ótrúlegt að þetta sé búið, þvílík hamingja. Set inn myndir af Meistaranum frá útskriftinni síðar.

Við áttum 9 ára brúðkaupsafmæli í gær og ákváðum að fara út að borða í Arhus eftir vörnina, en svo langaði okkur bara heim að slappa af og fara svo út að borða í kvöld heima í Grenaa ( er maður nokkuð værukær ) en svo er útskriftarhátíðin 27. júní í skólanum og veisla hér heima 28. og þá eru bara 8 dagar í 2 vikna Akureyrískt sumarfrí Cool 

Á morgun förum við svo í sveitina til Öldu og Borgars í innfluttningspartý og þá verður sko aldeilis slett úr klaufunum Wizard okkur verður boðið upp á ísl lambalæri, grænar Ora baunir og eitthvað meira gott að hætti Borgars meistarakokks Tounge hlökkum ekkert smá til, og þar verður Silla dúlla og svo koma Eydís litla frænka og Hilmar sæti með gormana sína, þetta verður sko stuð, Borgar búinn að tengja græjurnar og svo tjúttum við öll saman Sideways

Læt þetta duga núna, erum að fara út að borða

Kissing frá okkur hamingjusama fólkinu InLove Heart  

p.s  var í síðasta prófinu mínu í gær, munnlegt dönsku bókmenntapróf og fékk 12 Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TIL HAMINGJU Jonni minn innilega TIL HAMINGJU og fáid þid skötuhjúin stórt knús frá mér  sjáumst á morgun knús knús

Silla DK (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 16:10

2 identicon

Hæhæ elsku bestu krúsí dúllurnar mínar hjartanlega til hamingju með þennan stóra áfanga í lífi ykkar, hlakka til að hitta ykkur á morgun í sveitinni fögru og borða saman og fá okkur slatta í glas  þetta verður bara gaman en hafið það sem allra best þangað til, og en og aftur til LUKKU elsku dúllurnar mínar þið getið ALLT :)

kveðja Alda stuðbolti :)

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 19:37

3 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Hæ elsku Kolla mín!

Og INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR með þennan flotta árangur.

Mikið varð ég nú glöð þegar þú hringdir í mig og sagðir mér að þú hefðir fengið 12 í dönskuprófinu þínu. Tárin runnu niður kinnarnar mínar.     Ég var SVO stolt yfir þér ! Þú ert svo ótrúlega dugleg stelpa. Þetta áttir þú skilið

Og svo Jonni. INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR MEÐ ÞENNAN FLOTTA ÁRANGUR! Bara búin með námið! Þetta verður nú skrítið fyrir þig að ekki þurfa að fara meir í skólann

Já nú eigið þið skilið að slappa af eftir þessa erfiðu törn svei mér þá

Já aftur til hamingju með þennan flotta árangur!

Bestu kveðjur frá okkur þremur í Noregi

Knús Hafdís

Hafdís Gunnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 22:12

4 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Enn og aftur... innilega til lukku með þennan frábæra áfanga bæði tvö. Þið eruð alveg frábær :-) Takk innilega fyrir skemmtilegt kvöld í gærkvöldi í sveitinni hjá Öldu og Borgari, þetta var rosa gaman :-)

Sjáumst hress í flutningunum eftir nokkra daga.

Knús og kram frá litlu frænku sem er enn í Stuðstrumpalandi

Eydís Hauksdóttir, 22.6.2008 kl. 12:07

5 identicon

Til hamingju með áfangann Jonni;) Hlökkum mikið til að hitta ykkur á Akureyri.

Kveðja frá Evu Rut, Jóni Ævari og Emblu Eir tannlausu.....  

Eva Rut (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:29

6 identicon

Þið, elsku foreldrar, eruð mestu stressboltar sem ég þekki þegar kemur að prófum og ég verð að segja að þetta er ástæðulausasta stress sem ég veit um... ÞIÐ ERUÐ SNILLINGAR...!!! Ég er ótrúlega, endalaust stolt af ykkur og innilega til hamingju bæði tvö... Það er tímaleysi að hrjá mig núna svo að ég hef þetta stutt... 12 dagar í hitting og 2ja vikna samveru... LOKSINS LOKSINS EFTIR HRIKALEGAN SÖKNUÐ...!!! 

Ást, knús, sakn og elsk...

Rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband