Bílpróf og afmæli

Jæja þá er ég búin að fá tölvuna mína heim eftir erfið veikindi svo nú er engin afsökun að blogga ekki Wink

Svo ég byrji nú á Gunnari InLove að þá átti hann afmæli 29. ágúst og er orðinn 21 árs... alveg hreint ótrúlegt að vera svona ung og eiga svona fullorðin börn. En á afmælisdaginn komu þau í mat til mömmu eftir að hafa eytt deginum á Arhus í verslunarferð Gunnar, Michelle og Árný vinkona Gunnars frá íslandi sem var í heimsókn hjá þeim. Eftir matinn fóru þau svo öll í keilu ásamt Sigurrós og Ævari. Held hann hafi bara verið ánægður með daginn sinn þessi elska Kissing

Svo núna 3. sept fór Ævar í bílprófið og náði því með glæsibrag og er búinn að vera á rúntinum síðan. Alveg sama hvað hann er beðinn um, alltaf tilbúinn að skutlast. Skruppum til Öldu og Borgars í gær og sátum bara í aftursætinu eins og fínt fólk með einkabílstjóra, því hann bauð Pétri að sitja frammí hjá sér Smile og Pétur auðvitað mjög ánægður með stóra bróðir. Svo fer hann með Köru Mist og Ídu á eftir að ná í Pétur til Öldu, því hann varð eftir í gær.

Ég er bara á fullu í skólanum og má hafa mig alla við, mér finnst þetta með því erfiðara sem ég hef gert. Að læra ensku og Þýsku á dönsku og svo auðvitað er ég í dönsku og samfélagsfræði líka. Það eru 2 dagar í viku þar sem ég er með öll tungumálin sama daginn Pinch og kem svo heim með allt í graut í hausnum á mér Sick stundum finnst mér ég sé að takast á við fullmikið, að vera 35 tíma á viku + heimaverkefni, en svo eftir smá hausverk og vangaveltur kemur þrjóskan uppí mér og ég hugsa ég skal geta þetta Whistling  vona bara að hendin klári þetta.

Af Jonna er það að frétta að hann er að fara í starfsviðtal í næstu viku hjá Tannhjólaverksmiðju í Randers, hann sótti um starf sem gæðastjóri hjá þeim svo það verður spennandi hvort eitthvað kemur útúr því, en annars á hann 4 aðrar umsóknir úti sem hann er að bíða eftir svörum með.

Læt þetta duga í bili knúsi knús á ykkur öll og ekki gleyma kvitta Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ

Elsku Kolla frænka takk kærlega fyrir fallega pakkan frá þér ofboðslega fallegur ég fékk að opna hann alveg sjálfur og var það tekið upp á video fyrsta sinn sem ég hef vit á þessu...fannst samt innihaldið minna áhugaverðara en pappírinn en ég er orðinn frískur og mamma er að vona að ég ætli mér að vera það áfram en við bíðum spennt frétta af nýjum innkaup af lúffum og stíbbum Veðrum í bandi fljótlega kv. litla röflandi skriðdýrið sem er algjört bíó og mamma

Arna Ýr (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 21:30

2 identicon

Til hamingju með bílprófið Ævar minn, og farðu varlega í umferðinni

kv. Helga

Helga Eym (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Sæl Kolla mín!

Og til hamingju með 12 ára strákinn Pétur, 21 árs strákinn Gunnar!

Og æðislegt að Ævar sé kominn með bílprófið, alveg meiriháttar!!

Þetta með skólann! Ekkert mál fyrir þig! Þú ert það þrjósk og dugleg stelpa að þetta getur þú alveg. Mér finnst þú alveg rosalega dugleg og ég lít ekkert smá mikið upp til þín!

Já ég gæti bara þetta ekki!!

Hef það bara fínt. Er að bíða eftir að hádegismaturinn byrji. Svo klukkan 13:40 fer ég í sjúkraþjálfun er svo loksins búin kl. 14:00. Byrja daginn kl. 09:20.

Þannig að þetta er ekki afslöppun! En ég hef gott af þessu!

Gangi þér og ykkur öllum mjög vel!

Við heyrums þegar ég kem heim!

Knús frá stóru systur í sólinni

Hafdís Gunnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 09:10

4 identicon

Jæja er loksins að hunskast til að kvitta hjá ykkur... Takk innilega fyrir mig elsku fjölskyldan mín... yndislegt að vera hjá ykkur um daginn... Það var svo dásamlegt að vera með Gunna og Pedda á afmælisdaginn þeirra... alveg hrikalega langt síðan það hefur gerst...!!! Og að borða saman bara systkinin... Ég fæ alveg tár í augun og kökk í hálsinn við minninguna...  En þetta var dásamlegt í alla staði og eins og venjulega sakna ég ykkar alveg hrikalega en hlakka ennþá meira til að koma um jólin... Elsku mamma mín... Ég er svo stolt af því sem þú ert að gera og hef algjöra og brestlausa trú á þér... Og ég veit að þú ferð að fá vinnu elsku pabbi minn... fólk lætur bara ekki svona snilling framhjá sér fara nema það sé illa gefið... Til hamingju með bílprófið elsku Æbbi minn... skemmtilegt hvað þú ert orðinn bóngóður og greiðvikinn við að ná þessum merka áfanga... Og skilaboð til litlu skrímslanna í lokin... munið að semja um sofi-fyrirkomulag...

Ég elska ykkur...

Ást, knús, sakn og elsk...

Rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Hæ dúllan mín og takk fyrir síðast. Alltaf gaman að vera saman með ykkur  Og æðislegt að hitta Sigurrósu rúsínufrænkuna mína, hún er svo dugleg.... alveg eins og mamman sín. Þú ert algjört hörkutól elsku Kolla mín og ég dáist að þér að hamra þér í gegnum þetta nám.... úff, púff, ekki myndi ég nenna þessu þó ég fengi borgað fyrir það... Been there, done that...

 Knús og kram og sjáumst fljótlega

Eydís Hauksdóttir, 15.9.2008 kl. 16:59

6 identicon

hæ hæ elsku kollan okkar  og takk fyrir síðast, þessar frábæru vikur í danaveldinu
erum bara að kvitta og láta vita af okkur hér, en mamma mín nr 2 ég veit að þú ferð sko létt með skólan, eins þrjósk og þú nú ert þá verður þetta ekkert mál
kossar og stórt knús  til ykkar allra
p.s til hamingju með bílprófið ævar

Hildur þóra og Karles (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 16:51

7 identicon

Rósin er byrjuð að blogga...!!! En ekki hvað mar... Kíkiði á www.perfspot.com/b/Yrja82 ...

Ást, knús, sakn og elsk...

Rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:06

8 identicon

Ég er búin að færa mig um set, þ.e. bloggið mitt en ástæða færslunnar stendur í blogginu svo að þið verðið bara að kíkja... Það er www.yrja82.blogcentral.is ...

 Elska ykkur

Rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband