****** Pétur 12 ára ******

Já nú er Pétur litli orðinn 12 ára Wizard til hamingju með daginn elsku strákurinn okkar InLove 

Alveg er það ótrúlegt að liðin séu 12 ár frá því hann kom í heiminn, stuttur og vel bústinn með ótrúlega mikið dökkt hár, alveg eins og lítið lukkutröll, svo svipsterkur og fallegur. Í morgun vöktum við hann með afmælissöng og svo fór Jonni í bakaríið og keypti rúnstykki í morgunmatinn. Eftir morgunmat fórum við öll í skólann, Pétur með nammiskál fyrir bekkjarfélagana og svo vorum við að tínast heim um 3 leytið, þá fórum við aðeins að versla og svo var farið að baka afmæliskökuna Tounge afmælisbarnið vildi Lasagnette í matinn og að sjálfsögðu fékk hann það. Gunnar kom svo og borðaði með okkur en Michelle komst ekki, svo er Sigurrós líka hjá okkur svo það var ósköp notalegt að hafa þau öll og mikið spjallað og hlegið yfir kvöldmatnum Grin eins og reyndar alltaf þegar þau eru öll saman Heart en nú erum við að fara gæða okkur á kökunni svona áður enn kemur að háttatíma Sleeping en held að litli unglingurinn okkar hafi bara átt góðann dag og sofni sáttur þrátt fyrir alla rigninguna sem hann fékk í afmælisgjöf Cool

p.s

Svo á auðvitað Arnór Ísak 17 ára afmæli í dag. Þessi elska sagði þegar Pétur fæddist að Pétur væri besta afmælisgjöf sem hann hefði fengið InLove algjört æði, 5 ára lítill drengur með svo stórt hjarta. Til hamingju með afmælið elsku Arnór Ísak okkar Kissing 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með afmælið Pétur.

Sigrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:48

2 identicon

Til lukku með daginn Peddi minn. Vona að hann hafi verið notalegur í faðmi fjölskyldunnar.

Biðjum að heilsa öllu hinu liðinu.

kv. Ágústa, Ægir og Kristinn Örn

Ágústa Hrönn (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:18

3 identicon

Til hamingju með daginn snúllinn minn :)

kveðja Alda og co :)

Ps strákarnir eru farnir að sakna þín við verðum nú að fara að renna til ykkar sem fyrst :) bæó

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:33

4 identicon

Elsku Peddi, innilega til hamingju með daginn.  Vona að þú hafir átt góðan dag.

Bið að heilsa til Danmerkur

kveðja

Auður og co

Auður Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 21:27

5 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Innilega til hamingju með afmælið um daginn elsku litli/stóri frændi. Þú ert langflottastur

Knús og kram frá Lögten

Eydís Hauksdóttir, 1.9.2008 kl. 19:35

6 identicon

Elsku Pétur og Gunnar innilegar hamingjuóskir með afmælisdagana ykkar í ágúst, vona að þið hafið átt góða daga.

PS. vona að umslagið hafi skilað sér Pétur minn

kv Helga og CO.

Helga Eym (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband