Íslandsferð og danskt sumar

Jæja komst loksins í tölvu og ákvað að skrifa nokkrar línur Wink

En þannig er að tölvan mín veiktist við heimkomu frá Íslandi og er í aðgerð hjá Dr. Borgari Tölvulækni Tounge

Íslandsferðin var frábær fyrir utan kuldann brrr fyrri vikuna.  Við lentum í þessu frábæra beina flugi til Akureyrar með Iceland Express, sem átti bara að taka 3 tíma en þar sem við þurftum að millilenda í Keflavík v/bilunar og bíða þar í 3 tíma, fljúga svo á Egilsstaði og fara þaðan með rútu,, sem var að hruni komin,, til Akureyrar þá tók ferðin ekki nema litla 12 tíma W00t og allir orðnir frekar pirraðir, en loksins tók þetta dásamlega ferðalag enda og vorum við fljót að detta útaf eftir að hafa skroppið í síðbúið afmæliskaffi til mömmu og rétt komið við og knúsað tengdó.

Fyrri vikan fór að mestu í að hitta vini og ættingja, frábær matarboð og skemmtilegar samverustundir InLove

Seinni vikuna vorum við aðeins heppnari með veðrið svo við vorum mikið útivið með dönsku vinunum okkar sem voru með okkur. Fórum dagsferð í Mývatnssveit og fórum að sjálfsögðu í jarðböðin, Dimmuborgir og Námaskarðið, svo var komið við á heimleiðinni og keyptur reyktur Silungur  Wink Sveinbjörn mágur var svo elskulegur að gefa okkur fullt af Soðibrauði og Flatbrauði og svo bakaði Tengda mín Kleinur og Soðibrauð svo við erum enn að borða ísl brauð með reyktum Silungi FootinMouth Hedda og Gummi voru svo yndisleg að lána okkur fallega húsið sitt meðan þau voru á Tenerife, en svo vorum við líka í bústaðnum þeirra tengdó sem er bara æðislegt að vera í, ástarþakkir öll fyrir lánið á húsnæði og allt brauðið sem við erum enn að njóta InLove Helga og Helgi buðu svo Köru Mist og Pétri í útilegu/ættarmót sem þeim fannst alveg frábært að fá að fara í Kissing takk fyrir það.

Guðný og Arnór komu svo með okkur heim með öll sín börn og tengdason + vinkonu Báru Sifjar hana Töru, þau voru í bústað hér í Grenaa í 2 vikur, Arnar Snær kom líka með okkur og var alveg yndislegt að hafa þau öll. Brölluðum margt saman, fórum í Legoland og allavega 4sinnum í Djurs-Sommerland, svo var farið í dýragarð og nokkrum sinnum á ströndina, veðrið lék við okkur með 30 st hita og sól allann tímann Cool en mikið sakna ég þess að hafa ekki Arnar minn lengur, því geðbetra barni hef ég ekki kynnst. Hann kom blístrandi fram á morgnana og fór Whistling í rúmið á kvöldin og glaður og brosandi allan tímann. Hann bræddi mig alveg InLove 

En svo átti hún Guðný mín stór afmæli hér hjá okkur, orðin FERTUG sú gamla, við fórum öll saman á Steikhús Huset í tilefni dagsins, vorum bara 18 stk. Við vinkonurnar með sætu kallana okkar + börn, tengdabörn og 2 aukabörn, bara æði og svo enduðum við kvöldið á Mc'Donalds í ís Tounge

En nú er skólinn byrjaðu hjá okkur öllum og Jonni byrjaður á fullu í atvinnuleit sem vonandi kemur eitthvað út úr fljótlega Wink

Svo er Sigurrós að koma til okkar á föstudagskvöldið og við öll að springa úr spenningi að fá hana, þar sem lítill tími gafst í samverustundir í Íslandsheimsókninni. Hún ætlar að vera hjá okkur í 9 daga og meiningin að fara í smá túristaleik með hana InLove getum ekki beðið.

Þetta er orðin algjör langloka hjá mér og örugglega gleymt einhverju merkilegu en það verður bara að hafa það.

Knúsi knús Kolla

p.s

Verð að segja ykkur að Helga og Helgi urðu amma og afi 11. ágúst þegar Hrönn og Steini eignuðust litla gullfallega prinsessu sem hefur fengið það fallega nafn Sonja, bestu hamingjuóskir með litlu dúlluna InLove  

 

   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Sæl kolla mín! Smá kveðja frá mér í Tyrklandi!

Flott að ferðalagið gekk vel að lokum þó að byrjunin gekk ekki vel!

Það verður nú gott fyrir ykkur öll að fá Sigurrósu í heimsókn. Njótið ykkar alveg æðislega og vonandi fáið þið gott veður!

Bless í bili!

Knús til ykkar allra!

Farðu nú vel með þig!

Klem frá stóru systur

Hafdís Gunnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 09:24

2 identicon

Hæhæ vonandi hafið þið það gott með rósinni ykkar :)

kveðja Alda :)

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 45421

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband