Góður gestur á íþróttahelgi

Sælt veri fólkið Kissing

Jæja þá er enn ein helgin búin og við komin í skólan í ískulda brbrrr.

En á föstudaginn kom Ásbjörn Tryggvi ( Steinu systirson ) í heimsókn til okkar og var yfir helgina. Okkur þótti öllum voða gaman að fá kappan í heimsókn Smile Hann var bara í rólegheitum hér heima með okkur gamla settinu á föstudagskvöldinu, en svo djömmuðu þeir frændur allir þrír saman á laugardagskvöldinu Sideways þó þeir væru allir að fara spila fótboltaleik á sunnudagsmorgninum. Ævar fékk Ása með, þar sem vantaði leikmann í liðið hans, og viti menn, auðvitað skoraði Ási gullfallegt mark fyrir frænda sinn Whistling þeir spiluðu kl. 10 og svo spilaði Gunnar kl. 12 og skoraði líka fyrir sitt lið Wink En það var þreyttur ungur maður, sem fór með lestinni til Arhus í gærkveldi, en vonandi ánægður með helgina. Takk fyrir samveruna Ási minn og vonandi kemurðu aftur til okkar.

Á laugardaginn vorum við á handboltamóti með Köru Mist, það gékk ágætlega, þær spiluðu 3 leiki. Unnu 2 og eitt jafntefli LoL strákarnir komu allir að horfa á litlu systir og litlu frænku spila, og Gunnar vildi helst taka að sér að þjálfa þær, fannst þjálfarinn alls ekki nógu góður GetLost svona eru þessir stóru bræður Tounge

Annars eru bæði Pétur og Ævar veikir núna með hausverk og uppköst Sick 

Við Jonni vorum að koma heim af enn einum fótboltaleiknum, þar sem Kara Mist var að keppa sinn 1. leik, þær fengu heldur betur burst þar sem þær töpuðu 9-0 Crying gengur bara betur næst.

Af okkur gamla settinu er lítið að frétta, Jonni ekki búinn að fá neina vinnu, en á slatta af útistandandi umsóknum. Danir taka yfirleitt minnst einn mánuð í að yfirfara umsóknir, svo þetta getur tekið tíma allt saman Crying og ég reyni eftir bestu getu að fylgjast með í skólanum. Var að fá út úr verkefnavinnu í ensku, þýsku og dönsku í dag, fékk 2 sjöur og 1 níu, svo þetta er ekki alveg vonlaust, sem betur fer. En mikið verður gott að fá haustfrí Grin

 

Hér er kuldabolinn heldur betur farinn að bíta og blása Errm orðið ískalt að hjóla á morgnana, brrbrrr svo er bara eintóm rigning í kortunum út vikuna. Notum líklega næstu helgi í að setja inn útihúsgögnin. Ákvað að klæða síðuna mína í haustliti, það er víst komið haust í Danaveldi Pouty 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ bara kasta á ykkur kveðju
var að fá mér bloggsíðu og ætla að reyna að vera dugleg að skrifa þar  hehe endilega kíktu þangað
kv Hildur þóra

Hildur þóra (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:29

2 identicon

Hæhæ snúlla takk fyrir hjálpina í dag  

það er fínt að hafa rigningarspá í kortunum ferkar en snjó eins og á Ak núna  ég þoli ekki að þurfa að fara út og byrja á að skafa og hita bílinn buurrrrrrrrrrrrrrrrrrrr  en bara kvitt kvitt :)

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:18

3 identicon

Ég er á útleið í ævintýraleit... en varð að stoppa við og kasta kveðju á ykkur... Yndislegt hvað helgin ykkar var skemmtileg og án efa gaman að hafa Ása frænda hjá ykkur...

Ég elska ykkur öll alveg endalaust... (það þýðir að það er enginn endir á ást minni til ykkar.........)

Rósin ykkar... 

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 11:12

4 identicon

Og já mammzí... hvað er málið með þessar einkunnir  þínar...??? Sagði að þú þyrftir ekki að hafa áhyggjur þanna snillingurinn minn...

Með ást...

Rósin...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 11:15

5 identicon

Hæ Kolla ja tad er rett ad tad er farid ad kolna i Danaveldi.

        Kvedja Helga.

Helga Soley (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 09:26

6 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Hæ sætust, þið hafið greinilega átt skemmtilega helgi með góðum gesti. Og þvílíkur íþróttaáhugi og orka í krökkunum... þau eru ekkert smá dugleg... eins og foreldrarnir. Vona að Jonni fari að detta niður á einhverja snilldarvinnu. Danirnir hljóta að fara að átta sig á að það þýðir ekki að láta slíkan gullmola renna sér úr greipum. Og til lukku með einkunnirnar þínar duglegust

Ástarkveðjur frá Løgten

ps. þið megið alveg fara að kíkja í heimsókn, við erum farin að sakna ykkar....

Eydís Hauksdóttir, 3.10.2008 kl. 21:43

7 identicon

Æji mamma mín... ertu alveg sætust í heimi eða...??? Takk fyrir fallega kvittið þitt... ég elska þig endalaust...

Ást, knús, sakn og elsk bara...

Rósin þín...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 16:18

8 identicon

Hæbbs sæta mín... Kappi er hvolpurinn hans Nonna... hann er að verða 4ra mánaða og er algjör tútti...

Ég kem kveðjunni áleiðis...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband