Akureyri 4. júlí :)

Brottfarardegi okkar til Akureyrar var breytt í gær í 4. júlí sem er bara fínt, fáum 2 aukadaga Cool vonandi í góðu veðri, sól og sælu.

En svo ég segi ykkur aðeins frá útskriftinni, þá var mjög fín athöfn í skólanum á föstudeginum. Svo eftir athöfnina keyrðum við heim og hófum undirbúning fyrir veisluna daginn eftir. Við vorum með grillveislu þar sem Meistarinn stóð og grillaði ofan í 20 gesti og auðvitað varð þetta algjör meistaramatur Wink rosa gott hjá mínum manni enda algjör snillingur á grillinu. Svo var auðvitað kíkt í glas og mikið sungið við frábæran undirleik Borgars sem er bara snillingur með gítarinn, komumst að því að lagið,, Litla jólabarn,, okkar íslendinga er sumarlag dananna og heitir hjá þeim ,,Lille sommerfugl,, svo við sungum bara sumarið og jólin saman Whistling Eitthvað var svo hringt í skemmtilegt fólk á klakanum og því leyft að njóta gleðinnar með okkar Tounge Meistaranum voru færðar fullt af góðum og fallegum gjöfum og þar á meðal frá íslensku vinum okkar hér í Grenaa eitthvað háþrýstidót sem hann var kominn út að prófa kl 9.15 morguninn eftir Smile og hefur varla sleppt því síðan, allt orðið voða fínt og þvegið í kringum húsið okkar. Alda litla og Borgar gáfu honum svo Flakkara sem hann varð ekkert lítið glaður að fá, svo komu Eydís og Hilmar með kampavínsglös og 2 flöskur með í voða fínum gjafapakka, svo komu dönsku vinir okkar með fínar gjafir og gjafakort sem hann á eftir að finna sér eitthvað fyrir. En veislan var svo sungin út um 4 leytið og var þá búin að standa í 10 tíma og var alveg meiriháttar gaman að fagna þessu með svona góðum vinum og litlum frænkum Kissing

Helgina á undan vorum við í innfluttningspartýi hjá Öldu litlu frænku og Borgari, þar fengum við það besta lambalæri sem við höfum smakkað, a la Borgar, með Ora grænum og bestu sósu ever Wizard Svo voru auðvitað sungin flest íslensk lög sem hafa verið gefin út, því annað eins lagasafn og hjá honum Borgari mínum er vandfundið. 

Nú eru strumparnir Atli Freyr, Heiðmar og Patrekur ( synir Öldu og Borgars ) búnir að vera hjá okkur síðan í fyrrakvöld og allt gengið vel, Pétur alveg í skýjunum með frændur sína sem elska að spila fótbolta eins og hann Cool svo verða þeir sóttir í dag og við förum af stað kl 6 í fyrramálið til Akureyrar Smile

Hlökkum til að sjá ykkur Happy 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ dúlla takk fyrir frábæra veislu, vonandi kemur flakkarinn sér á góðum notum :)

sjáumst í dag þegar að við komum og náum í strákana takk fyrir pössunina veit að þeir hafa haft það ferlega gott í kollu og jonna koti :)

Hilsen Alda Stóra frænka :)

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 08:42

2 identicon

ÞIÐ ERUÐ AÐ KOMA Á MORGUN, ÞIÐ ERUÐ AÐ KOMA Á MORGUN........ JeDúdda hvað ég hlakka hrikalega til að sjá ykkur og svo eru auðvitað tilbúin RISAKNÚS fyrir ykkur öll.... Veit nú lítið hvað ég á að skrifa núna... Ræð mér varla fyrir fögnuði og veit vart hvort ég sé að koma eða fara.... Ég elska ykkur yndislega fjölskylda....!!!!

Ást, knús, sakn og elsk...

Rósin ykkar...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Takk fyrir frábæran mat og góða skemmtun í útskriftarveislunni elsku Jonni og Kolla. Það var frábært eins og alltaf að koma til ykkar á fallega heimilið ykkar. Vona að þið séuð að skemmta ykkur vel á klakanum og njótið tímans þar í tætlur með Rósinni ykkar.

Knús og kram frá Lögten

Eydís Hauksdóttir, 8.7.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolla og Jonni
Kolla og Jonni

Við hjónin búum í Grenaa í Danmörku ásamt 4 börnum okkar. Við fluttum hingað í júní 2003. Jonni er búinn með Maskinmesterskolen í Árósum og útskrifaðist þaðan 27. júní 2008. Fékk vinnu 8.des 2008 hjá Dong Energi á Sjálandi. Kolla byrjaði í Verslunarskólanum í ágúst 2008. Gunnar 22 ára er fluttur að heiman og býr með kærustunni Michelle í íbúð hér í bænum. Ævar er 19 ára fullorðinn/unglingur, er í Menntaskóla og æfir fótbolta. Pétur er 13 ára fótboltastrákur/ lítill unglingur í 7. bekk í Friskóla og Kara Mist er 12 ára fótboltaboltastelpa í 6.bekk í Mölleskole og er að læra spila á fiðlu. Elsta dóttir okkar Sigurrós Yrja 27 ára er húsmóðir í Breiðholtinu, hún býr með kærastanum honum Sigurjóni, hann á tvær snúllur sem heita Ásta Margrét 12 ára, sem býr hjá þeim og svo er það litla Lovísa Rós 8 ára...;o)

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kol fj62702
  • Kol fj62697
  • Kol fj62680
  • Kol fj62677
  • Kol fj62656

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband